Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 6

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 6
Hér á landi höfum við á undanförnum árum verið að fikta við verðmælinn, þangað' til hann er hættur að sýna það, sem honum er ætlað fra sjónar- miði þjóðarheildarinnar. Ef um innlenda fram- leiðslu til ínnanlandsneyzlu er að ræða, er ekki lengur að því spurt, hvort hún fái staðizt í sam- keppninni, heldur um það, hvaða verð framleið- andinn ,,þurfi“ að fá. Síðan er framleiðandanum tryggt það verð. Ef ekki er unnt að ná því beint frá neytandanum, án þess að vísitalan fari á kreik, hleypur ríkið undir bagga og greiðir það, sem neytandinn kallar framleiðslustyrk og framleiðand- inn kallar neytendastyrk. Á þann atvinnuveg, sem heldur uppi að heita má allri útflutnmgsverzlun þjóðarinnar, eru lagðar langtum þyngri byrðar en hann fær risið undir. Það er vissulega ekki ofmælt, þótt tekið sé undir hið gamla vísuorð, að ,,öllu er snúið öfugt þó“, þegar íslenzkur sjávarútvegur er gerður að bónbjargarmanni, sem þarf að lifa á báta- gjaldeyri, bílastyrkjum, framleiðslusjóðsstyrkjum, — og kannski eru enn ný styrkjaform í vændum. Þótt nú stundi færri menn sjóinn á íslandi heldur en landbúnað eða íðnað, og þótt við komum skip- unum ekki á flot án þess að kaupa erlendan vinnu- kraft, eru fiskveiðarnar grundvöllurmn fyrir því, að unnt sé að halda uppi nútíma mennmgarþjóðfé- lagi á íslandi í dag. Satt er það, að á undanförn- um árum hefir okkur borizt ýnus önnur björg í bú, sem hefir hjálpað okkur td að greiða hinn mikla mnflutning síðustu ára. En nú vilja ýmsir slátra hænunni, sem orpið hefur gulleggjunum á Kefla- víkurflugvelli, og ekki yrðum við minna upp á sjáv- araflann komnir á eftir. Það er bein skrípamynd af öllum réttum rökum, að þessi atvinnuvegur þurfi að biðja um styrk frá þeim, sem lifa og blómgast í skjóli hans eða beinlínis á því, sem hann hefir aflað. Ég var einu sinm í Rússlandi, og þegar ég kom þangað, þurfti ég að ráða mér skrifstofustúlku og bílstjóra. Ég bauð þeim hátt kaup, sem þau að vísu þáðu með þökkum, en aðalatnðið hjá þeim var ekki kaupið, heldur hitt, í hvaða skömmtunar- flokki þau lentu, ef þau tækju þessi störf að sér. Mismunurinn á hinum opinberu fríðindum, sem þegnar þjóðfélagsins nutu, var orðmn aðalatriðið. Þannig er þetta að verða eða orðið hér. ,,Hvaða teg- und af styrk fæ ég, ef ég legg út í þetta eða hitt?“ spyrja menn sjálfa sig í dag. Bátagjaldeyri, fram- leiðslusjóðsstyrk, mðurgreiðslur, neytendastyrk, hrávörur á frílista, tollavernd, bann gegn innflutn- mgi á erlendum varningi, sem við mig keppir? 1 þessu völundarhúsi hafta og styrkja halda pemngarnir áfram að vera verðmælir fyrir einstak- linginn, þeir beiðbeina bonum um gróðavomna, en sem leiðarsteinn fyrir þjóðfélagið fer nytsemi þeirra úr skorðum. Ef þeir hefðu málið, gætu þeir tek- ið undir hin frægu einkunnarorð þingmannsins, sem sagði: ,,Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ Ég hefi nú rakið það nokkuð, hvernig millilið allra milliliða tekst að rækja það hér á landi, sem ég hefi nefnt hið þrí-eina hutverk hans, því að hvert þessara hlutverka grípur inn í annað. Sem gjaldnuðill hefir hann ekla svikið okkur, en menn eru að verða tortryggnan og tortryggnan við hann, þegar hann býðst td þess að geyma fyrir þá verð- mætin. Og í þriðja hlutverkinu er hann orðinn áttavilltur, þegar hann á að leiðbeina þjóðinni um hina arðsömustu verkaskiptingu. Við, sem erum þjónar þessa mikla mdliliðs, hljót- um að óska þess, að sem fyrst verði þannig að honum búið, að hann megi rækja allar hliðar hins mikla hlutverks síns með prýði. 6 FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.