Frjáls verslun - 01.12.1960, Síða 21
Nýja Sjáland er langt frá öðrum löndum. Næsti
nágranninn er meira en 1000 km í burtu og
Evrópasía, Afríka og Norður- og Suður-Amer-
íka eru allar hinum megin á hnettinum. Bretar,
sem Nýsjálendingar hafa nánust efnahagsleg og
menningarleg tengsl við, eru í rauninni andfætlingar
þeirra. Þó er Nýja Sjáland nokkru nær miðjarðar-
línu en Bretland. Þrátt fyrir þessa fjarlægð frá um-
heiminum er Nýja Sjáland háþróað land og 1 ífskjör
eru þar betri en víðast annars staðar.
íbúarnir eru nú um milljón og þar af eru
frumbyggjarnir, Maoríar, um 150 þús. Gagnkvæm
virðing ríkir milli þessara tveggja þjóðarhluta, og
er því ekki við nein kynþáttavandamál að etja.
Landið er 268 þúsund km2 og því litlu strjálbýlla
en Noregur, en í Evrópu ér ísland eina landið, sem
en strjálbýlla en Noregur. Landsbúar eru langflestir
af brezkum uppruna, og margir þeirra eru fæddir í
Bretlandi. Mikil áherzla hefur verið lögð á að fá
innflytjendur, sem yrðu þjóðfélaginu að sem mestu
gagni, mcð þeim árangri, að meðalaldur þjóðarinn-
ar er tiltölulega lágur og fólkið vel menntað.
Loftslagið er milt, bæði sumar og vetur, og óvíða
er úrkoma of mikil eða of lítil. Er landið mjög vcl
fallið til beitar fyrir nautgripi og sauðfé, enda er
landbúnaður undirstaða efnahagslífsins. Mikil vél-
væðing hefur átt sér stað í landbúnaðinum og af-
raksturinn er svo góður, að liægt er að keppa á
mörkuðum hinum megin á hnettinum, þrátt fyrir
allan flutningskostnaðinn.
Mest er framleitt af ull, kjöti, smjöri og ostum.
Til þess að ná sem beztum árangri hafa vísindin
verið tekin í ríkurn mæli í þjónustu landbúnaðar-
ins, svo sem við grasræktar- og áburðartilraunir.
Fosfatáburður er unninn á eyjunum Nauvu og
Ocean Islands, sem eru norðaustan Salomonseyja,
og er hann mikið notaður á Nýja Sjálandi. Til að
auka beitarlöndin hafa jöfnum höndum verið ruddir
skógar og þurrkaðar mýrar. Bændabýlin eru að jafn-
aði reisuleg og vel umgengin. Góðir vegir tryggja
öruggan flutning á afurðunum til borganna, og þar
eru verksmiðjur, sem umbréyta þcim á ýmsa' lund.
Nýja Sjáland skiptist í tvær aðaleyjar, og er sú
nyrðri nokkru minni, cn mun þéttbýlli. James Cook
fann eyjarnar árið 1769 og er sundið milli þeirra
kennt við hann. (Reyndar hafði Ilollendingurinn
Tasman komið til landsins 1642, en sá fundur féll
í gleymsku.) í fyrstu létu ráðamenn í Englandi sér
fátt urn finnast landafundinn, en þó varð úr að
eyjunum var bætt við nýlenduveldið. Sel- og hval-
vciðiskip tóku að venja þangað komur sínar, og
komst á fót nokkur starfsemi í landi í sambandi við
þær veiðar. Einkum settust menn að á svðri eyj-
unni, og kom þá brátt í ljós, að þar var mjög góð
aðstaða til sauðfjárræktar.
Þótt vel væri Iátið af landinu, fjölgaði evrópskum
innflytjendum hægt, þar til á áratugnum 1850—’60,
en þá fjölgaði þcim úr 75 þús. í 250 þús. Áttu
gullfundir mestan þátt í þessu, eins og i fólksflutn-
ingunum miklu til Kaliforníu, cr hófust árið 1849.
En eftir skamma stund komust menn að raun uin,
að hið raunverulega „gull“ landsins lá í hinum
ágætu landbúnaðarskilyrðum. Þetta lciddi brátt til
deilna og síðan blóðugra styrjalda við hina inn-
FRJÁLS VERZLUN
21