Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 32

Frjáls verslun - 01.12.1955, Síða 32
semi og heiðarleik. — Verzlunarfulltrúi Þor- steins kaupmanns, Jónas Jónasen, sagði upp stöðu sinni mánuði seinna, eða um áramótin næstu, og gaf þá alla stjórn verzlunarinnar frá sér. — Réði skiptarétturinn þá Ola P. Möller kaupmann, sem factor fyrir verzlunina næsta ár með 800 rd. launum, og skyldi hann reka hana með það fyrir augum, að hún y.rð'i seld jafn- skjótt og tækifæri gæfist, enda skyldu allar eign- ir búsins seldar við fyrstu hentugleika. Oli P. Möller, sem var afi Jakobs Möller fyrrv. semdi- herra, var viðurkenndur heiðursmaður, og þótti happ, að verzlunin skyldi lenda í hans höndum. Möller lagði mikið kapp á innheimtu útistand- andi skuida og rak verzlunina með' gætni og for- sjá. Skipti búsins stóðu yfir í 5 ár, og var alltaf verið að vinna að sölu fasteignanna, en ekki reyndist hlaupið að því að ná í kaupendur að þeim. — „Kapital“ var ekki í hvers manns lúk- um á þeim á.nim, og ekki var heldur hægt að ,.slá“ í banka, af þeirri einföldu ástæðu, að' eng- inn banki var þá til á Tslandi. — Því var gripið til þess gamla ráðs að láta selja verzlunarstað- inn áuppboði, á „Börsen“ í Kaupmannahöfn, því að þar voru kapitalislarnir, sem höfðu ábatazt af íslandsverzlunmni, og þar höfðu verzlunar- staðimir á fslandi verið' seldir hæstbjóðanda á uppboðum undanfarna áratugi. Svona var þetta einnig, t.. d. þegar Evrar- bakkaverzlun var boðin upp á „Börsen“ í Höfn, 2 ár hvort eftir annað, um 1840, að enginn vildi bjóða í hana, en þá fékkst loks Lefolii stórkaup- maður til þess, að kaupa hana fyrir eina 1000 rd., en það voru húsin öll, með áhöldum. vöru- leifum og útistandandi skuldum. — Eyrarbakka- verzlun var bá ein stærsta verzlunin á fslandi, en enginn vildi þó eiga hana, ár eftir ár, en ástæðan var veltufiáreklan. — Til er bréf frá Clausen kaupmanni úr Ólafsvík, sem bá var nýfluttur til Hafnar, þar sem hann segir, að sig langi til þess að kaupa Eyrarbakkaverzlun fyrir þetta lága verð, en segist ekki þora að leggia út í það, vegna þess 'hversu erfitt sé að ná veltu- fénu. Yerzlunarhús Þorsteins voru nú boðin udp á 3 upoboð'um, á Börsinum í Tföfn, 2 ár í röð (1800 og 61) og fékkst ekkert boð í þau,1) og leit því 1) Sbr. Þjóðólfur XIII, 8. - 2) Srb. Kl. J.: Saga Rvíkur II, 239. 176 ekki vel út með hag búsins. Loks tókst að fá Óla P. Mölleer, sem var verzlunarstjóri búsins, til þess að kaupa þau öll fvrir 4500 rd., sem var 2000 rd. lægra en virðingarverð þeirra, og rak hann síðan í húsunum „litla en laglega verzl- un“.2) Eftir Möller eignaðist svo Smith konsúll þessi hús. — Þá skvldi seldar jarðeignir búsins, og tókst þar litlu betur til. Keldur með Grafarkoti og Bakkakot voru auglýst á 3 uppboðiun í Bæjar- þingstofunni í Reykjavík 22. desember 1860, og fengust 416 rd. boð í Keldur með Gra.farkoti, en 290 rd. í Bakkakot. Þetta þótti skiptaréttin- um of lágt, en seldi svo mánuði síðar: Keldur og Grafarkot, Guðna verzlunarmanni Guðna- syni fyrir 500 rd., og Halldóri Jörundssyni í Haugshúsi, Bakkakot fyrir 330 rd. — Lausafé búsins var allt selt á uppboðum. — --------------------o----- Það ber nú svo einkennilega við, að' skiptin í búi Þorsteins kaupmanns finnast ekki innfærð' í skiptabækur Reykjavíkurkaupstaðar fyrstu 11 árin eftir lát hans, hinsvegar eru margir skipta- fundir bókaðir þar fyrstu 6 árin, sem búið er undir skiptum, og bera þeir með sér ýmsar ráð- stafanir viðvíkjandi fasteignum þess o. fl., enda virðist vera a’ð Tíða að lokaskiptunum árið 1865. Til er í Þjóð'skjalasafninu böggull með skjölum úr búi Þorsteins, en þar eru ekki lokaskipti ]>ess. TTi nsvegar er sýnilegt á ýmsum þessum plög.<r- um, að útistandandi skuldir verzlunarinnar hafa verið gífurlegar á þess tíma mælikvarða, en Þor- steinn var líka, eins og áður getur, hjálpsamur og örlátur við fátæka menn. Það gekk líka. erfið- lega að innheimta skuldirnar og svo voni fast- eignirnar að lokum seldar langt undir virðingar- verði. Þess er áður getið, að ÓIi P. Möller kaupmað- ur tók að sér rekstur verzlunar Þorsteins, að honum látnum. Þegar hann svo hafði rekið verzl- unina. árið 1860, gjörði hann greinagóð reikn- ingsskil fvrir ráðsmennsku sinni. til skiptarétt- arins, eftir nýárið 1861, og er þá skuldlaus eign búsins talin 8082 rd., en þá eru fasteignirnar reiknaðar með virðingarverði, t. d. verzlunar- húsin á 6500 rd„ en voru að lokum seld, eftir ýtarlegar söhitilraunir fyrir 4500 rd„ eins og áð- ur getur. Svona fór einnig um aðrar fasteignir búsins. Skuldakröfur í búið reyndust miklu meiri en áætlað var í byriun, en útistandandi verzl- unarskuldir voru 27.836 rd.; af þeim var % tal- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.