Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 7
Iiæstu gjaldendur eru erabættismenn og kaup-
menn: Landphysicus Ivlog (j>. e. Tómas Klog land-
læknir) greiðir 2 rd., en hámarksgjald, sem er 3 rd.,
greiða t. d. Trampe greifi, stiftamtmaður, Frydens-
berg bæjarfógeti, Kiöbmand Petræus, Factor Faber,
den Randerske Handel o. fl.
Lögregluþjónar bæjarins (,,Politibetienterne“),
eru taldir sem einn gjaldandi, og greiða alls 1 rd.
Bæjarstjórn og vatnsmálin
Viðfangsefni Reykjavíkurbæjar voru ekki marg-
brotin fyrstu áratugina, en meðal þeirra helztu voru
vatnsmálin eins og áður er vikið að. Þau þykja
meira að segja svo miklu varða, að á öðrum ára-
tug aldarinnar var kosinn á borgarafundi sérstakur
maður til að fara mcð stjórn vatnsbólanna, svo
nefndur „Vandinspektör“. Fyrstur valdist til þess
starfs Henrik N. Melby beykir.
Eftir að bæjarstjórn tók hér til starfa árið 1836,
lenti það að sjálfsögðu í hennar verkahring að ann-
ast þcssi mál, og hefur sá háttur haldizt síðan.
Ekki verður séð af fundargerðum bæjarstjórnar
allt fram til aldamóta, að nokkru sinni hafi verið um
það rætt, að lögð yrði vatnsveita um bæinn. Ekki
hef ég heldur séð, að slíkt hafi verið rætt í blöðum,
a. m. k. ekki þannig að það vekti nokkurn áhuga
eða umræður. Vitað er þó um einn mann, sem velti
þessu nokkuð fyrir sér og gerði meira að segja
áætlun um vatnsveitu í Reykjavík. Þessi maður
var Sigurður Guðmundsson málari. Hann hafði ver-
ið við nám í Kaupmannahöfn um þær mundir, sem
vatnsveita var lögð þar, þ. e. upp úr 1850. Þessar
framkvæmdir hafa augljóslega vakið áhuga Sig-
urðar á því að hrinda af stað vatnsveitufram-
kvæmdum í Reykjavík. Frá áætlunum Sigurðar er
sagt í riti K. Zimsens: „Ur bæ í borg“. Þessar hug-
leiðingar Sigurðar komust ekki á almannavitorð
fyrr en fyrir fáum árum, og hefðu sjálfsagt á sínum
tíma verið taldar hrein skýjaglópska.
Reykvíkingar höfðu því gamla lagið á og notuð-
ust við brunnana, en lengst af aldarinnar voru aðal
vatnsbólin þessi: brunnurinn í Aðalstræti, er áður
getur, bakaríispósturinn við Bankastræti, rétt neð-
an við Bankastræti 2 (Bernhöftsb.akarí) og svo
Skálholtskotslind, þar sem nú er garðurinn norðan
Miðbæjarskóla.
Við vatnsbólin
Hér myndaðist allsnemma sérstök stétt manna,
er gerði sér það að atvinnu að bera vatn frá vatns-
bólunum til heimilanna. Þetta voru vatnsberarnir, er
hafa tryggt sér nú þegar sæmilcgan sess í bók-
menntum og myndlist þjóðarinnar. Um þetta fólk
má segja, að margt af því þótti einkennilegt í meira
lagi, og hefur Sæfinnur með sextán skó, sem svo
var kallaður, orðið einna frægastur úr starfshópi
þessum, og eru af honum miklar sögur.
A þessum tíma var almennur fréttaflutningur í
fátæklegra lagi. Hér komu út síðari hluta aldarinn-
ar, sem leið, nokkur vikublöð, sem nú þættu lítil
svölun fréttaþyrstum. Blöð á borð við þau viku-
blöð, sem nú þykja fréttafróð um hag náungans,
þekktust þá ekki, en til útbreiðslu slíkra tíðinda
reyndust vatnsbólin hin ákjósanlegustu skiptiborð.
Auk þeirra, sem höfðu atvinnu af vatnsburði,
hittust við vatnsbólin fulltrúar allflestra heimila í
bænum, þannig að ekki var til annar vettvangur
áhrifaríkari til fréttaflutnings.
Oft vildi slá í brýnu við vatnspóstana, enda hefur
biðraðamenning löngum átt erfitt uppdráttar á ís-
landi. Varð þarna oft orðaskak, pústrar og hrind-
ingar, og voru ekki íslendingar einir í þessum
átökum.
Annan hvítasunnudag árið 1871 sezt einn velmet-
inn Reykvíkingur niður og skrifar lögreglustjóra
bréf á þessa leið:
„Ég lief um hríð hérna úr gluggum mínum
á þessum morgni horft á franska fiskara her-
taka vatnspóstinn hér í Aðalstræti, þurrpósta
hann og hrifsa og fleygja vatnsfötum bæjar-
manna, er þær voru bornar að króknum til
að pósta í þær vatni.
Milli fyllingar á hverri ámu hafa þeir hleypt
bæjarmönnum að. Ég vildi því aðeins leyfa
mér að spyrja, hvort búið sé að heimila og
afhenda vatnspóst þennan frönskum fiskur-
um, og ef svo er, hví það sé þá ekki auglýst.
Sé pósturinn sem fyrr bæjarins eign og bæjar-
manna, þá leyfi ég mér að segja, að ég vona,
að pólitístjórnin láti ekki þetta óskiljanlega
útlán á þessu aðalvatnsbóli bæjarins ganga
svo langt, að það sé auðsjáanlega eyðilagt
eftirlitslaust, og að þessurn útlenda skríl sé
jafnframt liðið að meina bæjarmönnum
vatnssóknina nema eftir hentugleikum og vel-
þóknun franskra fiskara.“
Bréfritari var enginn annar en Jón Guðmunds-
FRJÁLS VERZLUN
7