Frjáls verslun - 01.05.1959, Page 33
sem við mættum helzt án vera, eru það einmitt
vörurnar, sem drýgstan skilding gefa í útflutn-
ingssjóð, og þá stöðvast styrkirnir að sama skapi.
En það verða menn að gera sér ljóst, að takmörk
eru fyrir því, hve lengi unnt er að dæla vatni úr
þurrausnum brunni. Ef ekki er reynt að beina rás
viðburðanna á rótta braut í tæka tíð, hlýtur svo að
fara, að ekki verði unnt að hafa stjórn á hcnni og
að atvikin sjálf tala enn óþyrmilegar í taumana en
þurft hefði að vera.
Sá sem ríöur tígrisdýri
Tíu ár virðist ckki langur tími í þjóðarsögu og
þaðan af síður í sögu heilla heimsálfa. Þó getur
margt gerzt á þeim tíma og jafnvel skemmri. Það
getur stundum verið full ástæða td þess að staldra
við og íhuga, hvað hefir venð að gerast á einhverju
sviði síðasta áratuginn. Menn eru nefmlega furðu
gleymnir á atvik, sem eru rétt nýliðin. Aðlöðunar-
hæfileikinn fær menn eklci aðeins til þess að sætta
sig furðanlega við það sem er, heldur til þess að
sjá alla hluti, orðna og óorðna, í ljósi ástandsins í
dag og til þess að finnast þctta ástand hafa verið
óbreytt eða lítið breytt miklu lengur en raun her
vitni, þegar betur er að gætt.
I dag megum við staldra við andartak til þess að
minnast atviks, sem gerðist suður í París fyrir rétt-
um i o árum, þegar undirritaður var sáttmálinn
um efnahagssamvinnu Evrópu. Með þeim sátt-
mála var komið á fót þeirri stofnun, sem með mjög
stirðu nafni er nefnd á íslenzku Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu og á ensku Organisation for
European Economic Cooperation — sem ekki er
mikið liðlegra — skammstafað OEEC.
larÖvegur sjálfshyggji-i n nar
Upp úr hvaða jarðvegi spratt þessi nýgræðing-
ur? Því er fljótsvarað. Upp úr jarðvegi hinnar
fyllstu sjálfshyggju hverrar þjóðar í efnahagsmál-
um. Hver þjóð hugsaði aðeins um eigin hag —
og einblíndi svo á það, sem hún hugði vera eigm
hag, að mönnum sást yfir það, hvað þeim var
sjálfum fyrir beztu. Löndin hlóðu um sig varnar-
garða til þess að vernda efnahag sinn, eins og það
var kallað. Engin verzlun sem heitið gæti gat átt
sér stað án samnmga milli ríkisstjórna. Höft á
höft ofan, það var útsýnið hvert sem augað leit.
— Allir voru þó fúsir til að flytja út vöru sína, en
ríkisstjórnunum var meinilla við að flytja nokkuð
inn á móti, — í sjálfu sér furðulegur hugsunar-
háttur, því að til hvers eru menn að framleiða út-
flutningsvarning, ef það er ekki einmitt til þess að
geta flutt það inn, sem þeim kemur betur?
Þetta ófremdarástand var að sjáfsögðu að nokkru
leyti afleiðing þeirrar röskunar, sem heimsstyrjöld-
in síðari hafði komið á allt efnahagskerfi álfunn-
ar. En nóg hefir styrjöldin á sinni könnu, þótt
henni sé ekki einni kennt um allt sem nuður fer.
Við skulum ekki gleyma því, að sjálfshyggjan í
efnahagsmálum — þetta, að vilja búa að sínu, hvað
sem hag nágrannans leið, — var arfur, sem Evrópa
átti frá árunum fyrir heimsstyrjöldina, þegar hug-
sjón hinnar frjálsu verzlunar hafði verið á undan-
haldi um nær áratug.
Safn efnahagslegra fornminja
Eg ferðaðist nukið um Evrópu á þessum árum
eftir heimsstyrjöldina, og á fjölda af vegabréfum
frá þeim árum, með tugum af áritunum um leyfi
td þess að fara landa milli, — maður komst ekki
inn í nokkurt land nema sitt eigið án áritunar, og
víða þurfti einnig sérstaka áritun til þess að sleppa
úr landi. Á milli þessara ántana eru athugasemdir
um útlenda peninga, sem sýndir voru á landamær-
um, eða skrá yfir skömmtunarmiða, sem manm
vorn afhentir, — og stundum kemur upp úr gömlu
peningaveski áminning um fallvaltleik fjármun-
anna, gamlir peningaseðlar, sem höfðu verið inn-
FIUÁLS VERZLUN — FYLGIRI'T
33