Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 15
nýir aðilar, nýir markaðir, og síldin seldist til fleiri
landa. IJað var því ekki nema eðlilegt að þegnar
helzta síldarneyzlulandsins hefðu liug á að taka
þátt í hinu mikla kapphlaupi um Norðurlandssíld-
ina, sem hófst með tilkomu herpinótarinnar 1904.
Og sú staðreynd að Solbu forstjóri fékk ekki
sænsk tryggingafclög til að tryggja farm og útbún-
að hins fyrsta sænska síldarlciðangurs, sýnir hve
Island var um þctta leyti fjarlægt og óþekkt á
meðal Svía. En Norðurlandssíldin kynnti ísland þar
ytra. Ilún þótti afbragðs Ijúffeng fæða á matborði
Svíans, sem fór að gefa gaum þessu norðlæga og, í
lians augum, mjög fjarlæga landi.
Sænskir síldarkaupmenn, skipamiðlarar, fiski-
menn og forvitnir ferðalangar og ævintýramenn
lögðu á hafið og leituðu til Siglufjarðar á sumrin.
En það var aðeins einn Svíi er reisti stóra síldar-
stöð í Iandareign Siglufjarðar. Það var John Wedin
frá Stokkhólmi. Hann eignaðist sjávarlóð þá, sem
frumhcrjinn Mannes hinn norski hafði tekið á leigu
1903, og sem landar hans Hareide og Garshoe urðu
eigendur að ári síðar en seldu svo Wedin. Lóð þessi
er á austanverðri Hvanneyrinni, á milli Gránu-
bryggju og Hinriksensstöðvar. Þar reisti Wedin
síldarstöð og síldarhús. Síðar reisti hann snoturt
íbúðarhús á brekkunni fyrir ofan eyrina, og var
hús hans ýmist nefnt Wedinshús eða Wedinsvilla.
Engström kallaði Wedin „sænska landnámsmann-
inn á Siglufirði“, og er það réttnefni, þótt ekki ætti
hann fyrstu sænsku síldarútgerðina, er þangað sótti
veiðar, sbr. það sem að framan segir.
Wedin var dugmikill athafnamaður og vænn
höfðingi, og það var hann sem bauð nokkrum sænsk-
um kunningjum sínum til Siglufjarðar sumarið
1911, en þekktastur þeirra mun hafa verið teikn-
arinn og húmoristinn Albert Engström. íslandsferð
á þeim dögum þótti mikið ævintýri.
Engström skrifaði nokkuð um dvöl sína í þess-
um norðlæga síldarbæ, er þá var í bernsku og allur
hálfkaraður, en hvort það, sem úr penna hans flaut,
gaf rétta og sanngjarna mynd af staðnum, skal
ósagt látið, því fyrir Engström vakti fyrst og
fremst að skapa húmor, sem „krassaði“ á við vel
kryddaða „Islandssill“. Og samlíkingin á Siglufirði
og Dawson City í Klondækhéraði var einkar hand-
hæg og nærtæk. Og flest húsin í hinum hraðbyggða
síldarbæ eru klædd bárujárni, „bölgeblik“, scm í
augum hins sænska húmorista er skáldlegt og kát-
legt í senn!
En í augum okkar, hinna „innfæddu“, voru hin
járnklæddu timburhús tákn þess, hve framfarirnar
komu snemma í Siglufjörð. Norðmenn og Svíar
fluttu óteljandi skipsfarma af timbri hingað til að
byggja síldarplön, bryggjur, síldarhús og íbúðarhús,
og hinir „innfæddu“ nutu góðs af. Timburhúsin
þutu upp í Siglufirði, flest síðar klædd bárujárni.
Þetta voru framfarir, á sama tíma og mikill hluti
annarra landsmanna bjó í moldarkofum, — og
svo vill til, að síðasti torfbærinn, sem reistur var
í Siglufirði, var byggður þar 1911, einmitt árið sem
Engström kom þangað!
Og tuttugu og þrjár ölknæpur eru í síldarbænum,
segir Engström, og þær allar vel sóttar af Norð-
mönnum og Færeyingum í landlegum!
En menn athugi, að það hefir hent margan ferða-
langinn að sjá tvöfalt í Siglufirði! Ekki er heldur
salt í öllum tunnum sem skipað er á land í Siglu-
firði á þessum árum, vitaskuld!
Og konurnar kverka og salta og slógbingirnir
flæða um plönin, blóð og síldarhreistur þekur allt
og alla! Og hjálpræðisherinn syngur og tárfellir í
stóra samkomutjaldinu í miðri önn liins siglfirzka
sumars! Og hefir nokkur fundið heita og gufumett-
aða grútarlykt frá honum Goos? Á þessum tíma var
Goos með bræðslu sína í stóru járnskipi úti á höfn-
inni, en nokkurum árum síðar var hann búinn að
ná fótfestu í landi, og þá hefði Engström haft gott
af því að finna dauninn af dúkapressunni í bræðsl-
unni hjá honum Sören Goos!
Ferðalangurinn Engström gengur um plönin þar
sem síldin berst að til löndunar. Það er sumar og
sól og síld í Siglufirði!
Sjórinn virðist flöskugrænn á milli síldarbryggj-
anna, skvampið við staurana er þægilegt, fuglalif
mikið hér við höfnina, því nóg er um æti. Brún-
menguð lýsisbrák og grútarflekkir fljóta hér og þar
á sjónum, og við sjávarmálið eru allir bryggju-
staurar löðrandi í lýsi og grút. Sólargeislarnir lið-
ast glampandi um lygnan vatnsspegil innri hafnar-
innar, en utar á firðinum er hafið dimmblátt.
Fjallahlíðarnar eru fagurgrænar, giljadrög og fell
eru sveipuð hinni silkimjúku blámóðu síðsumars-
ins, og víða teygja sig iðjagrænir rindar alla leið
upp undir fjallabrúnirnar. Austan fjarðarins eru
hæstu tindarnir krýndir nýföllnum snjó. Langt i
suðri gnæfir Hólshyrnan, sveipuð grænni, blárri og
rauðri sumarskikkju, tignarleg og heilsteypt. Höfn-
in er full af norskum og sænskum skipum, það er
ys og þys á sildarplönunum. Hlátrasköll stúlkn-
anna við síldarstampana kveða við, högg díxil-
lí'RJÁLS VERZLUN
15