Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 25

Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 25
Þorsteinn Jósepsson: „Koldimm gríma að sjónum ber" Frásögnþáttur f----------------------------------- ~s Fyrir nokkrum árum birtust í Sunnudagsblaði Vísis skrif um svokallað Sporðsslys, er átti sér stað skömmu fyrir jól árið 1892. Að beim skrif- um stóðu fjórir menn, er ýmist voru í Sporði þesar slysið skeði, eða í næstu grennd og höfðu nánar spurnir af bví sem skeð hafði. Auk fram- angreindra skrifa, er þessa atviks getið í Huld, ísafold, Almanaki Þjóðvinafélagsins og víðar. Vegna þess að frásagnirirnar eru í fyrsta lagi dreifðar í Sunnudagsblaði Vísis og sumar þeirra ritaðar til áréttingar þeim fyrri, og í öðru lagi af því að heimilda er annarsstaðar að leita, hef ég tekið mér fyrir hendur að færa atburð þenna í letur og skrá liann eftir þeim gögnum sem fyr- ir hendi eru, fella þær ýmist saman í heild eða fara eftir þeim, sem ég taldi líklegastar til þess að herma það sem sannast er. Þ. J. Ferðalangurinn, sem fer þjóðveginn norður í land mæt- ir strax á Holtavörðuheiði einkar sviplausu og tilbreytingar- litlu landslagi. Þó er í góðu skyggni mikil og góð fjalla- sýn þaðan, ekki aðeins til Tröllakirkju og annarra vestur- fjalla, lieldur og líka austur og suður til jökla, cn langt í norðri cygir maður fjöllin austan Húnaflóa. Brátt cr þcssari víðu fjarsýn lokið, því leiðin liggur niður í giljadrög og um mclása, sem öllum hallar til Hrútafjarð- ar, og um leið hverfa víðátturnar miklu. Síðan liggur lcið- in um Hrútafjörð, eitt ömurlegasta landslag á öllu Islandi, yfir Hrútafjarðarháls, yfir þvcran Miðfjörð og upp á mýr- lcnda flatncskju sunnan Vatnsnesfjalls. Oll þessi leið er svipdauf og varla nokkurt það kennileyti, scm vegfarand- anum finnst þess vert að festa sjónir á cða binda hugann við. Lciðin úr Miðfirði norður til Víðidals liggur í lægðinni þar sem Miðfjarðarháls og Vatnsnesfjall mætast. Að vest- an ncfnist lægð þcssi eða skvompa Línakradalur og þarf vissulega sérstakt hugmyndaflug til að finna nokkra dals- lögun á því landslagi. Er þarna mest um mýrasund og smáholt að ræða, ljótt land í orðsins eiginlegustu merkingu, cn allgrösugt og sauð- fjárhagar vafalaust góðir. Fyrir bragðið hafa risið þarna upp nokkur smákot og hæir á víð og dreif um mýraflák- ana cða ncðst í hlíðum Vatnsncsfjallsins. Einna helzt nnin vegfarandinn fcsta sjónir á bæ undir klcttaröðli nokkrum sunnan undir Vatnsncsfjallinu. Heitir þar Þóreyjarnúpur, cn í mýrardrögum spöl fyrir austan Þórcyjarnúp stendur annar bær á vinstri hönd þegar haldið cr eftir þjóðvcg- inum austur í Víðidal. Sá bær heitir Sporður og það cr hann, scm hér kemur við sögu. I descmberhyrjun veturinn 1892 skcði þar átakanlegt slys og hörmulegt og skal nú greina frá því og tildrögum þcss. Þá bjuggu í Sporði hjónin Jón Gunnarsson og Margrét Gísladóttir mcð fjögur börn þeirra, Jóscp 15 ára, Gunnar 12 ára, Soffíu 10 ára og Ingólf 8 ára. Ennfremur var þar í heimili húskona Þuríður að nafni mcð 7 cða 8 ára gamla telpu. Sjálfur mun Jón bóndi hafa verið nær fimmtugu cr saga þcssi gcrðist, fæddur 1844. Þau Sporðshjón voru talin lítt cfnuð, en þó var sauð- fjárcign þcirra ckki lítil, því þcnna vetur mun a. m. k. 120 fjár hafa verið á fóðrum í Sporði. En um efnahag þcirra hjóna er það t. d. haft til frásagnar, að í nóvembermánuði þcnna vetur hafi Jón bóndi farið í kaupstaðarfcrð til Borð- eyrar. Hafi hann bcðið kaupmann þar á staðnum um lán en ekki fengið vcgna fátæktar og skulda, en í stað þess hafi unglingspiltur, Pétur nokkur Jónsson, hlaupið undir bagga mcð honum með cinhvcrja úrlausn. Um vcðráttuna þctta haust, cr skýrt frá því að strax mcð nóvember hafi gcrt snögg áhlaup og hríðarveður með þeim afleiðingum, að fé fcnnti víða um þcssar slóðir. I einu þcssara áhlaupa undir mánaðamótin nóvcmbcr- dcsembcr varð úti stúlka skammt frá Sporði, Anna Guð- mundsdóttir að nafni. Hafði hún ætlað á bæ þann er Vatns- hóll heitir, cn nnm hafa villzt og þrotið krafta. Lagðist FRJÁLS VERZLUN 169

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.