Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 19

Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 19
helztan nefna Giuseppe di Stefano, er söng hlut- verk Richards í Grímudansleiknum, svo og þá Carlo Bergonzi, Ettore Bastianini, Ludwig Welter og W'alter Xreppel, en af söngkonum þær Anton- ietta Stella, Giulietta Simionato og Leontyne Price, en hún söng hlutverk Aidu með svo stórfenglegum hætti, að aldrei mun gleymast. Ríkisóperan í Vín er stórglæsilegt hús, uppliaf lega reist á árunum 1861—9, en var eyðilagt að mestu í síðustu heimsstyrjöld eins og flestar stór- byggingar í Vín. Óperan var endurreist og vígð að nýju við mikla reisn árið 1955, og þótti það með beztu fréttum hjá tónlistarunnendum víða um heim, enda kom margt stónnenni til að vera við þá vígslu. II. Aðalgata Vínar er Kárnterstrasse, en við Step- hansplatz stendur hin fornfræga dómkirkja heilags Stefáns, Stefánskirkjan (Stephansdom). — Þangað leggja margir lcið sína, enda stórfögur bygging og merkileg, og reist í núverandi mynd að mestu á 14.—15. öld, þótt saga hennar hefjist að vísu þegar á fyrri hluta 12. aldar. Úr einum turna hennar er geysigott útsýni, sést þaðan um allt nágrenni borgarinnar. í turn þennan er farið í lyftu einni, nýtízkulegri mjög. Stefáns- kirkjan var stórskemmd í stríðinu, en cr nú að mestu endurbyggð, þótt. ég rækist að vísu á vinnu- flokka í henni, er ég kom þar inn. Iíæsti turn kirkjunnar er 136 metrar og hefur Iöngum þótt gott skotmark fyrir óvinahcri þá, er að borginni hafa sótt, og talið það brýna nauðsyn til tryggingar heimsfriðnum, að leggja slíka borg sem Vín í rúst hvað eftir annað. — Tyrkir skutu á turninn í umsátrinu mikla 1683, féll þá hin fcikn- þunga kirkjuklukka á gólf niður og þar í þúsund mola. — Voru brot þessi tínd upp með mestu ró og gerð af ný klukka, þó sýnu minni. Þannig finnst mér Vínarbúinn koma fyrir sjónir ferðamannsins. — Stríðsmenn vaða yfir Austurríki, reyna að leggja Vín í rúst, tekst það oft að miklu leyti, en Vínarbúinn tekur til við að tína upp brot- in, æðrulaus, en ákveðinn í því að reisa af rúst- unum nýja Vín, kannske ekki alveg eins og þá gömlu, en háborg listarinnar skal hún vera afram, hverju sem fram vindur. Stundum leitar sú spurning á ferðamanninn í Vín, livort hciminum sé við bjargandi, þegar borg eins og Vín er lögð í rúst æ ofan í æ. En svarið er ef til vill að finna í svip Vínarbúans, er hann starf- ar að endurbyggingunni, því að ekki er að sjá, að hann beri haturshug til neins af þeim, er sendu eyðileggingarheri sína í borg hans, og verður þá að segja, að máttur fyrirgefningarinnar sé mikill. Ivarlskirkja er merk kirkja í Vín. Þar rakst ég á einkennilegt skilti inni í kirkjunni. Á það er letrað: „Þetta er ekki safn, heldur kirkja, sá sem ekki getur beðið, gjöri svo vel að hverfa héðan út“. — Kirkjunnar menn virðast vera orðnir dálítið þreytt- ir á rápi meira og minna heiðinna ferðamanna, og virðast vilja láta sóknarbörn sín hafa þar allan rétt, svo sem eðlilegt er. Margir skemmtigarðar eru í Vín, sér í lagi kunni ég vel við mig í Stadtpark. Þar var margt um manninn þessa góðviðrisdaga í miðjum september. Mikið er um fugla þarna. Margir skólapiltar sitja jafnvel þar með bækur sínar; þannig sá ég t. d. pilt einn sitja með flókna stærðfræðiúrlausn á bekk, en forkunnarfagur páfugl horfði á og lét sér fátt um finnast. Það fer eigi fram hjá ferðamanni í Vín, að íbú- unum þykir vænt um borgina sína. Þeir ganga um með bros á vör, kurteisi þeirra er við brugðið, og FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.