Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Page 12

Frjáls verslun - 01.12.1955, Page 12
Guðmundur Gíslason Hagalín: Hér verður hcxnn ekki krossfestur Saga frá síðari hluta átjá?idu aldár i. Sigurður bóndi á Stapafelli stóð úti fyrir dyrun- um á fiskhjallinum og virti hann fyrir sér. Þetta var lítið hús, hélaðir steinveggir, sá aðeins hér og þar í gráa eða gula skóf á steinunum, klökuð torfþekja, stafnarnir úr flettum rekavið, sem orðinn var mosagróinn, stafninn heill ofan við veggjar- hæð, en þar fyrir neðan breiðir rimlar. Sigurður spýtti um tönn, gekk að dyrunum, greip báðum höndum í hengilásinn og rykkti rösklega nokkrum sinnum. Síðan beygði hann sig, skoðaði vandlega gildan kenginn, sem lásinn lék í. Því næst sté hann nokkur skref aftur á bak, kinkaði kolli og púaði í hvítt skeggið: „Ne-ei, — það fer enginn í þennan hjall, nema hann hafi góða þjöl og rúman tíma til umsvifa. Humm, — náttúrlega væri kannski hægt að brjóta rimlana með þungri sleggju, en þess slags verk- færi skal ekki liggja á glámbekk — ekki hér á bæ." Hann yppti öxlum, hnussaði og hélt af stað heim að bænum, gekk í fyrstu álútur, en beindi síðan gráum, rökum, en þó hvössum augunum að bæjarstöfnunum, sem blöstu við sýn, fimm í röð. Ho-já, nógu staðarlegt mundi nú ennþá heim að líta, og var meira en að sýnast, ekki ýkjamikið úr sér gengin þessi hús, þó að húsbóndinn væri orðinn gamall og hvítur. En til hvers hafði það verið, allt þeirra bardúss, hans og Þuríðar, öll þeirra umsýsla, stríð og amstur, eftir að hans missti við, ef þau áttu að þurfa að slátra skepn- unum í matinn á miðjum vetri vegna gýligjafa í gúlann á göngumönnum og betlikindum af öðrum landshornum? . .. Huh, hér þurfti að spyrna fótum við. Hjartað hennar Þuríðar var ekki til að stýra eftir því í svona útliti. Óekkí, karl minn! Hann gekk með hendur fyrir aftan bak, meðal- maður á hæð, herðabreiður, en herðalotinn, hold- grannur, en þó enn með nokkurn roða í kinnum. Hann var klæddur sauðsvartri vaðmálsburu og blárri prjónabrók, var í gráum togsokkum, hafði hvíta, þófna ullarvettlinga á höndum og selskinns- hettu á höfði. Hann skyggndist til lofts, skaut fram neðri vörinni og dæsti. Sami foráttu-norðaustan- þræsingurinn — og . .. nú ætlaði hann víst að fara að snjóa á þennan heiftar gadd, sem brædd- ur var yfir allt. Yrði líklega bið á því, að þannig viðraði, að gömlum manni gæfi fram með lagvað, þó að einhver hákarlsdoggur kynni að vera skrið- inn í fjörðinn. Huh, -- þetta mundi ekki vera tíðar- far, sem ýtti undir forsjált fólk um að dreifa í allar veðuráttir þeirri vesælu björg, sem það kynni enn að eiga í búi. Hann gekk nokkur skref mjög álútur og horfði niður fyrir fætur sér. Svo hnykkti hann til höfðinu og horfði á ská til hálofts, sagði síðan köldum, örgum rómi: „Mér er rétt sama, hvað einhver segir um mann- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.