Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 23

Frjáls verslun - 01.12.1960, Page 23
þar sem Cookssund er mjóst, nálægt Wellington. Miklir fjallgarðar liggja eftir endilangri Suðurey. Um miðja eyjuna eru fjöllin hrikalegust, nýsjá- lenzku Alparnir, og þar er hæsta fjallið, Cooksfjall, 3760 m. Margir litlir jöklar eru í fjöllum þessum og ganga sumir skriðjöklarnir allnærri byggð. Við vesturströndina er víðast mjög lítið undirlendi, cn breið lágslétta liggur meðfram mestallri austur- ströndinni. Er sléttan vel fallin til jarðræktar. Christchurch er stærst borg á Suðurey. Nafn borgarinnar er engin tilviljun, þar sem hún er stofn- uð af enskum trúflokki. Er hún „enskust" allra bæja á Nýja Sjálandi, en Nýsjálendingar þykja almennt mjög brezkir í öllum sínum háttum. í Christ- church, sem hefur um 200 þús. íbúa, er mikill vefn- aðariðnaður, og þaðan er flutt mikið út af land- búnaðaráfurðum um hafnarborgina Lyttelton. Sunnar á austurströndinni er hafnarborgin Dun- din með 100 þús. íbúa. Þar eru skozkar venjur mjög hafðar í heiðri. Nýsjálendingar stunda bæði fjallgöngur og siglingcr af miklu kappi. Myndin að ofan er írá Tasman-jöklinum, en myndin til vinstri er tekin í höfninni í Auckland Um % hlutar Nýsjálendinga búa í borgum, og hefur fjögurra þeirra stærstu verið getið. Borgirnar fara stækkandi, en þó virðist ekki mikill kraftur í vexti þeirra, þannig er t. d. lítið byggt í við- skiptahverfunum. Fátækrahverfi mega heita óþekkt, en það er heldur engin reisn yfir hinum almennu íbúðarhverfum. Á kvöldin og um helgar er mjög lítið um að vera í borgunum, og er lista- og skemmtanalíf fábreytt. Almennar tryggingar eru mjög víðtækar í land- inu og á sviði atvinnulífsins er haldið uppi háum verndartollum til verndar ýmsum iðnaði, sem framleiðir fyrir innanlandsmarkað. Þykir sumum þetta hvort tveggja ganga of langt. Ókostir v.el- ferðarríkisins eru farnir að segja til sín. Landbún- aðurinn, með sínar 42 milljónir sauðkinda, auk annars, er langafkastamesti atvinnuvegurinn og byggist þjóðarauðurinn mest á honum. Vinnusam- asta fólkið leitar yfirleitt í landbúnaðinn, enda er dugnaði margra nýsjálenzkra bænda við brugðið. FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.