Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.11.1967, Qupperneq 17
FRJÁLS VER2LUN 17 Dr. Gylfi hlýðir á umræður á Alþingi. tollalækkun. Það er einn af kost- unum við hana. Og tollalækkunin mundi hamla gegn verðhækkun- um af völdum gengislækkunar- innar. Ef við ætlum okkur að ganga í EFTA, þá verðum við hvort eð er, að lækka tollana. Og því fyrr sem við gerum það, því betra. F.V.: Eru ákvarSanir ríkis- stjómarinnar í verðlagsmálum bráðabirgðaákvarðanir eða er breytinga von? RÁÐHERRA: Sérstök nefnd hefur nú um nokkurt skeið unnið að samningu lagafrumvarps um eftirlit með einokunarverðmynd- un og hringastarfsemi. Hefur ver- ið stuðzt við hliðstæða löggjöf á Norðurlöndum, einkum í Dan- mörku, og vann skrifstofustjór- inn í ,,Monopoltilsynet“ í Kaup- mannahöfn um skeið með nefnd- inni. Ætlunin var, að þessi nýja löggjöf kæmi í stað núgildandi verðlagslöggjafar. Nú hefur skap- azt nýtt viðhorf vegna gengis- breytingarinnar. Hún gerir nauð- synlegt, að komið sé með verð- lagseftirliti í veg fyrir allar ónauð- synlegar verðhækkanir. Þá fyrst, þegar jafnvægi hefur komizt á aftur, er hægt að halda áfram þeirri endurskoðun á grundvallar- skipulaginu, sem undirbúin hefur verið. Ég tel þó til athugunar, að lögfesta á næstunni nokkur atriði í tillögum þeim, sem undirbúnar hafa verið sérstaklega varðandi samtök um verðlagningu. F.V.: TeljiS þér, aS til þess að gengisbreytingin hafi þau áhrif, sem nauðsynlegt er, að kaup megi hœkka frá því, sem nú er? RÁÐHERRA: Það er mjög ein- dregin skoðun mín, að skilyrði þess, að gengisbreytingin komi út- flutningsatvinnuvegunum og iðn- aðinum að tilætluðum notum, sé, að ekki verði hækkun á fram- leiðslukostnaði innanlands um sinn, þ. á. m. ekki á kaupgjaldi. Þessi skoðun ríkir í öllum þeim löndum, sem nú hafa lækkað gengi sitt, t. d. Bretlandi og Dan- mörku. í báðum þessum löndum hafa Alþýðusamböndin fallizt á nauðsyn þess, að kaupgjald breyt- ist ekki um sinn. Sú stefna þarf einnig að ríkja hér. F.V.: Er það sanngjarnt að yð- ar hyggju, að þau fyrirtœki, sem selja nauðsynjavöru með það lít- illi álagningu, að eigi stendur undir dreifingarkostnaði, taki á sig stórtöp vegna gengisbreyt- ingarinnar? RÁÐHERRA: Almennar reglur hljóta að gilda um áhrif gengis- breytingar á erlendar skuldir. Þær hækka, þegar gengi innlenda gjaldmiðilsins er lækkað. Ekki er hægt að láta sérreglur gilda eftir því, hvort verðlagsákvæði hafa gilt um verzlunar-vöruna eða ekki eða hvort um reksturstap eða reksturságóða hefur veriðaðræða. F.V.: Ef frekar hallast á ógœfu- hlið varðandi gjaldeyrissjóðinn, teljið þér þá rétt, að sett verði á frekari gjaldeyrishöft eða tekið verði erlent lán? RÁÐHERRA: Ég tel, að alls ekki eigi að beita gjaldeyris- og inn- flutningshöftum til þess að vinna gegn rýrnun gjaldeyrisvarasjóðs- ins. Bráðabirgðalántaka, eins og sú, sem nýlega var stofnað til hjá Alþj óðagj aldeyrissjóðnum, er eðli- leg ráðstöfun. En gengislækkunin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.