Frjáls verslun - 01.12.1960, Qupperneq 37
að renna móðurinn af öllum þorra þeirra, sem tek-
ið höfðu þátt í kasthríðinni. Smátt og smátt þynnt-
ist hópurinn, og loks tóku þeir, sem æstastir liöfðu
verið, að luntast inn, unz þar kom, að cnginn var
cftir úti og allt varð liljótt, jafnvel hljóðara en
venjulega.
Þegar birti og fangarnir voru kvaddir út til taln-
ingar, gafst þeim heldur en ekki á að líta. Allir
gluggar á þeirri hlið gistihússins, sem vissi að girð-
ingunni, voru mölbrotnir, og milli þess og hennar
voru hrúgur af grjóti, pottum, kötlum, steikar-
pönnum, gömlum skóm og jafnvel setum af salernis-
skálum — og innan girðingarinnar voru dökkir fer-
hyrningar, þar sem legið höfðu götuhellur, og blökk
eða visnunargul för eftir steina, sem rifnir höfðu
verið upp.
Þegar liðnir voru nokkrir dagar frá uppþotinu,
kom hermannahópur og tók fasta nokkra af föng-
unum. Hermenn þeir, sem hliðsins gættu, höfðu
eitthvað fylgzt með því, minnsta kosti í byrjun
uppþotsins, hverjir af föngunum voru æstastir og
liófu kasthríðina, og voru allir, sem handteknir
voru, úr þeirra hópi. Var farið á brott með þá og
strokumennina, og sáust þeir ekki í þrjá mánuði.
Þegar þeir komu aftur, fræddu þeir hina fangana
á því, að þeir hefðu verið fluttir til Liverpool og
settir í „það konunglega“, sem Jón var geymdur í,
áður en hann var fluttur í apahúsið í Ascot.
Öll blöð, sem fangarnir sáu, fluttu ýtarlegar fregn-
ir — og jafnvel ýktar — af uppþotinu, og var
svikalaust bent á það, hverjir háskagripir þeir fang-
ar væru, sem geymdir væru í fangabúðunum í Peel,
og hver nauðsyn væri að gæta þeirra sem bezt. Og
mikil áherzla var á það lögð, að forustumönnum
óaldarseggjanna yrði stranglega refsað. Þeir og allir
þeirra félagar væru föðurlandssvikarar, sem ættu
enga miskunn skilið.
Nokkru seinna var þess getið í blöðunum, að nú
hefði innanríkisráðuneytið ákveðið að skipta um
stjórn og gæzlumenn í fangabúðunum. Ætti sextíu
manna hópur æfðra, harðvítugra og fílefldra ríkis-
lögreglumanna að taka við gæzlunni. Þessi hópur
hefði oft komizt í hann krappann, sögðu blöðin,
og væri hver maður þaulvanur að beita hvort held-
ur væri kylfu, skammbyssu eða hríðskotariffli.
Fregnin reyndist sönn. Herinn var kvaddur á
brott, en í hans stað komu sextíu lögreglumenn.
Satt var það, að þeir voru miklir vexti og sterk-
legir, og cflaust hafa þeir verið vel þjálfaðir. Og
ekki skorti þá vopnabúnað. En þeir reyndust ró-
legir og sérlega prúðir til orðs og æðis, en lausir við
allt hik og fálm, þegar á reyndi. Varð sú raunin,
að öllum föngunum líkaði vel við þá. Yfirmaður
þeirra hét Ogden. Jón kynntist honum ekkert, en
liann var sagður gætinn maður og drenglyndur.
Frá starísemi „Sölufækni”
Aðalfundur félagsins Sölutækni var haldinn 19.
nóvember sl. Formaðurinn, Þorvarður J. Júlíusson,
flutti skýrslu stjórnarinnar, og bar hún mcð sér, að
starfsemi félagsins hefur verið með miklum blóma
síðastliðið starfsár. Helztu málin, sem félagið hafði
fjallað um, voru: námskeið og fræðsla í sölu- og
auglýsingatækni, öflun fræðslukvikmynda í þessu
skyni, lög og réttarreglur um vörumerki, löggjöf
um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, rann-
sóknir á vörudreifingu, auglýsingaþáttur í Ríkis
útvarpinu, eintakaskráning blaða og tímarita, sam-
vinna við systurfélögin á Norðurlöndum, undirbún-
ingur stjórnarfundar Norræna sölutæknisambands-
ins í sumar, kynnisferð auglýsingamanna og aug-
lýsingastjóra til Bandaríkjanna, fjármál félagsins
og ýmislegt flcira.
Á starfsárinu hefur verið unnið að því að koma
á fót eintakaskráningu blaða og tímarita. Eintaka-
skráningunni er ætlað að gefa upplýsingar, með
jöfnu millibili, um eintakafjölda íslenzkra blaða og
tímarita, sem taka auglýsingar til birtingar. Slíkar
upplýsingar eru auglýsendum að sjálfsögðu mikið
nauðsynjamál. Blöðum, tímaritum og auglýsinga-
skrifstofum er einnig mikilvægt að geta birt slíkar
FRJÁLS VERZLUN
37