Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 19

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 19
FRJÁLS VERZLLIN 19 og greiðslujafnaðar, að undan- förnu. Er það kunnara en frá þurfi að segja, að í þessum efnum hafa komið upp á árinu meiri vandamál, en íslendingar hafa staðið frammi fyrir um áratugi. Hafa horfur varðandi útflutnings- tekjur farið síversnandi síðustu mánuði og veldur því margt, svo sem verðfall margra mikilvæg- ustu framleiðsluafurða þjóðarinn- ar, lokun skreiðarmarkaða og er- fið aflabrögð, nú síðast á haust- síldarveiðum vegna þrálátra ó- gæfta. Til loka septembermánaðar var útflutningur orðinn einum fjórða minni en á sama tíma árið 1966, og er útlit fyrir, að saman- burðurinn verði enn óhagstæðari, þegar á árið í heild er litið. Hefur þessi þróun annars vegar valdið alvarlegri rýrnun í afkomu og fjárhagsgetu sjávarútvegsins, en hins vegar mjög miklum halla í viðskiptum þjóðarinnar við út- lönd, enda hafði gjaldeyrisstaðan rýrnað um tæpar þúsund milljónir frá áramótum til októberloka. Samfara hinni miklu tekjurýrnun sjávarútvegsins hefur jafnframt orðið almenn tekjuskerðing í þjóð- félaginu, lækkun þjóðartekna og stöðnun í atvinnumálum. Stefna sú, sem fylgt hefur verið í efnahagsmálum að undaníörnu, hefur miðað að því að leita lausn- ar á þessum vandamálum án lækk- unar á gengi íslenzku krónunnar. Þótti rétt að freista þess svo lengi sem kostur var, þar sem gengis- breyting hlýtur ætíð að hafa ýmis efnahagsleg vandamál í för með sér. Eftir gengisfellingu sterlings- pundsins varð gengisbreyting krónunnar hins vegar ekki lengur umflúin, og var það skoðun Seðla- bankans, að við þær aðstæður kæmi ekki annað til mála en að miða hina nýju skráningu hennar við heildaraðstæður í íslenzkum þjóðarbúskap, eins og þær eru nú. Miðar því hið nýja gengi að því, að hægt verði að reka útflutnings- atvinnuvegi þjóðarinnar í heild hallalaust og án styrkja úr ríkis- sjóði. Er jafnframt að því stefnt, að gengisbreytingin geti haft örv- andi áhrif á aðrar framleiðslu- greinar, svo sem ýmsar mikilvæg- ar greinar iðnaðar, sem átt hafa við örðugleika að etja að undan- förnu. Megintilgangur gengisbreyting- HANN FYLGIST MEÐ í daglegu starfi er hann háður þróun tímans — þeim öru breytingum, sem g e r a s t kringum hann. Hann les Frjálsa Verzlun — því hann er maðurinn, sem fylgist með. FRJALS3 VIERZLUIM

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.