Frjáls verslun - 01.12.1955, Blaðsíða 33
inn fáanlegur, en % tapaðir, og varð reyndin
víst ekki langt frá þessu.
Benedikt Gröndal getur þess,1) að úr auði
Þorsteins hafi ekkert orðið' „því að erfingjarnir
voru engir, sem gætu haldið reglu á“. — Einn
af skuldunautum Þorsteins var Bjarni rektor
Jónsson, og samdi hann um afborganir af skuld
sinni. — Á skiptafundi í október 18(53 er þess
getið, að rektor hafi þá greitt 50 rd. afborgun
af skuld sinni, og samþykkti fundurinn að þessi
upphæð skyldi ganga til Önnu, laundóttur Þor-
steins, — henni til framfæris, en þetta var víst
það eina, sem ættingjarnir eða afkomendur
fengu.
Hannes St. Johnsen, kaupmaður.
Þá skal minnzt þess manns, sem tvímæla-
laust var merkastur í kaupmannastétt lleykja-
víkur á 19. öld. Auk þess, sem hann stjórnaði
og rak verzlun þeirra lengst, eð'a nærri 50 ár,
var hann einnig mikill áhrifamaður í bæjarmál-
um Reykjavíkur og var lengi í bæjarstjórn.
Hannes kaupmaður var mikilla ætta og göf-
ugra. Hann var einkasonur Steingríms biskups
Jónssonar og frúar hans, Valgerðar Jónsdótt-
ur, sem áður hafði verið gift dr. Hannesi Finns-
syni. — Ha.nnes kaupmaður var fæddur að
Lambhúsum á Álftanesi 22. maí 1809, en þai
bjó faðir hans, sem þá var enn skólameistari í
Bessastaðaskóla. Honum var veitt hið bezta
uppeldi, sem völ var á hér á landi og efnaðir
foreldrar gátu veitt einkasyni sínum. Þegar
hann hafði aldur til og þroska, var hann settur
til mennta og Jionum ætlað að verða enrbættis-
maður, en örl'ögin höguðu því svo, að hann varð
kaupmaður.
Ekki var liann samt settur í Bessastaðaskóla,
enda var faðir lians þá orðinn biskup yfir Is-
landi og fluttur að biskupssetrmu i Laugarnesi,
og þar óJst Hannes kaupmaður að mestu upp.
Biskupinn lét þennan einkason sinn nema skóla-
lærdóm hjá þeim kennaranum, sem lærðastur
og beztur kennari þótti hér á landi, en það var
Árni stiftprófastur Helgason í Görð’um, og úr
hans „nafnkunna heimaskóla“ útskrifaðist
Hannes 21 árs gamall, vorið 1830. — Bislaips-
sonurinn sigldi svo um sumarið til Hafnar og
var ætlunin, að liann læsi læknisfræði, en þá
1) Sbr. 13. Gr.: Dægradvöl áOO—20J.
Ilannes St. Johnscn.
slveði það óvænta, að liann lagðist veikur og lá
þunga legu og langa, jafnvel mestan hluta vetr-
ar. Líklega liafa læknarnir ráðið honum frá því
að halda áfram embættisnámi, en hvað um réði,
Jiætti Hannes ölJu bóknámi og lagði fyrir sig
verzlun. Var þetta heppilegt, ekki sizt fyrir
kaupmannastéttina á íslandi, því að ef þessi
góði bislcupssonur liefði annaðhvort orðið' læknir
eða Jent í hempu á einhverju útkjáJkabrauði,
hefði verzlunarstéttin fari’ð á mhs við að njóta
eins sinna heiðvirðustu manna, sem var prýði
stéttarnnar. En um Hannes var sagt,1) „að liann
muni hafa verið meira náttúraður fyrir verzlun
en vísindaiðkanir“, og hefur hann því lent á
réttri hillu í lífinu.
Eftir að Harines kom heim aftur frá Höfn,
vann hann við verzlun í Reykjavík næstu árin,
1) Sbr. ísafold XII, 198.
FRJÁLS VERZLUN
177