Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 31
urnir eiga heimtingu á því að uppskeran sé keypt a£ þeim við ákveðnu verði, sem tryggi þeim sóma- samleea afkomu. Þótt mikið sé flutt út af frönsk- um vínum og enn meira drukkið í landinu, er ekk- ert við allt þetta vín að gera. Milljónum lítra verð- ur annað hvort að hella niður eða eyma þá í vín- anda, sem síðan er fyrirskipað að blanda í bíla- benzínið. Þessi vínandi er seldur fyrir lítið brot af kostnaðarverði, en genr benzínið bæði dýrara og verra. Ég veit ekki betur en að þessu sé enn hald- ið áfram, en þarna er ljóst dæmi um það, hvernig styrkjastefnan getur orðið til þess að láta menn framleiða einskisnýta hluti þjóðarheildinni til mik- ils kostnaðarauka. Síðan flytja Frakkar mn mdljón- ir af Norður-Afríkumönnum, Pólverjum og Itöl- um til hinnar grófari vinnu t. d. í námum og verk- snuðjum. Mmnir þetta okkur á nokkuð, sem hér er að gerast? Húsbænclur á stnu eigin heimili Ef við ætlum að taka þátt í fríverzlunarsvæði Evrópu, tel ég engan vafa á því, að við verðum að hætta þessari styrkjapólitík, sem við rekum nú. Og ég tel enga eftirsjá að henni. I fyrsta lagi þurfa útgerðarmenn að stefna að því að losna undan hrammi ríkisvaldsms og verða húsbændur á sínu eigin heimili. Þegar þeir eiga afkomu sína undir náðarbrauði ríkisstjórnarinn- ar, getur svo fanð fyrr en nokkurn varir, að þeir verði ekki annað en ráðsmenn hálf- eða alþjóð- nýttra fyrirtækja. Þeir mega ekki gleyma því, að áhættan er kaupverð þess að vera frjálsir menn. Vinna og verðmœti I öðru lagi nnðar núverandi stefna beinlínis að því að hvetja menn til að stunda það, sem fænr þjóðarbúinu nunni arð, á kostnað þess sem arðvæn- legra er. Það er hin argasta villukenmng að verð- mæti hlutar þurfi að vera í réttu hlutfalli við þá vinnu, sem í hann hefir verið lögð, og að öll vinna skapi verðmæti. Hún getur skapað þau, en genr það ekki nauðsynlega. Allir þekkja þjóðsöguna um sandinn, sem sagt er að sjúklingarnir á Kleppi Sss, þeir eru á fundi. beri úr kjallaranum upp á háaloft og helli þar niður um lúgu og renni ofan í kjallara aftur. Þeir leggja nóga vinnu á sig, en skapa ekkert verð- mæti. Verðmætið fæst með því að beina vinnunni að því, sem mönnum finnst eftirsóknarverðast, vilja endurgjalda hæstu verði. Þess vegna fáum við sem þjóðarhedd mest í aðra hönd með því að hætta alveg við útflutnings- styrki og greiða útflytjendum rétt gengi eða — ef enginn fæst td að hengja bjölluna á köttinn og koma því á — með því að halda styrkjunum en hafa þá fasta hundraðstölu af öllum útflutningi. Rétt bókhald i þjóðarbúinu Það er ekkert svar við þessu, að ekki sé nein ástæða td að styrkja framleiðslu, sem er sjálfbjarga, eins og t. d. hvalvinnslan. Það væri ekki verið að gefa þessum aðdjum neitt, heldur aðems verið að gjalda þeim þeirra eigin eign, það sem þeim ber að fá, ef þeir eru jafn réttháir öðrum þegnum þjóð- félagsins. En hvaða vit væn í því að láta þessa að- FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.