Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 9

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 9
FRJAL5 VERZLUN 9 barnmargra fjölskyldna yrði ekki fyrir borð borinn. Til umræðu mun hafa verið tilfærsla á fjöl- skyldubótum, þannig að felld yrði niður bótagreiðsla með fyrsta barni, og þeirri upphæð, er þar fengist, deilt niður á þá, er fleiri börn eiga. Bætur með fyrsta barni munu nú nema um 40% af heild- arupphæð barnalífeyris. Virðist því ekki óeðlilegt, að gripið yrði til þessara ráða, þar sem fjöl- skyldubætur með fyrsta barni hafa yfirleitt lítið að segja fyrir fjölskylduna. Nú er það einu sinni þannig, að erfiðara er að taka fenginn hlut af einhverjum en að koma honum á. Er ekki ósennilegt, að slík ráð- stöfun myndi mælast mjög ilia fyrir, og þá ekki síður hjá þeim, sem hafa það lítið gagn af fjöl- skyldubótunum, að þeir hirða varla um að sækja þær til Trygg- ingarstofnunarinnar. Mun þvíhafa verið horfið endanlega frá þessu ráði. Segja má hins vegar, að það sé fullkomlega tímabært að endur- skoða almannatryggingalögin með þetta sjónarmið í huga. Endanlegt tilboð ríkisstjórnar- innar varð svo að greiða skyldi 3% vísitöluhækkun á iaun og kæmi það í þremur áföngum. í júní 1968, í árslok 1968 og í júní 1969 og skyldi vera 1% í hvert sinn. í öðru lagi var boðin 5% hækkun á elli- og örorkulifeyri og fjölskyldubótum með tveim eða fleiri börnum. Auk þess var svo komið til móts við fleiri af þeim tillögum, sem A.S.Í. og B.S.R.B. komu fram með um skattamál. ÞÁTTASKIL. Með framangreindum tillögum ríkisstjórnarinnar má segja, að þáttaskil verði í málinu. Það er alltaf þannig, að efnahagsaðgerð- ir, sem koma illa við flesta þegna þjóðfélagsins, eru illa séðar, þrátt fyrir, að allir viðurkenni nauð- syn þeirra. Er því tilhneiging manna að benda hver á annan, og álíta alla hafa breiðari bök til að axla byrðarnar en þeir sjálfir. Því gætti mikillar óánægju meðal almennings, er ríkisstjórnin lagði fyrst fram tillögur sínar i efnahagsmálunum. Nú hefur þetta

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.