Frjáls verslun - 01.12.1955, Page 8
— Nei.
Dogson vill ekki kaupa borð, raulaði hann og
leit á mig yíir gleraugun og hélt áfram að raula.
Það yrði of dýrt í flutningi, sagði ég og pot-
aði regnhlífinni í hann.
— Dogson þykir of dýrt að flytja það heim,
raulaði hann og hætti ekki fyrr en við komum upp
úr kjallaranum.
Við sáum gylltu könnuna á hæðinni fyrir ofan.
Ég átti eitt yen, sem var eftir af tuttugu krónum
dönskum er ég hafði skipt í Peking. Þessar gylltu
könnur gátu tæplega kostað meirá en yen. Það
var verið að taka þær upp úr kössum og stúlkan
var að þurrka af þeim og raða þeim a borðið.
— Spurðu hvað þær kosti.
Þau töluðu dálítið af kínversku.
— Það er ekki búið að verðleggja þær, en
hún ætlar að spyrja.
— Nei, nei. Það er ekki nauðsynlegt. Ég á
hvort sem er enga peninga, sagði ég.
Stúlkan var farin.
— Við verðum að bíða eftir henni, sagði Wangi-
boy.
— Fjandinn eigi það, sagði ég á íslenzku.
— Heyrdu, sagði hann.
— Yfir kaldan eyðisand.
— Heyrdu, heyrdu, sagði hann.
Við héldum áfram að tala íslenzkuna okkar og
stúlkan var nokkuð lengi í burtu og ljóst hún þurfti
að hafa mikið fyrir þessu. Wangi-boy fór að raula
og það voru rauðir drekar í hillunum hinu megin.
— Ertu búinn að lesa A-kú eftir Lu Hsun, sagði
Wangi-boy.
— Já.
—- Hvemig fannst þér.
— Hún er afbragð.
— Lu er fyrsta byltingarskáldið okkar.
— Hún er afbragð þrátt fyrir það.
— Hvað meinarðu.
— Lu er góður rithöfundur.
— Eins og þú ætlar að verða.
— Ertu vissum ég ætli að verða það.
— Ég vona það.
— Ertu kannski að segja þetta til ég skrifi vel
um Kína.
— Ég veit þú skrifar vel um Kína.
— Ekki nema þú hættir að kalla mig Dogson.
— Ó, Doggi-boy.
— Nú skrifa ég illa um Kína.
— Dogson, Dogson, Doggy-boy.
— Viltu í alvöru ég skrifi illa um Kína.
— Þú skrifar sannleikann.
— En ef þú gerir mig reiðan.
— Reiðir menn skrifa tóma vitleysu um Kína.
— Það er af því þið kallið þá nöfnum.
— Hættu þá að kalla mig Wangi-boy.
— Þú byrjaðir.
— Það var bara framburðarskekkja sem þú
færðir í stílinn.
-— Vertu nu góður drengur, Wangi-boy.
-— Já, Dogson.
Stúlkan kom og sagði eitthvað á kínversku og
brosti. Ég var að vona hún hefði ekki tekið nærri
sér að snúast þetta. Wangi-boy talaði nokkur at-
kvæði og stúlkan fór að búa um eina könnuna.
— Hvað kostar hún, spurði ég.
— Tvö yen, sagði hann.
— Ég á ekki fyrir henni, sagði ég .
— Þú ætlar að skrifa vel um Kína.
— Það kemur ekki málinu við. Ég á eitt yen.
— Þú ætlar að verða rithöfundur eins og Lu.
— Vo bú-já she, sagði ég við stúlkuna.
— Heyrdu, heyrdu, sagði Wangi-boy og talaði
síðan á kínversku við stúlkuna, sem hafði hætt
Framli. á bh. 163.
152
FRJÁLS VERZLUN