Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 7
FRJÁL^ VER2LUN 7 ÚR ÞINGSÖLUM Alþingi og efnahagsmálin Störf Alþingis hafa mótazt af umrœðum um efnahagsmálin. Miklar samningsumleitanir áttu sér stað milli ríkisstjórnarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar. Báðir aðilar settu fram tilboð sín. en samningar náðust ekki. Staða ríkisstjómarinnar hefur breytzt, og hugmyndir um þjóðstjórn virðast óraunhœfar. Sennilega er nokkuð langt síð- an íslenzka þjóðin hefur beðið setningar Alþingis með jafnmikilii eftirvæntingu og nú í haust, er 88. löggjafarþing íslendinga kom sam- an til funda. Sú staðreynd mun hafa verið flestum Ijós, að íslendingar hafa á undanförnu ári orðið fyrir mörg- um mjög alvarlegum efnahags- áföllum. Til dæmis nægir að nefna eina lélegustu vetrarvertíð frá aldamótum, mikið verðfall á helztu útflutningsvörum, miklu minni og torfengnari síldarafla og lokaðan skreiðarmarkað í Ní- geríu. Er talið, að útflutningsverð- mætið verði allt að 1/3 minna í ár en á árinu 1966. Áföllin hafa þó ekki komið al- varlega við þjóðina hingað til, nema þá helzt í þeirri mynd, að nokkuð hefur dregið úr yfirvinnu. Helzta ástæða þess, að menn hafa orðið lítið varir örðugleikanna, er góð afkoma ríkissjóðs á árinu 1966, sem gerði kleift að greiða verulega niður nokkrar vöruteg- undir og enn fremur, og þá ekki síður, að á undanförnum árum hefur tekizt að byggja upp all myndarlegan gjaldeyrisvarasjóð, sem reynzt hefur hornsteinn frjálsrar verzlunar í landinu, auk þess að skapa viðskiptalegt traust út á við. Eitt ljósasta dæmið um, hvað erfiðleikarnir eru lítið farn- ir að segja til sín hjá almenningi, er það, að ekki hefur dregið neitt úr innflutningi til landsins síðustu mánuðina, — nema síður sé, og gefur því auga leið, að sífellt hef- ur gengið á gjaldeyrisvarasjóðinn. SKIÓTRA ÚRRÆÐA ÞÖRF. Þau atriði, er hér hafa verið rak- in, gerðu öllum ljóst, að þörf var skjótra úrræða, enda höfðu ráð- herrar boðað á félagsfundum, að kveðið yrði upp úr um úrræði rík- isstjórnarinnar, þegar Alþingi kæmi saman. Þegar svo forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, flutti stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á þriðja starfsdegi Alþingis, var hvert sæti skipað á áheyrendapöll- um Alþingis, en slíkt er næsta fátítt. GREIÐSLUHALLALAUS FJARLÖG. Fyrirfram höfðu menn bollalagt mikið um þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin mundi grípa til og flestir verið sammála um, að húr. myndi leggja mikið kapp á að af- greiða greiðsluhallalaus fjárlög. Slíkt kom einnig á daginn. Það hefur komið fyrir hérlendis, að fjárlög hafa verið afgreidd með svo og svo miklum greiðsluhalla, ogreynslan, sem af því hefurfeng- izt, sannar þjóðinni það, að slíkt er ekki farsælt. Um hitt má svo deila endalaust, hvort ríkisstjórn- in hafi valið réttu leiðina í að- gerðum sínum. Sýnist þar eðlilega sitt hverjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.