Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.12.1960, Blaðsíða 4
Páll Líndal, lögfr.: rrMá þeim bregða mikið við" Þæftir á víð og dreif um brunna í Reykjavík Inngangur Fáar framkvæmdir í Reykjavík hafa valdið jafn- mikilli breytingu á daglegum liögum manna og lagning vatnsveitunnar. Hinn 16. júní 1909 var í fyrsta skipti hleypt vatni í vatnsveitukerfi Reykja- víkur, en 2. október sama ár var hleypt í það vatni alla leið frá Gvendarbrunnum. Ekki verður séð, að þessi áfangi á framfarabrautinni hafi þótt miklum tíðindum sæta i blöðum þeirra tíma. Þar sem yfirleitt þótti taka því að skýra frá þessu, voru fréttirnar næsta stuttaralegar, einna ýtarlegastar í Fjallkonunni, svohljóðandi: „Reykjavíkurvatnsveitan er fullgerð þessa dag- ana. Nú geta íbúar höfuðstaðarins þambað ASalstræti 1896. Vatnsflutningur ó handvagni vatnið úr Gvendarbrunnum, hvenær sem þeim lízt, ef ekkert bilar. Má þeim bregða mikið við eftir brunnvatnið, sem flestir urðu að sætta sig við áður. Sumarmánuðina hafa þeir haft vatn úr Elliðaánum. Pípurnar úr Gvend- a.rbrunnum voru skeyttar við í síðustu viku.“ Hér var vissulega um mikil viðbrigði að ræða. Hingað til höfðu Reykvíkingar orðið að notast við brunna, misjafnlega góða, og aðalvatnsból fram til þessa verið hið sama, og talið er, að Ingólfur Arnar- son hafi notazt við í árdaga íslenzkrar sögu. Rar er nú gangstéttin fyrir framan Aðalstræti 9. Á íslandi hefur öflun neyzluvatns aldrei orðið slíkt vandamál sem í ýmsum þéttbýlli löndum. Menn hafa þó alla tíð kunnað hér að meta hvílíkt hagræði væri að góðum vatnsbólum. Lenei munu enn uppi vatnsvígslur hins sæla biskuos Guðmund- ar Arasonar, sem umkringdi „landið nálega með vatnsvígslum og heilsugiöfum . . . Þar sem eigi voru fagrir brunnar, vígði hann rennandi vötn eða vöð mönnum til farsældar." Svo segir í sögu biskups, er samdi Arngrímur ábóti. í Reykiavík hafa tvö vatnsból verið kennd við lu’nn áeæta biskup. bæði Gvendarbrunnur. sem var þar nálægt sem nú er Höfðaborg við Rorgartún, og himr ágætu Gvendarbrunnar. sem um getur í unnhafi þessa máls og eru í landi Hólms. í fornum bókmenntum þykir sialdan hæfa að geta hversdagsleera hluta. nema óhíákvæmileet sé veena framvindu söeuefnis. f fornsögnm seCTir bví fátt. eitt um brunna. en í fornlögnm. bæði í Gráeás og Jonsbók er að finna nokkur ákvæði. einkum til að trvegia ótrufluð afnot vatnsbóla. Akvæði Jóns- bókar revndust haldgóð í meira laei, því að sum þeirra eiltu frá 1281 og allt til 1923, er vatnalögin voru sett. Um brunneerð ætla ée, að ekkert sé að finna í prentuðum heimildum, fyrr en í ritinu Atla, sem 4 FRJÁLS VKRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.