Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.1959, Side 44
betri vörur fyrir lægra verð frá útlöndum og ís- lenzka vinnuaflið leitaði annað. Þarna sé ég enga hættu. 4. Hvað verður um tolltekjurnar? Hljóta þær ekki að hverfa að því er tekur til varnmgs frá frí- verzlunarsvæðinu? Sannleikurinn er sá, að þetta er ekki heimtað. Tollar, sem miðast við það að afla ríkissjóði tekna, mega haldast. Ef sömu vörur eru framleiddar mnanlands, yrði þó að leggja á þær til- svarandi framleiðslugjald, því að verndartollar væru bannaðir. Hvort horfið er frá tollum til annarra forma skattheimtu er annars aðeins fyrirkomulags- atriði. Það hefir að vísu þýðingu á sinn hátt, m. a. sálræna þýðingu, hvaða aðferð er höfð við skatt- heimtuna, en fjárhagslega er byrðin hin sama, hvaða skattheimtuaðferð sem notuð er. — Þarna vil ég og minna á það, sem mjög er syndgað móti í þessu landi, að þjóð sem lifir svo mjög á út- flutnmgsverzlun sem íslendingar, þarf að hafa lágt verðlag í landinu, og þarf að sníða tollapólitík sína eftir því. 5. Til þ ess að vera hlutgengir í fríverzlunar- svæðinu, verðum við að fórna innflutnings- og gjaldeyrisleyfa-farganinu eins og það leggur sig. 6. Sömu leið yrðu útfutningsstyrkir og ýmsir framleiðslustyrkir að fara. 7. Við yrðum að hætta verðbólgustefnunni og koma á heilbrigðu gengi. Ég fer ekki nánara út í þessi þrjú atriði. Ég hefi við önnur tækifæri rætt þau frá ýmsum hlið- um, og mun halda því áfram. I sem skemmstu máli get ég þó sagt, að einmitt þarna er okkur mest f>örf á f>vt að kúvenda frá núverandi stefnu, og það alveg án tillits til þess, hvort við tökum þátt í frí- verzlunarsvæðinu eða ekki. Hitt er mér að sjálf- sögðu Ijóst, að á þessu eru miklir pólitískir örðug- leikar, meðan mikill hluti þjóðarinnar skilur ekki, að henm er beinn fjárhagslegur hagur að því að losna við styrkina og höftin. 8. En hvernig fer með verzlun okkar við jafn- key-pislöndin, einkum f>ó löndin austan járntjalds, ef við tökum þátt í fríverzlunarsvæðinu? Ég sé af ræðu ráðherrans, að þetta hefir verið honum alveg sérstakt áhyggjuefni og að hann hefir látið leggja ríka áherzlu á það í París, að þarna þyrfti að leyfa okkur sérstöðu. Það er þess virði að eyða nokkrum orðum að þessu atriði. Afstaða mín td þess er gagnstæð af- stöðu ráðherrans, því að það veldur mér mjög litl- um — og mér er nærri skapi að segja engum — áhyggjum. Það sem skapar vandann er íhaldssam- ur hugsunarháttur, þetta, að sjá allt sem er í ein- hvern gloríu, eins og það sé eitthvað sem hljóti að vera. Lausnin er ósköp einföld, hún er sú, að útflytj- andinn fær umráð yfir þeim gjaldeyri, sem hann fær fyrir vöru sína. Fullkomin umráð eða umráð ínnan einhverra tiltekinna takmarkana, eftir því hve langt verzlunarfrelsið er á veg konuð. Útflvtj- andinn getur síðan notað þennan gjaldeyri sjálfur eða selt hann öðrum, t. d. banka þeim, sem hann skiptir við. Á þennan hátt myndast gengi fyrir hverja tegund jafnkeypisgjaldeyris, sem genr vör- um frá því landi fært að keppa við vörur frá öðr- um löndum á þeim sanngirnisgrundvelli, að mið- að sé við það, hvaða verðmœti í innflutningi komi í stað þess sem út er flutt. Sannleikurinn er sá, að réttarbót í þessa átt þyrfti að koma á, hvað sem öllu fríverzlunarsvæði líður. Ástandið í dag er það, að verðmælirinn sem not- aður er í jafnkeypis-viðskiptum er gjaldeyrir, sem í mjög mörgum tilfellum er á fölsku gengi. Þetta verður til þess, að á pappírnum lítur oft svo út, sem jafnkeypislöndin greiði miklu hærra verð en önnur lönd fynr íslenzkar vörur, — en undan- tekningarlaust verðum við að greiða þann mismun í hærra vöruverði eða lakari vörum í viðskiptum við þessi lönd. Ég er ekki að halda því fram, að við eigum að hætta viðskiptunum við jafnkeypislöndm, þessi við- skipti eru okkur nauðsyn. En við eigum ekki að skapa falskan áhuga fyrir þessum viðskiptum með því að verðlauna útflytjendur fyrir að senda vör- una þangað, sem gjaldeyririnn er minnst virði. Þvert á móti ber okkur að kappkosta að koma verzlunarmálum okkar í það horf, að allur útflutn- 44 FRJÁLS VERZLUN — FYLOIRIT

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.