Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 11

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 11
FRJÁLS VERZLUN 11 ENSK GÓLF- TEPPI FYRIR: Verzlanir afgreiðslusali skrifstofur hótel, opinberar stofnanir, tryggingafélög, banka, matsölur, stigaganga, forstofur, íbúðir, o. fl. ★ DÚNMJÚK, FALLEG, ÁBYRGÐ Á ENDINGU. ÖNNUMST ÁSETNINGU. KYNNIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI POLARIS H.F. HAFNARSTRÆTI 8 SÍMAR: 21085 OG 21388 Breytingar á þingliði Fjórir nýir þingmenn taka sœti á Alþingi Töluverðar breytingar urðu á þingliði stjóx-nmálaflokkanna við þingkosningarnar í sumar. Nokkr- ir gamlir og reyndir stjórnmála- menn drógu sig í hlé frá erli stjórnmálanna, en aðrir tóku við. Þó eru nú aðeins fjórir þingmenn, er ekki höfðu setið á Alþingi áð- ur. Nýju mennirnir höfðu áður setið sem varaþingmenn, og bend- ir það til þess, að frambjóðendur séu oftast hinir sömu og færist upp á framboðslistunum, þegar aðrir hætta. Nýju þingmennirnir fjórir eru Jón Ármann Héðinsson, 5. landskjörinn þingmaður, Pálmi Jónsson, 4. þingmaður Norður- landskjördæmis vestra, Pétur Benediktsson, 4. þingmaður Reykjaneskjördæmis og Stefán Valgeirsson, 5. þingmaður Norð- urlandskjördæmis eystra. „Yngsti“ flokkurinn á Alþingi á þessu kjörtímabili er Alþýðu- flokkurinn. Meðalaldur þing- manna hans er um 49 ár. Yngsti þingmaður flokksins er 40 ára, en sá elzti 65 ára. Meðalaldur Al- þýðubandalagsþingmanna er 50 ár. Yngsti þingmaður þess flokks er 37 ára, sá elzti 64 ára. Meðal- aldur Sjálfstæðisflokksþingmanna er 52 ár. Yngsti þingmaður flokks- ins er Matthías A. Mathiesen, 36 ára. Elzti þingmaður flokksins er 67 ára. Meðalaldur þingmanna Framsóknarflokksins er um 55 ár. Yngsti þingmaður flokksins er 41 árs, en elzti þingmaðurinn er Sig- urvin Einarsson, og er hann jafn- framt aldursforseti Alþingis nú, 68 ára. Annars er aldursflokkaskipting þingmanna þessi: Undir 40—45 46—50 51—55 56—60 61—65 yfir 65 A iO ára 0 ára 4 ára 2 ára 1 ára 1 ára 1 ára 0 Ab. F 1 0 1 3 3 1 3 6 1 3 1 3 0 2 5 Alls 3 4 1 9 3 9 8 18 6 11 1 6 1 3 Ef litið er á tölu áður setinna þinga hjá þingmönnum, kemur í ljós, að meðaltalið er um 12 % þing. Flest þing hefur setið Ey- steinn Jónsson, eða 41, en aðrir er setið hafa yfir 30 þing eru: Emil Jónsson 40, Skúli Guðmundsson 36 og Gísli Guðmundsson 35. Þing- reyndasti flokkurinn, — ef svomá að orði komast, — er Framsóknar- flokkurinn með meðaltal setinna þinga, sem eru um 16 ár. Meðal- tal Alþýðuflokksins er 12% ár, Alþýðubandalagsins 11% ár og Sjálfstæðisflokksins tæp 11 ár. F.V. vill með nokkrum orðum ltynna þá fjóra alþingismenn, er nú tóku í fyrsta sinn sæti á Al- þingi. Jón Ármann Héðinsson er fædd- ur á Húsavík 21. júní 1927, sonur hjónanna Héðins Maríussonar út- vegsbónda þar og konuhansHelgu Jónsdóttur. Að loknu skyldunámi á Húsavík settist Jón Ái’mann í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1949. Eftir það lá leiðin til Reykja- víkur, og frá Háskóla íslands lauk Jón Ármann kandídatsprófi í við- skiptafræði 1955. Á meðan á nám- inu í Háskólanum stóð, brá Jón sér til Spánar og dvaldi þar um nokkurt skeið og nam tungu þar- lendra. Á síðasta Háskólaári sínu kvæntist Jón Ármann Ólöfu Ágústu Guðmundsdóttur, Jóels- sonar verkstjóra í Reykjavík. Að loknu námi flutti Jón aftur norður til Húsavíkur og stundaðií tvö ár, 1955—1957, skrifstofu- störf hjá Vélaverkstæðinu Foss. Eitt ár var hann síðan fulltrúi kaupfélagsstjóra í Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Árið 1958 tók Jón svo við störfum skrif- stofustjóra hjá útflutningsnefnd sjávarafui'ða og starfaði hann þar til ársins 1960, en þá tók hann við störfum í viðskiptamálaráðu- neytinu og annaðist þar afgreiðslu útflutningsleyfa.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.