Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1942, Síða 28

Frjáls verslun - 01.09.1942, Síða 28
ár myndi ekki nægja til að umskipuleggja hann. Þegar ekki fengust lengur kornvörur frá Eng- landi, varð að slátra dönskum búpeningi, því að Þjóðverjar gátu ekki látið neinar kornvörur í té, og hverfa aftur að gömlum búnaðarháttum og taka upp kornyrkju. Ennþá var þó tími til stefnu. Landbúnaður- inn myndi enn gefa ríkulegan afrakstur í heilt ár, áður en hrunið dyndi yfir. Þjóðverjar létu ekki þegar í stað greipar sópa um matvæla- birgðir Danmerkur, þó að auðvitað væri þar tekin upp skömmtun á ýmsum neyzluvörum. í sumum greinum var jafnvel skorið enn meir við nögl en gert er í Þýzkalandi, en yfirleitt fengu Danir að halda miklu meiru af birgðum sínum en nokkur önnur hernumin þjóð. Það varð að gera vel við þá, meðan þeir fengust til að vinna fyrir Þýzkaland. Hið pólitízka tak- mark var, og er enn, að vinna Dani með góðu. Þjóðverjar höfðu einkum gert sér vonir um, að geta unnið danska bændur á sitt band. Eng- land hafði allmjög þröngvað kosti Danmerkur síðustu árin. Verð á dönskum vörum var lágt, sumar voru jafnvel framleiddar með tapi. En framleiðslunni var samt haldið við eins og kost- ur var, til að missa ekki enska markaðinn, og ríkið greiddi hallann. Þannig var að vísu ekki hægt að halda áfram endalaust, en Danmörk varð að færa sínar fórnir eins og aðrir. Þjóð- verjum varð einkar tíðrætt um þetta atriði eftir hernámið. Þeir bentu einfaldlega á, að ef Danmörk hefði haldið áfram viðskiptum sínum við England með sömu kjörum, hefði fjárhags- legt hrun skollið á innan fárra ára. Hversu ólíkar framtíðarhorfur, ef Danmörk vildi að- eins ganga inn í Stór-Þýzkaland! Þjóðverjar greiddu 10, 20 og jafnvel 50% hærra verð fyrir danskar landbúnaðarafurðir en Bretar höfðu gert. Veltitímar virtust framundan fyrir danska bóndann. Þarfir Þjóðverja voru tak- markalausar og verðið ótrúlega hátt. En danskir bændur létu ekki gabbast. Þeir sáu fljótlega, að þeir fengu raunverulega ekk- ert í aðra hönd. Öll þau hundruð milljóna króna, sem Þjóðverjar þóttust ætla að greiða fyrir landbúnaðarvörurnar, komu aldrei til Dan- merkur í neinni mynd. Danski þjóðbankinn varð að leggja Þjóðverjum til greiðslufé, og skuldin var færð á „clearing“-reikning Þjóð- verja. Ef Danir hefðu getað flutt inn vörur frá Þýzkalandi, sem samsvöruðu útflutningnum, hefðu viðskiptin getað orðið sæmilega hagstæð, en Þýzkaland gat auðvitað hvorki látið kol, járn né nokkur önnur hráefni til dansks iðnaðar, og afleiðingin varð sú, að skuldir Þýzkalands við 28 Danmörku uxu stórkostlega með hverjum mán- uði. Þegar hernámið hafði staðið í eitt ár, nam þessi skuldaupphæð 630 milljónum króna, en það er hærri upphæð en öll útgjöld danska rík- isins á sama tíma. Utanríkismálaráðherrann reyndi að draga úr áhyggjum manna út af hinum síhækkandi inn- stæðum. 1 því sambandi sagði hann í þjóðþing- inu: „Ég geri ráð fyrir, að allir hafi ekki gert sér ljóst, hvílíkt happ það var fyrir Danmörku, að hinn mikli viðskiptavinur vor í suðri var fær um, í krafti skipulags síns, að taka tafar- laust við miklu magni af vörum, sem ekki þola geymslu og vér fluttum áður vestur. Hins veg- ar var frá upphafi Ijóst, að Þýzkaland gat ekki greitt hinn vaxandi útflutning vorn með vör- um, sem Danmörk þarfnast mest“. Um „clearing“-skuld Þjóðverja sagði Scaven- ius: „Gildi þessarar innstæðu myndi auðvitað aukast að miklum mun, ef vér gætum notað hana til að kaupa vörur í öðrum löndum, en möguleikar á því hafa verið fremur takmark- aðir. Fram að þessu hafa Þjóðverjar aðeins leyft vörukaup utan Þýzkalands, sem nema 25 millj. króna. Að stríðinu loknu munu innstæður vorar í Þýzkalandi koma í góðar þarfir“. „Clearing“-upphæðin nam þó ekki einu sinni hálfri skuld Þjóðverja við Danmörku. Þýzka setuliðið átti einnig að greiða dvalarkostnað sinn, svo að ekki sé minnst á hinar margvís- legu framkvæmdir í þágu hervarnanna. Þessi útgjöld námu samtals 840 millj. króna, og var því heildarskuldin orðin 1470 millj. kr. eftir eins árs hernám. Er þetta geysihá upphæð á danskan mælikvarða. 1. jan. 1942 var skuldin komin upp í 2000 millj. kr. Auk þess, að Þýzkaland var engan veginn fært um að lækka þessa skuld — þó að það hefði haft hug á því — var skuldasöfnun þessi liður í pólitík þess gagnvart Danmörku: hinar gífurlegu innstæður í Þýzkalandi áttu að leiða til þess, að Danir færu að óska Þýzkalandi sig- urs í styrjöldinni. Því að Danir gátu því aðeins gert sér von um að fá skuld sína greidda, að Þýzkaland ynni sigur. En danskir bændur hugsuðu lengra. Þeir gátu ofurvel skilið, að Þýzkaland gæti ekki borgað, ef það tapaði stríðinu, en þeir voru jafnsann- færðir um, að sigursælt Þýzkaland myndi neita, að borga þeim. Skuldin myndi verða afskrifuð með þeirri röksemd, að Danmörku hefði verið bjargað frá styrjaldarútgjöldum, og yrði hún að greiða fyrir það! Annað sáu danskir bændur einnig í hendi sér, FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.