Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 27

Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 27
Sá, sem tekur að sér að teikna pakka, þarf helzt að vera sölumaður, auglýsingamaður, bera skyn á tæknilega framleiðslu hans, (prentun, pappír o. fl.), og listamaður. Verksvið hans og verðleikar felast í hæfileikum hans til að sameina stór og smá atriði varðandi útlit pakkans í eitt allsherjar og máttugt sölumeðal við þau skilyrði, sem honum eru búin á sölustaðnum. Pakki er mjög ólíkur dagblaðaauglýsingu. Hún tjaldar oftast til einnar nætur samanborið við pakk- ann, sem þarf að tryggja fyrir ellidauða strax frá fæðingu. Pakkinn er mikil fjárfesting. Hann er hlutur til að eignast, handleika og kaupa aftur og aftur. Hann getur ekki alltaf valið sér stöðu, og er oftast settur við hliðina á keppinautum sínum; og í miðjum herbúðum óvinanna verður hann að reyna að hrópa hærra eða hvísla svolítið meira tælandi cn félagar lians á búðarhillunni. Það liggur því í augum uppi, að gerð vöruumbúða er langvandasam- asta og dýrasta vinna, sem gerð er í víngarði aug- lýsingastarfseminnar, ef vel á að takast. Einn ágætur teiknari í New York sagði mér, að það hefði tekið sig heilt ár að endurteikna einn sígarettupakka, og greiðslan fyrir verkið var um 70 þúsund dalir. Sagan er þó ekki öll sögð enn, og þess vegna langar mig til þess að við bregðum okkur, lesendur góðir, til Chicago, göngum niður Michigantröð í hægum, sólheitum andvara morgunsins, leggjum leið okkar spölkorn út úr skarkala umferðarinnar og knýjum dyra hjá Dickens hf., innan sviga: teikn- arar og til viðtals um teikningar. Dickens er 15 afburðateikningar og 2—3 markaðskönnunar- og auglýsingasérfræðingar, allir undir sama þaki. Þeir eru eins góðir og þeir gerast beztir í Bandaríkj- unum, og er þá mikið sagt, og nú langar mig til þess að láta þá svara spurningunni: Hvernig verður pakki til í dag? Allir pakkar byrja með vörumerki, og ef það er ekki fyrir hendi, segja þeir, ])á verður að teikna það. Umbúðateiknari í dag þarf að liafa miklu meira sér við hlið en listamannshæfileika og yfirborðsþekk- ingu á framleiðslu umbúða. Upplýsinga aflað Skurðlæknar gera sjúkdómsgreiningar sínar að undangenginni röntgenlýsingu og rannsókn á rann- sóknarstofu. Eins þarf teiknarinn að hafa við hend- ina, áður en hann byrjar að teikna, allar þær stað- reyndir, sem hugsanlegt er, að kastað geti ljósi á vandamál þau, sem honum er falið að leysa. Hvort sem hann á að teikna einn pakka eða marga, þá þarf hann áður en hann snertir pappírinn með blýantinum, að vita hvað það er, sem hann cr að teikna á móti eins vel og hitt, sem hann er að teikna jyrir. Þetta krefst þess að afla sér svara við æði mörgum spurningum varðandi fyrirtækið, vöruna, markað hennar og keppinauta. Nú komum við að orðinu könnun, sem er tiltölulega nýtt orð á þessu sviði. Við teljum könnun nauðsynlega og notum hana okkur til hjálpar við lausn verkefna. Ef við ekki getum gert hana sjálfir. þá sækjum við lijálp út á við. Aður en verkið hefst, þurfum við að gera kannanir á fólki og viðbrögðum þess, að- stæðum pakkans og vörunnar, sölustöðum og ýmsar aðrar, sem gerðar cru á okkar eigin rannsóknarstofu. A meðan verið er að teikna fer fram stöðug könn- un á verkinu sjálfu og er þá stundum sótt gagnrýni annars staðar frá. Þegara verkinu er lokið, fer fram eftirkönnun til athugunar á því, hvernig verkið sé af hendi leyst, og til þess að upplýsa hvernig bezt sé að kynna pakkann almenningi. Eftirkönnunin er ekki loka- könnun, þvi það á að fylgjast með nýjum pakka alla tíð þangað til þarf að endurteikna hann, og hafa vakandi auga með keppinautunum. Þetta sögðu Dickens, en þeir eru sannarlega ekki einir um þessa skoðun í Bandaríkiunum í dag. Og rétt til að sýna, hversu vandvirkir þeir eru, þá þurftu þeir að kanna 72 markaðssvæði og ferðast 16 þúsund kílómctra í 5 mánuði til þess að geta teiknað vörumiða utan um nokkrar kjötdósir. Eitt fyrirtæki langar mig til þess að minnast á stuttlega úr því farið er að tala um könnun. Það byggir tilveru sína á því að svara spurningunni: Hvers vegna réttir maður út hendina eftir þessum pakka en lætur hinn liggia? Þetta fyrirtæki heitir (illa þýtt) Siónkönnun lif. og svarar spurningunni ekki út í bláinn, heldur með ísköldum staðreyndum, og notar til þess vélar. Þarna er svarað spurningunni um sýndarstærð pakka, útlit, vörumerki, hvað hann sést vel í fjar- lægð, hvernig hann standi sig í samkeppni við aðra pakka, hvernig hann muni taka sig út í siónvarpi, og meira að segia, hvernig hann verki á fólk, sem hefur glevmt gleraugunum sínum heima, eða skammast sín fyrir að nota þau á almannafæri. Og þetta er allt gert með hárnákvæmum mælingum, Ijósmyndum, línuritavélum og skoðanakönnunum og sýnt svart á hvítu í tölum. FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.