Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.05.1959, Blaðsíða 41
Eins clanhi er annars brauð segja hafcamennirn- ir, þeir sem alltaf hugsa í sérleyfum og bitlingum. Eins gróði er annars brauð g£tn venð kjörorð hinna, sem trúa á það, að meira athafnafrelsi og frjálsari viðskipti gefi bæði einstaklingum og heild- inni meira í aðra hönd. Ég ræddi um sameiginlega grundvallarhugsun fríverzlunarsvæðisins og tollabandalagsins. — Nú kem ég að þeim reginmun, að tollabandalagið kem- ur fram sem ein hedd út á við, það hleður um sig múra, háa eða lága eftir atvikum, og spillir að því leyti aðstöðu annarra til þess að komast inn á þenn- an markað. Innan tollabandalagsms eru þjóðir, sem fram til þessa hafa fylgt gerólíkri tollastefnu. Holland og ftalía hafa t. d. haft lága tolla, en Frakkland venð tollverndarríki. Nú á smámsaman á mörgum ár- um að jafna tollmúrinn hjá þeim öllum, lækka hann hjá Frökkum, en hækka hann á flestum svið- um, sennilega hjá öllum hinum. Áþreifanlegt dænn um þetta fyrir okkur ís- lendinga er það, að enginn tollur er á saltfiski á ftalíu, en töluverður í Frakklandi (og kannske em- hver í hinum löndunum fjórum, þótt það hafi hingað td skipt okkur litlu, þar sem þau eru ekki neytendur þeirrar vöru svo að neinu nemi). Þetta verður td þess, að nú verður konnð á saltfiskstolli á ftalíu, að vfsu lágum í fyrstu, en þó hækkandi ár frá án. Þetta getur orðið til að spilla fyrir verzl- uninni með þessa vöru almennt, auk þess sem það bætir aðstöðu Frakka í samkeppni við okkur. Þeirra fiskur er þó svo ólíkur okkar að gæðum, að varla er unnt að tala um sömu vöru, og því vafamál hve md<ið við höfum að óttast. Þjóðverjar hafa og í seinni tíð verið að ryðja sér nokkuð td rúms á ítalska saltfisksmarkaðinum. Óneitanlega væri nokkur hætta í því fyrir okkur, ef þeim skapaðist þar betn aðstaða í tollum en sú sem við höfum. Eins og framleiðslu íslands annarsvegar og tolla- handalagsríkjanna hinsvegar er háttað, er þarna að- alhættan af stofnun tollabandalagsins fynr okkur, og kemur það á móti þeim ótvfræða vinningi, sem er að því að sjá vin sinn og nábúa auðgast fyrir betri búnaðarhætti. Þann sama vmning öðlast öll hin þátttökuríkin í Efnahagssamvinnu Evrópu, en þau hafa einmg — og í miklu ríkara mæli en við — hagsmuna að gæta af því að verða ekki utan- gátta við markaðssvæði tollabandalagsins. Margar ástæður, þ. á m. t. d. hjá Bretum hags- munir á víðara svæði heimsveldisms brezka, hggja td þess að þessi lönd kæra sig ekki um að verða aðiljar að tollabandalagi Evrópu, en kjósa hina leið- ína, — fríverzlunarsvæði allra aðddarríkja að efna- hagssamvinnunni. — Þau eru þá frjáls um það, hvort þau hafa lága tolla eða háa gagnvart öðrum, s'm á milli myndu þau fella niður tollana af vörum framleicldum á fríverzlunarsvceðinu. Að öðru leyti mættu þau, ef þeim svo sýndist, fella niður alla tolla, annaðhvort gagnvart öllum eða tilteknum flokkum þjóða. Það væn t. d. ekki ósamræmanlegt fríverzlunarsvæðinu, þótt Bretar felldu niður tolla að einhverju eða öllu leyti á vörum frá brezka heimsveldinu, eða Norðurlönd kæmu upp tolla- bandalagi sín á milli, — eins og mikið er um talað, — og tækju Finnland með í það bandalag. Hugsunm hjá forvígismönnum fríverzlunar- svæðisms er sú, að tollabandalag Evrópu verði aðili að fríverzluninni. Hin skaðlegu áhrif tollmúranna út á við hyrfu því, að því er tekur til framleiðslu allra landa á frfverzlunarsvæðinu. Hér er það sem hnífurinn stendur f kúnni. Ems og ég gat um fyrr, gekk sáttmálinn um tollabandalagið í gildi um síðustu áramót að formi tl, og er ætlunin að farið verði að framkvæma ýmis efnisatriði hans frá næstu áramótum. Tdætlunin var sú, að samtímis hefði fríverzlunarsvæðinu verið komið til framkvæmda. En hér er margan vanda að leysa, og mikil undir- búnmgsvinna hefir venð unnin á undanförnum ár- um. Hvenær er vara, sem unnin er úr innfluttu hráefni, orðm að framleiðsluvöru þess lands, sem vinnur hana? Hvaða sérstöðu eiga landbúnaðar- vörur að hafa? Og fiskur og fiskiafurðir? Allir viðurkenna, að ýmis sérstök sjónarmið komi þarna td greina. Hvað um þau lönd, sem skcmmra eru komin FRJÁLS VERZLUN — FYLGIRIT 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.