Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 13

Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 13
Kristinn Hcílldórsson, Siglufirði Landnám Svía í Siglufirði Norðmenn voru stórvirkastir við að reisa Siglu- fjörð á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. Þeir riðu á vaðið. Þeir komu með liið nýja, stórvirka veiði- tœki, herpinótina, til Siglufjarðar 1903, cn tilraunir til veiða misheppnuðust. Þeir komu aftur 1904, og þá var lukkan með þeim: þeir veiddu ágætlega, herpinótin gaf góða raun, það var undravert hvað liægt var að veiða af vaðandi síld í þetta nýja verkfæri. Þótt Norðmenn séu upphafsmenn herpinótaveiða hér við land, svo og frumherjar að söltun og bræðslu síldar á Siglufirði, þá hafa fleiri þjóðir, útlendar, komið þar við sögu. Má þar nefna Dani og Svía. En þótt hlutdeild þeirra síðastnefndu sé mjög lítil, miðað við brautryðjendastarf Norðmanna við að gera Siglufjörð að stórfelldum síldarbæ, þá er ekki ástæða til að framtak þeirra gleymist með öllu, og þar sem tclja má sennilegt, að upplýsingar um hina fyrstu, sænsku síldarútgerð frá Siglufirði séu í fárra manna höndum nú orðið, hefi ég fest á blað nokkur orð um hinn fyrsta leiðangur er Svíar sendu hingað til Siglufjarðar árið 1905. Og sú viðlcitni er nokkrir Svíar sýndu til að ná fótfestu í Siglufirði, varð forsenda þess að Engström kom þangað nokkr- um árum síðar. En þaö var reyndar Norðmaður, sem átti frum- kvæðið að þessum fyrsta síldarleiðangri Svía til ís- lands. Maður þessi var Edvin Jacobsen útgerðar- maður frá Fosnavaag í Noregi. Jacobsen var í hópi hinna fyrstu Norðmanna, er komu til Siglufjarðar 1904 með hið nýja veiðitæki þeirra tíma, herpinót- ina. Þetta veiðarfæri olli byltingu í síldveiðinni. Aður en herpinótin kom til sögunnar voru síld- veiðar takmarkaðar við veiðar í lagnet og landnæt- ur inni á fjörðum og víkum, og reknetin voru þá lítt þekkt og reynd og þóttu misfiskin, ýmist sukku vegna ofveiði eða glötuðust, ef veður spilltust. En hið nýja tæki, herpinótin, er heppilegt til að veiða vaðandi síld á opnu hafi, hvar sem vera skal, þegar veðurskilyrði leyfa. — Og aflinn getur skipt hundruðum tunna eða mála í hvcrju ein- stöku kasti. Svo afkastamikið veiðarfæri hafði aldrei þekkzt fyrr. Norðmenn komu með herpinótina til Siglufjarðar 1903, sem fyrr segir. Veiðitilraunir mistókust, en þeir urðu reynslunni ríkari, og árið eftir komu þeir aftur, og þá heppnaðists veiðin með þessu nýja tæki: Nýtt tímabil liefst í Siglufirði, Norðmenn taka sjávarlóðir á leigu og byggja liin fyrstu plön og bryggjur. En fyrstu árin söltuðu þeir þó mikið af síld um borð í birgðaskipum, er lágu hér í höfn- inni sumarlangt. Þetta voru stórar skonnortur eða barkar, svonefndir „lektarar". Þar fengu hinar sigl- firzku stúlkur sína fyrstu æfingu í að kverka síld á skipsfjöl. Þar um borð var oft glatt á hjalla. Hinn góði árangur, er herpinótin gaf 1904, varð til þess að Norðmennirnir höfðu mikinn viðbúnað árið eftir og hver af öðrum tóku þeir sjávarlóðir á leigu á Hvanneyrinni og undir Hafnarbökkum og hófust handa um að byggja síldarplön, bryggjur og síldarhús, en söltun um borð í birgðaskipum hélt þó áfram næstu árin, sökum aðstöðuskorts í landi. Hér varð að byggja allt frá grunni. Jacobsen var í hópi þeirra fyrstu er fékk sér að- stöðu í landi, og hann reisti svonefnda Jacobsens- stöð. Hann rak útgerð frá Siglufirði í áratugi og var vel rnetinn af öllum, er hann þekktu. í byrjun árs- ins 1905 vann Jacobsen að því að kynna Svía nokkr- um, er hann þekkti, hina góðu aðstöðu, sem hann taldi vera í Siglufirði til að stunda síldveiðar með herpinót, m. a. benti hann á hina sérstæðu og af- bragðsgóðu höfn og ágætu legu staðarins yzt fyrir miðju Norðurlandi. Þessi viðleitni hans varð til þess, að Adolph J. Solbu forstjóri í Gautaborg ákvað að gera út leiðangur til íslands sumarið 1905. Solbu leigði skonnortuna „Pilen“ frá Stavanger, er skyldi vera birgðaskip og verkunarstöð, ennfrenr- FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.