Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 12

Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 12
hafa fengið lóðir sama sem gefnar, og síðan hefur gatnagerðin dregizt mjög aftur úr, þar sem kaup- staðirnir hafa ekki haft fjármagn til að Iagfæra götur að „gefnum“ lóðum. Og í lleykjavík hefur jafnvel ekki verið hægt að fullnægja eftirspurninni eftir lóðum af sömu ástæðum. Nú hefur að nokkru verið tekin upp ný stefna, þar sem menn eiga að greiða eitthvað fyrir lóðir, sem þeir fá, en þetta gjald mun vart nægja fyrir malargötum og nauð- synlegustu leiðslum, svo að endanleg gatnagerð verður eftir sem áður að dragast úr hömlu. Einkennileg þjóð, íslendingar, að hafa smekk fyrir að byggja hús, sem jafnvel mega kallast skrauthýsi, við götur, sem eru alsettar pollum í vætutíð, en eins konar „ryknámur" í þurrkum. Skyldi ekki einhverjum góðborgaranum hafa dottið í hug, að nær hefði verið að leggja 100.000 krónum minna í stóru íbúðina, en búa í þess stað frá upp- hafi við malbikaða götu og hellulagða gangstétt, eins og almennt gerist hjá bjargálna fólki í menn- ingarlöndum? Þessi upphæð, 100.000 krónur, er aðeins tekin hér sem dæmi. Fyrir gatnagerðina ætti að greiða eftir stærð lóðarinnar og hússins, sem á henni væri reist (ákveða þyrfti eitthvert hlutfall þar á milli). Þá kæmi mun minni greiðsla í hlut þeirra, sem byggju í fjölbýlishúsum, og sjálfsagt þyrftu þeir að greiða meira, sem fengju stóra lóð fyrir reisu- legt einbýlishús. En er það ekki réttlátt — kosta vörur ekki því meira því dýrari sem þær eru í framleiðslu? í Reykjavík mun nú hægt að fullnægja eftir- spurninni eftir lóðum fyrir fjölbýlishús, en eftir- spurnin eftir lóðum fyrir einbýlishús er ennþá mun meiri en framboðið. Það hefur lengi verið mikið deilumál hvaða húsastærðir ætti einkum að reisa. Hús fyrir eina, tvær og þrjár fjölskyldur, svo og fjölbýlishús eiga að sjálfsögðu öll rétt á sér. Þó með þeirri veigamiklu undantekningu, að gera ætti það að skyldu, að öll ný hús, hærri en þriggja liæða. hefðu lyftu. Afleiðingin af þessu yrði sú, að 4—6 hæða íbúðarhús vrðu vart byggð, og er lítið við það að athuga. Þegar menn væru farnir að borga allan kostnað sem leiðir af lóðaúthlutun og fullkominni gatna- gerð, þá væri nauðsynlegt og sjálfsagt að fullnægja eftirspurn eftir öllum tegundum lóða, enda væri þá engum ?efið neitt lengur. En búast má við, að æ fleiri vilji koma sér upp einbýlishúsi, eftir því sem velmegun þjóðarinnar eykst. Stöðugt vaxandi n bifreiðaeign almennings mun eiga mikinn þátt í þeirri þróun. Stærð lóða er bezti mælikvarðinn á gildi þeirra, þótt ekki sé hann einhlítur. Hornlóðir, verzlunar- lóðir og Ióðir, sem af öðrum ástæðum eru sérstak- lega eftirsóttar, má ekki „selja“ á venjulegan hátt, þar sem þær eru mun verðmætari. Eftir einhverj- um ákveðnum reglurn þyrfti að bjóða slíkar lóðir upp og „selja“ hæstbjóðanda. Myndi þannig nást verulegt fjármagn, sem eðlilegt væri að nota til að fullgera helztu umferðaræðar og ganga frá opnum svæðum. En fé sem fengist vegna hinnar almennu „lóðasölu“ myndi að sjálfsögðu ekki nægja til þeirra framkvæmda. í sambandi við uppboð á sérstaklega eftirsóttum Ióðum, á vegum hins opinbera, verður þó að taka fram, að það væri óheiðarlegt af viðkomandi að- ilum að takmarka mjög framboð þeirra til að halda verðinu sem hæstu. Sjálfsagt mætti finna sanngjarna lausn á því vandamáli, en núverandi ástand í þessum málum er óviðunandi. Þegar „lóðasala“ er farin að skapa grundvöll fyrir fullkominni gatnagerð, þá verður jafnframt að finna leiðir til að brúa bilið milli fullgerðra og ófull- gerðra gatna; en það hefur stiiðugt farið breikk- andi á undanförnum árum. Samkvæmt þessu nýja skipulagi mætti hugsa sér, að götur yrðu alltaf fullgerðar innan tveggja eða þriggja ára frá því að lóðum hefði verið úthlutað (af hagkvæmniástæð- um þurfa húsin a. m. k. að vera fokheld, og helzt af öllu frágengin að utan, áður en endanleg gatna- gerð fer fram). Ekki sýnist ósanngjarnt, að þeir sem þurfa að bíða einu ári lengur borgi 9/10 af gatnagerðinni og þannig smáminnki upphæðin. Þeir, sem hafa beðið meira en áratug eftir fullkominni gatnagerð ættu samkvæmt þessu ekkert að borga, nema gangstéttargjaldið, frekar en verið hefur, enda væru þeir, eða fyrri eigendur viðkomandi húsa, búnir að fá sinn skammt af óhagræðinu af malar- götum og gangstéttaleysi. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.