Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 2
Kynni mín af gömlum kaupmönnum í Reykjavík Þættir úr œviminningum Arna Thorsteinsonar, tónskálds Einn var sá staður, sem mér varð tíðförult til á bernskuárunum, en það var til Hannesar John- sens, afa míns. Verzlun hans var við Hafnarstræt- ið, þar sem nú er hús Sigurþórs úrsmiðs. Þá var fiskreitur búðarinnar beint fram undan verzlun- inni hinum megin við Hafnarstrætið. Greip ég oft í það, þegar ég stálpaðist, að hjálpa til við að breiða fiskinn og stakka hann eða bera hann inn í pakkhúsið bak við búðina. Einnig var ég stund- um innanbúðar og í ýmsum snúningum fyrir verzl- unina. I þá daga voru peningar lítið hafðir um hönd dags daglega, þótt farið væri í búð. Sjómennirnir lögðu inn fisk upp í úttektina og bændur ull, gærur, smjör og fleira. Sumir viðskiptamenn verzlananna greiddu þó í peningum, en höfðu sína kontrabók, er komið var með í búðina í hvert sinn og eitt- hvað var tekið út. 1 hana var svo skrifað heiti og verð vörunnar, og var kontrabókin summuð upp, eins og það var kallað, þegar menn komu að borga verzlunarskuld sína. Voru það ekki litlar skriftir, sem búðarþjónarnir urðu að hafa á hendi, því að auk þess, sem skrifað var í kontrabók við- skiptamannsins, þurfti að skrifa úttektina í kladda verzlunarinnar og loks í höfuðbókina. Það var því mikils um vert, að búðarmennirnir væru góðir skrifarar, og voru það talin ein beztu meðmæli með ungum verzlunarþjónum, ef þeir höfðu góða og læsilega rithönd, enda voru margir þeirra lista- skrifarar. Yfirleitt voru gömlu kaupmennimir aðgæzlusam- ir, nýtnir og sparsamir, og man ég það um Hannes Johnsen, að hann mátti aldrei til þess vita, að neitt færi í súginn eða neinu því væri fleygt, sem hugsanlegt var, að not mætti hafa af síðar. Gilti Á vegum ísafoldarprentsmiðju eru nýlega komnar út æviminningar Árna Thorsteinsonar. Hefur Ingólfur Krist- jánsson, rithöfundur og blaðamaður, fært bókina í letur, en hún nefnist „Harpa minninganna". Bókin er girnileg til lesturs og hið merkasa heimildarrit. Hún er skemmti- leg, fróðleg og vel rituð. Eru þar dregnar fram í dagsljós nútímans margir þættir úr sögu Reykjavíkur og úr daglegu lífi fólksins frá seinustu tugum 19. aldarinnar, svo og kynnum Árna af mönnum og málefnum. Jafn- framt er bókin hið merkasta heimildarrit um tónlistar- sögu þjóðarinnar. Margar fágætar myndir prýða bók- ina, en Árni Thorsteinson lærði ljósmyndagerð í Dan- mörku, og var um langt skeið einn helzti alvinnuljós- myndari Reykjavíkur. Arni Thorsteinson varð 85 ára 15. október s.l., en hann er fæddur í Landfógetahúsinu, þar sem nú er Hress- ingarskálinn við Austurstræti, og þar ólst hann upp. Faðir hans, Árni Thorsteinson, gegndi landfógetaem- bættinu um rúmlega 40 ára skeið. „Harpa minninganna" er stórt rit, 426 bls. að stærð. og er í hópi hinna vönduðustu æviminninga, er út hafa komið. FRJÁLS VERZLUN birtir hér á eftir, með leyfi útgefanda, nokkra kafla úr bókinni, en snerta kynni Árna af verzlunarháttum og kaupmönnum hér í bæ á síðustu tugum 19. aldarinnar. _________________________________________________________i þetta jafnt um boginn nagla, snærisspotta, kassa og kirpur, en allt gat þetta komið í góðar þarfir, þótt ekki væru not fyrir það í svipinn: skipum gat seinkað og ýmsar vörur gengið til þurrðar, og var þá gott að geta hjálpað náunganum, þótt í smáu væri. Menn þeirrar aldar höfðu lært það af reynslu, að ýmislegt, er sýndist smátt og fánýtt, gat þótt dýrmætt, þegar það skorti. Ég held, að það sé þessi lærdómur, sem ég nam 146 FRJÁLS VERZLVN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.