Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.05.1959, Qupperneq 45
ingur fari þangað, sem við fáum mest fyrir hann i raunverulegum verðmætum. Það fer nú að verða ljóst, hverjar niðurstöður mínar eru. Við eigum að taka þátt í fríverzlunarsamningn- um þegar þar að kemur, ef tekið verður tillit til þeirra hagsmuna, sem við eigum að gæta um út- flutning fisks og fiskiifurða. Annars höfum við ekki um neitt að semja. En hvað sem öðru líður, hvort sem við verðum aðiljar að fríverzlunarsvæði eða ekki, eigum við sjálfra okkar vegna að taka upp friverzlunarstefnu. Engin önnur stefna samrýmist hagsmunum þess lands, sem hefir mesta utanríkisverzlun nuðað við íbúafjölda af öllum löndum í heimi. Röksemdirnar fyrir verndinni af styrkjum, toll- um og höftum eru margar og ísmeygilegar, en ég get fullvissað menn um, að þær eru ekki haldbetri cn röksemdirnar fyrir því forðum, að við mættum ekki missa þúfurnar úr túnunum. Vestrœn samvinna í framkvœmd Hinn 14. nóvember 1956 undirntuðu fulltrúar íslenzkra og brezkra utgerðarmanna samning í París um landanir í brezkum höfnum á afla íslenzkra fiskiskipa. Samningur þessi er merkilegur fynr margra hluta sakir. Fyrst er það, að með honum og yfirlýsingum þeim, sem fulltrúar Islands og Bretlands í Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) gáfu samtímis á vegum ríkisstjórna sinna á ráðsfundi, var endi bundinn á hina leiðu deilu við brezka útgerðarmenn, sem leiddi til löndunar- bannsins á íslenzkum fiski. Efm samningsins er og að mörgu leyti merkilegt, fyrst og fremst það, að hann er gerður til langs tíma, — óuppsegjan- legur í 1 o ár, enda þótt gert sc ráð fyrir að hann verði endurskoðaður á samningstímabihnu. Samn- íngunnn takmarkar að vísu það fiskmagn, sem ís- lenzk fiskiskip mega selja á brezkum markaði á hverjum tíma, en þar á móti kemur það, að ís- lenzku skipin fá nú jafnrétti við brezk í ýmsum greinum, þar sem áður var gert upp á milli, okkur að sjálfsögðu í óhag. Þá má loks nefna það, sem ekki er ómerkilegast, hvernig samningunnn er orð- inn til. Ég mun fyrst fara nokkrum orðum um hið síð- asttalda atriði. Það hefði einhvern tíma þótt undar- lega spáð, að brezka heimsveldið sætti sig við það að taka lausn viðkvæms deilumáls við eitt minnsta ríki veraldar til meðferðar í alþjóðastofnun, í „sátta- nefnd“ undir hlutlausu forsæti, þar sem litið væn á Davíð og Golíat sem nákvæmlega jafnréttháa að- ilja. En það var þetta, sem gerðist í Efnahagssam- vinnustofnuninni. Þáverandi útvegsmálaráðherra íslands, Ólafur Thors, tók málið mjög skörulega upp á ráðsfundi haustið 1952, og síðan hömruðu fulltrúar íslands í stofnuninni á því við hvert tæki- fæn, sem gafst, hvílíkum raneindum við værum beittir mcð löndunarbanninu. Ennfremur vildi það happ til, að nokkrir þingmenn í Evrópuráðinu kærðu Island fyrir stækkun landhelginnar. Sú kæra varð til þess, að Hans G. Andersen sendiherra samdi tvær „hvítar bækur“ um málið á vegum ríkisstjórnarinnar. Þær bækur vöktu mikla aðdáun erlendra manna, sem vildu kynna sér málið, enda er þar haldið á máistað Islands af rökfestu, þeklt- mgu og einurð. I nóvember 1954 léði fulltrúi Svisslendinga, Gérard Bauer sendiherra, máls á því í stjórnar- nefnd stofnunarinnar, að þessi deila væri öllum aðildarríkjum til minnkunar. Stofnunin yrði að hafa forgöngu að því að fá löndunarbanmð leyst, því að það væn blettur á efnahagssamvmnu ríkj- anna. Þetta varð til þess, að nokkru síðar var ráðs- PRJÁLS VKIÍZLUN — FYLGIRIT 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.