Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 28
Þrjú Ijóð eftir Jó7i bigiberg Haust og <vor Tjaldar á firðbláu fjalli fyrsta vetrarnótt, — og hvílir í laufgrænu líni, lindanna dapra stef seytlar til byggða og breytir blómi í hélurós. Svartbrýndur dauðinn drekkur vort líf, daga, mánuði, ár. Svelgir til dreggja svalandi veig, samslunginn tímanum skál! Tjaldar á fönnugu fjalli fyrsta sumarnótt, — og hvílir í hvítu líni, kliður lindanna fer hljóðlátt til byggða og breytir blágráum hdlurósum í safarík sólþyrst blóm. BiJzar lífsins Líkaminn bikar, — lífið vín, lifrautt ólgandi vín. — Helltur fullur hamingjustund, hamingjan: Vitund þín. Islenzk tunga Hljóma íslands unga undurfagra tunga — heiðið hetjumál — Bjart sem bylgjufaldur, blóðsins rammi galdur nyrzt við Atlantsál. Hljóma Islands unga undurfagra tunga, — hjartkært móðurmál - Ljúft sem langspilsómur lífs vors helgidómur norrænt, sterkt sem stál. Hljóma íslands unga undurfagra tunga, — skapríkt skáldamál — Brim að bjargi stígur, brotnar, rís og hnígur, Ijóð frá landsins sál. 28 FRJÁLS VERZLXJN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.