Frjáls verslun - 01.12.1960, Side 35
sannarlega, að sjóleysið væri ekki einleikið, og þér
datt hafísinn í hug, en þú vildir komast þar í land-
var, sem stytzt væri á líklegustu miðin, og treystir
því, að ísinn væri enn alllangt undan.
Ekki varð hann var við neinn ugg eða ótta hjá
skipverjum. Það var eins og þeir þættust vissir
um, að ekkert þyrfti að óttast, meðan sonur þess
lands, sem kennt var við ís, stæði rólegur vörð á
stjórnpalli. Og rólegur sýndist Jón. Þeir voru allir
undir þiljum, nema hvað Jón lét þá skiptast á um
að vera hjá honum í stjórnklefanum, liafði þar
einn í einu. Hann var svo við og við að senda þá
eftir tei handa sér, og það sötraði hann með værðar-
legri ró og var aldrei kæruleysislegri en ef hann sá
skotrað til sín vafakenndu spurnarauga, þegar hæst
glumdi í byrðingnum. Einn af skipverjum sagði,
þá er hann kom fram úr hásetaklefanum, að það
væri nú meiri djöflagangurinn, þegar ísinn væri að
lemja á bógum skipsins.
„0, þetta eru ekki nema kastvölur,“ svaraði Jón.
,,Það þolir nú annað eins, járnið brezka.“
En aldrei hefur Jón orðið dagsbirtunni fegnari en
eftir þessa nótt. Strax og bjart var orðið, var tekið
að þræða þröngar, krókóttar, en auðar lænur í átt-
ina til lands. Loks rofaði í Kópanesið á stjórnborða
alllangt til norðausturs, og svo var þá loks íslaus
sjór fram undan. Jón lét snúa upp í vindinn og
stefndi fyrir Kópa- og Hafnarnes. Þegar skipið var
komið í var fram af Birnustöðum í Dýrafirði, þótt-
ist hann eiga fyrir að fá sér blund.
Storminn lægði næsta morgun, og þá var haldið
á grumnnið út af Önundarfirði. Þar var sem sjórinn
moraði af fiski. Varð að margskipta vörpunni, þeg-
ar hún kom upp, þó að ekki hefði verið togað
nema örstutta stund. Næstu sólarhringana var lítið
sofið, enda var komið svo mikið af fiski í skipið,
þegar á ný gckk í norðan ofsa, að Jón leitaði ekki
í landvar, heldur ákvað að halda þegar í stað til
Englands. Þá er aflinn var seldur, var ekkert af
honum eldra en níu daga. Það var ánægjulegt að
koma á markaðinn með slíkan fisk.
Jón frétti það síðar, að ekki hefðu allir sloppið
jafn vel og hann hina eftirminnilegu hafísnótt.
Tveir þýzkir togarar höfðu orðið fastir í ísbreiðu
á ísafjarðardjúpi, skammt undan Stigahlíð, og þeir
klemmdust í sundur, beygluðust eins og þeir væru
úr pjátri, og sukku síðan. En áhöfnunum tókst
að draga skipsbátana yfir ísbreiðuna, unz auður
sjór tók við, og svo björguðust þær á bátunum
hinn skamma spöl til lands,
FLÓTTI OG UPPREISN
Þremenningarnir í minnsta húsinu voru írar. Þeir
voru mjög samrýmdir. Þeir höfðu komizt á snoðir
um, að Jón hafði verið skipstjóri, og aftur og aftur
komu þeir til hans og spurðu, hvernig honum litist
á veðrið. Loks tók honum að þykja þessi áhugi
þeirra á tíðarfarinu dálítið undarlegur. Það var
engu líkara en þeir ætluðu í langa sjóferð á litlum
farkosti eða hygðust liggja einhvers staðar úti á
víðavangi í tjaldi. En hann forvitnaðist samt ekk-
ert um það, af hvaða rótum spurningar þeirra væru
runnar. Ef til vill voru þcir komnir af bændum
eða sjómönnum á Vestur-írlandi, þar sem tíð er
allumhleypingasöm, og liöfðu í bernsku vanizt
miklu umtali um veðurfar.
Kvöld eitt bar hann þar að, sem þeir stóðu allir
þrír og skyggndust til lofts. Þegar þeir urðu hans
varir, virtist honum þeir verða ofurlítið kindarlegir.
Þcir hvörfluðu augunum ýmist til hans eða hver á
annan, og svo góndu þeir á ný út í bláinn. Ilann
gerði sig líklegan til að halda á brott, en þá mælti
sá, sem oftast hafði orð fyrir þeim:
„Hvernig lízt þér á veðrið núna, Oddsson skip-
stjóri?“
Jón staldraði við og svaraði:
„Ég lield veðrið sé alveg einsýnt. Eg skil ekki í
öðru en það verði sama blíðan næsta sólarhringinn,
og standi bæði loft og sjór.“
„Svo þú heldur það,“ m.ælti írinn og kinkaði kolli.
„Já,“ sagði Jón. „Það mætti fara á skel milli
landa í nótt og á morgun.“
írinn leit snöggt og einkennilega til hans, og þó
að Jóni dytti raunar ekki í hug, að neitt varhuga-
vert byggi undir himingægjum og veðurforvitni
þeirra félaga, varð honum þannig við. að hann
hraðaði sér á brott.
Húskrílið stóð mjög skammt frá húsinu, sem
Jón var í, og bæði voru þau mjög stutt frá girðing-
unni, litla húsið þó nær henni. Var aðeins mjór
grasrimi og síðan steinlögð gata milli þess og henn-
ar. Þegar kallað var í fangana til talningar morg-
uninn eftir þctta samtal Jóns og tranna kom eng-
inn lit úr litla húsinu. Hermennirnir kölluðu aftur,
en írarnir létu ekki sjá sig. Tveir hermenn snöruð-
ust þá inn. Eftir skamma stund komu þeir út og
skimuðu í allar áttir. Húsið hafði reynzt mannlaust.
íranna var leitað um allt hvcrfið, en þeir voru
hvergi finnanlegir, og hvergi urðu séð þess merki,
að gaddavírinn hefði verið klipptur í sundur eða
FRJÁP.S VERZLUI}
315