Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 6

Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 6
Vatnið sótt . . . þegar Innréttingar Skúla kom- ust hér á fót, að því er Eggert Ólafsson gefur til kynna í ferða- bók sinni. Hins vegar er það vafalítið, að þessi brunnur hefur verið vatnsból Ingólfs og eftirmanna lians. Það má og ætla af Jarða- bók Arna Magnússonar, að ná- grannabæirnir á Seltjarnarnesi hafi verið að meira eða minna leyti háðir þessu vatnsbóli, og virðist það haldast eftir að fólki fer hér að fjölga með stofnun Innréttinganna upp úr miðri 18. öld. Eftir að Reykjavík verður sérstakt lögsagnarumdæmi 1803 má sjá, að aðalútgjöld bæjarins eru vegna þessa sama brunns. í skjalasafni bæjarfógeta, er að finna það, sem kallað er (á dönsku eins og þá var siður): „Repartition og Beregning over IJdgifterne ved Reykevigs Byes Vandvæsen i Aarene 1803, 1804 og 1805.“ A þessu þriggja ára tímabili eru útgjöldin alls 47 ríkisdalir, 72V2 skildingur. Þar er fyrst að nefna, skv. fylgiskjali nr. 1: „Nedsat en ny Vandpost som ifölge Kiöbmand Petræus’ vedlagte Quittering No. 1 har kostet Rbd. 20.00“. Þá er að finna greiðslu fyrir vinnulaun smiða, sem unnið hafa við póstinn, og greiðslu til Monsér Teits Svendsen, eins og hann er kallaður, fyrir eftir- lit með verkinu. Meðal þess, sem Teitur þurfti að líta eftir, var vinna fanga við að hreinsa brunninn, því að á yfirlitinu stendur: „For 4 Tugthuuslemmer til at rense Brönden m. v. 1 Rbd.“ Þetta var meðal útgjalda 1803, en 1804 þurfti ekki miklu til að kosta. Einu útgjaldaliðirnir eru: „100 stk. 3 tommes Söm“ og „en ny Pompestang“, og kostaði hvort tveggja 3 rd. og 48 sk. Næsta ár þurfti einnig mjög litlu til að kosta. Helzt var það viðhald, sbr. fskj. nr. 5: „En af Spandene beslaaet, har kostet 24 sk.“ Til þess að fá þennan kostnað endurgreiddan hef- ur bæjarfógeti jafnað honum á bæjarbúa, og er mér ekki ljóst, hvaða reglum hefur verið fylgt í því efni, né hvaða heimildir hafa verið til slíks. Hinn 13. janúar 1806 undirritar Frydensberg bæj- arfógeti skrá um niðurjöfnunina. Þar má m. a. sjá eftirfarandi: Áðurncfndur Teitur Svendsen (þ. e. Teitur Sveinsson vefari) er lægstur gjaldenda; greiðir að- eins 48 sk., en næstlægsti gjaldandi er Madame Bruun (þ. e. ekkja Sigvards Bruun ,,tuktmeistara“). Ilún greiðir 54 sk. Meðal annarra gjaldenda má nefna Assistent Zoega (þ. e. Jóhannes Zoega síðar ,,tuktmeistara“), sem greiðir 1 rd. og 6 sk., Ilöker John Gislesen (þ. e. Jón Gíslason ,,borgara“), sem greiðir 1 rd 48 sk. og Höker Egil Sandholt (þ. e. Egil Ilelgason Sandholt ,,borgara“), sem greiðir 1 rd. 6 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.