Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 25
þess að gera sér það ljóst. Níu af hverjum tíu kaup- um, sem gerð eru vestur þar, eru ákveðin af aug- lýsingum. Þær hafa áhrif á menntun manna, þvi komið hefur það fyrir, að auglýsingakver frá olíu- félagi þótti svo gott, að það var prentað í mörg þúsund eintökum og kennt í skólum. Þær kenna mönnum að kaupa skynsamlega, eyða peningum sínum á hagkvæman liátt fyrir vörur, sem óhætt er að treysta. Að segja að auglýsingar hafi enga þýðingu, er að afneita mjög áhrifamiklum þætti í lífi nútímamannsins. Stúlka óskast Einn af frægustu auglýsingamönnum í Banda- ríkjunum skrifaði nýlega endurminningar sínar, og sagði þar þessa sögu: Vinnustúlkan hafði sagt upp vistinni og eins og venjulegt var undir slíkum kringumstæðum, hringdi kona hans til dagblaðs og bað það að birta fyrir sig svohljóðandi auglýsingu: Stúlka óskast til heimilisverka. Upplýsingar í síma 7-49-50. Auglýsingin kom í blaðinu í 3 daga í röð og síðan aftur í 3 daga, en enginn svaraði henni. Þá lét maðurinn þá skoðun í ljós, að auglýsingin væri ef til vill ekki rétt samin. Ivonan lians tók þessum aðfinnslum ekki sér lega vel mitt í annríkinu og svaraði: Þú ert aug- lýsingamaður og þykist auðvitað allt vita á þessu sviði. Af hverju reynirðu þá ekki að gera betur sjálfur? Sjáðu nú til, góða mín, svaraði hann; í blaðinu er fullur dálkur af auglýsingum eftir húshjálp, sem allar hljóða eins: Stúlka óskast til heimilisverka. Hugsum okkur, að stúlku vanti vinnu eða vilji breyta til. Hvaða auglýsingu á hún að svara? Setj- um okkur í spor hennar. Allar stúlkur hafa eitthvað út á heimilið eða atvinnuveitendur að setja, og hafa myndað sér einhverja skoðun um það, hvernig ákjósanlegur vinnustaður eigi að vera. Nú skulum við í auglýsingunni gera heimili okkar eins eftir- sóknarvert og mögulegt er og draga fram þau atriði, sem við vitum að helzt muni falla væntanlegri vinnustúlku í geð. Síðan samdi hann cftirfarandi texta: Stúlka ósk- ast til húsverka á lítið nýtt heimili á rólegum og fögrum stað. Öll gólf úr harðviði og auðvelt að halda þeim hreinum. Engir þvottar, enginn opinn eldur. Fátt í heimili. Enginn veikur. Stórt, loftgott stúlknaherbergi. Tvær strætisvagnaleiðir við húsið. Gott kaup. Upplýsingar í síma 7-49-50. Auglýsingin var birt á fimmtudegi, því þá var almennur frídagur vinnustúlkna. Blaðið kom út um hádegið, en kl. 1 byrjuðu umsækjendur að mynda biðröð við útidyrnar heima hjá honum. Um þrjúleytið affcrmdu strætisvagnarnir heila hópa af stúlkum, sem ruddust upp að húsinu í von um vinnu. Kl. 5 hafði eiginkonan valið sér stúlku, og um 10 mínútum síðar var sú útvalda farin að til- reiða kvöldverðinn, sigurglöð og hamingjusöm. Þegar auglýsingamaðurinn kom heim og fékk að heyra alla söguna þá sagði hann hreykinn: Þarna sérðu, í dag lásu tylftir af stúlkum, sem allar voru óánægðar með stöður sínar auglýsinguna frá okkur. Og hvað sjá þær? Hinn fullkomna vinnu- stað, sem þær hefur dreymt um. En gallinn var bara sá, að hann lét ekki þar við sitja. Daginn eftir sagði liann kunningja sínum sög- una. Sá horfði á hann öfundaraugum og sagði: Við höfum verið stúlkulaus í 2 vikur. Góði, semdu nú aðra auglýsingu fyrir mig. Það var auðvitað guðvelkomið, og hann samdi strax aðra auglýsingu fyrir hann, sem ekki var síðri en sú fyrri. Og hvað haldið þið að hafi skeð? Vinnu- stúlka auglýsingamannsins sagði upp vistinni og krækti sér í stöðuna hjá kunningja hans. Fyrir áttatíu árum voru ekki gefin út í Banda- ríkjunum fleiri dagblöð, tímarit og ritlingar en um 16 þúsund. Af þeim voru 11 þúsund fyrir neðan eitt þúsund að eintakafjölda. Stærsta tímaritið (Century)) kom út í 186 þúsund eintökum, og er gaman að bera það saman við vikuritið Saturday Evening Post, sem kemur út í meira en 4 milljón- um eintaka í dag, eða Life, sem er töluvert yfir 5 millj. að eintakafjölda. Það voru sápufyrirtæki, sem þá riðu á vaðið. og byrjuðu að auglýsa í stórum stíl með svo góðum árangri, að sum nöfn frá þeim tíma eru heimsþekkt enn þann dag í dag, svo sem Tvory og Colgate. Enn- fremur mætti nefna vöruteaundir, sem þekktar eru hér á landi: Kodak mvndavélar, ITeinz matvörur og Quaker haframiöl. Og þeaar vélaöldin bvriaði fyrir alvöru með fíöldaframleiðslu, þá voru auglýs- inear komnar á það stig, að bær voru færar um að skapa næga sölu á framleiðsluvörunum. En aug- lýsingatæknin náði ekki bessu marki án mikilla fæðingarhríða, og hefur ekki slitið barnsskónum á ölb'm sviðum enn. Bandaríkiamenn veria um 2% af bióðartekium sínum til auglýsinea, en þó blaðaauglýsingin sé einn veigamesti þátturinn, eru greinarnar margar og FBJ4LS VPRZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.