Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1951, Side 4

Frjáls verslun - 01.12.1951, Side 4
 ef/r/'ísítt sér í eftirfarandi grein segir frá ítölsku leikkonunni Silvana Mangano, sem mikla eftirtekt hefur vakið í kvikmyndinni ,,Beizk uppskera“, er Gamla Bíó hefur sýnt að undanförnu. AU hittust í London skömmu eftir 1920, en í þá tíð litu menn all björtum augum fram í tímann. Hann hét Amedeo Mangano, Sikil- eyjarbúi en spánskur í aðra ætt- ina; hún hét Ivy Webb og var Eng- lendingur. Þau voru gefin saman í London en fluttust að svo búnu til Rómaborgar. Fyrsta barnið var sonur og í kjölfarið fylgdu þrjú heillandi falleg stúlkubörn. Það mun hafa verið árið 1946, sem var með afbrigðum erfitt ár í Róm, að elzía dóttirin, Silvana, þá 16 ára gömul, sendi af sér mynd á fegurðarsamkeppni. sem efnt var til í höfuðborginni. Það skipti eng- um togum, að þessi hávaxna, rauð- hærða og rólynda stúlka með dreymandi brún augu varð auðveld- lega sigurvegari og vann þar með titilinn „Fegurðardrottning Róma- borgar 1946“. Ári síðar, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir. fékk Silvana samt eitt aðalhlut- verkið í ítalskri kvikmynd, sem fjallaði um farandvinnu kvenna á hrísgrjónaekrum Pódalsins. Laus við allar Hollywood eftirlíkingar, ómálað andlit hennar og hin ó- þvingaða og rólynda framkoma. báru þess ótvírætt vitni, að hér var á ferðinni ósvikin leikkona. Saml var auðsætt, að Silvana var ekki fullkomlega ánægð með j)að, sem hún var að gera. Ekki leið á löngu unz farið var að sýna kvikmyndina í New York. en þar hlaut hún nafnið „Bitter Rice“ (Beizk uppskera). Blaðadóm- ar um leik og líkamsfegurð Silvana voru allir á einn veg. The New York Times líkti henni við Önnu; Magnani, Ingrid Bergman og Ritu Hayworth. „Ósnortin fegurð af Ingrid Bergman-skólanum“, sagði eitt blaðanna — „óviðjafnanleg líkamsbygging“, bætti annað við. Samanburðirnir við Ingrid Berg- man virðist sérstaklega hafa átt til- verurétt, því að Silvana Mangano og Ingrid eiga það báðar sameig- inlegt að örfa ástríður manna óaf- vitandi. Bergman var þó kaldari í framkomu og vissi meira af sér, en Silvana er sama hugprúða barnið, sem finnst lítið til um allan frama. Svo var að sjá sem hin óvænta frægð, er Silvana áskotnaðist. minnti hana á þær fórnir, sem Ingrid varð að gjalda fyrir frama sinn. Hinar óblíðu ádeilur og þeir þungu dóm- ar, sem ítölsk og bandarísk blöð felldu á Ingrid Bergman vegna ást- arævintýris hennar, hafa sennilega orðið Silvana viðvörun um að eitt- hvað svi])að kynni að bíða hennar. Trúlegt er, að hún hafi haft sér- staka samúð með Ingrid, einmitt sökum þess, að um þetta leyti áttu þau hjónin Silvana og maður henn- ar, Dino De Laurentis, kvikmynda- framleiðandi, von á fyrsta barninu. 156 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.