Frjáls verslun - 01.12.1955, Side 1
17. ÁRG. 9.—12. HEFTI — 1955
★ ** + ★**★**★** ***************
Ekki fara alltaf saman stærð og stórhugur, og engin nauðsyn, að smæð
fylgi kotungsháttur í orði eða æði. íslendingar fá að vísu litlu ráðið í þeirri
glímu, er aflsmunar er látið gæta, enda eru leikreglur íslenzkrar þjóðaríþróttar
ekki byggðar á níði né bolabrögðum, heldur á drengskap og stílhreinu við-
bragði. Á hinn veginn ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að fámenn þjóð
geti verið liðgeng á alþjóðlegu taflborði mannvits og hugsjóna.
Fyrir 2500 árum skópu smáþjóðir heimsmenninguna. Aþeningar voru
ámóta fjölmennir og íslendingar eru nú, er þeir hjuggu í marmara þær súlur,
er vestræn menning stendur enn föstum fótum á. ítölsku borgríkin, er endur-
vöktu klassíska menningu og mótuðu list orðs og lita um aldir, voru álíka
fjölmenn og smáíbúðahverfi stórborga meginlandsins eru í dag. Það var heldur
ekki fjölbýlt á Islandi, þegar eyjan í Atlantshafinu varð fæðingarstaður þeirra
bókmennta, sem fengið hafa varanlegan sess í sögu mannkynsins og varpað
hafa ljóma norrænnar menningar suður um yztu höf og austur í svörtustu
skóga.
Enn á ísland verk að vinna, trygg sinni arfleifð, að flytja mannkyninu
boðskap fegurðar og frelsis. ísland var byggt af því að íslendingar kusu
frelsið; frelsið notuðu þeir til þess að semja fagrar bókmenntir, sem allar
eru innblásinn óður um hinn frjálsa mann. í hjarta sínu á hver Iislendingur
að rækta trúna á frelsið og tilfinningu fegurðarinnar, þannig að vér verðum,
hver og einn, hvar sem við förum, virkisverðir frjálsrar hugsunar. Fulltrúar
íslands á alþjóðastefnum eiga jafnan að vera merkisberar frelsisins og í ræðu
og riti að veita hinum frjálsa málstað brautargengi.
Það hefur verið sagt, að þeir, sem vilja lýsa, verði að loga. íslendingar
eiga að láta kyndil frelsisins loga. Fyrir tæpum tvö þúsund árum var tendrað
ljós suður í löndxnn, sem flutt hefur mannkyninu birtu og yl, frelsi og fagurt
mannlíf, Látum þetta ljós endurspeglast hér á hjami nyrstu byggða og varpa
iðandi ljóma norðurljósa frelsisins yíir svartnætti þjáðra þjóða, sem enn búa
við fjötur og forlög hörð. Megi jólin verða öllum þjóðum hátíð ljóss og frelsis.