Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 22

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 22
22 FRJAL5 VERZLUN Faðir Magnúsar var skósmíða- meistari í fyllstu merkingu þess orðs, því að í þá daga voru allir skór raunverulega smíðaðir, og var að sjálfsögðu allt handunnið. Jón átti snið af fótum allra helztu fyrirmanna bæjarins, sem allir máttu heita fastir viðskiptavinir hans. En brátt varð þarna nokkur breyting á, þegar Lárus G. Lúð- vígsson hóf innflutning á svoköll- uðum ,,dönskum“ skóm. Jón Bryn- jólfsson flutti á hinn bóginn aldrei inn skó, en stofnaði Leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar árið 1903 og lagði aðaláherzlu á, að selja efni til skó- og söðlasmíði. Er þessi verzlun elzta sérverzlun landsins Verkstæði Jóns var æði stórt, og hafði hann oftast sex sveina á sín- um snærum. Borðuðu þeir flestir hjá meistara sínum, og margir bjuggu þar einnig. Skó- og söðla- smiðir utan af landi, komu oft í innkaupaferðir til Jóns og bjuggu þeir þá gjarnan á heimili hans. Var þá þröngt á þingi og glatt á hjalla. Félagslyndið er Magnúsi í blóð borið, en ekki hafa heimilis- ástæður orðið til að draga úr því. Kom betta brátt fram hjá drengn- um — til dæmis var hann einn af aðalhvatamönnum að stofnun knattspyrnufélagsins V í k i n g s. Léku piltarnir sér á bletti þeim, þar sem nú stendur Oddfellowhús- ið, og þótti Magnús meira en lið- tækur í knattspyrnunni. II. Bernskuárin voru brátt á enda, og alvara lífsins blasti við. Magn- ús innritaðist í 1. bekk Mennta- skólans í Reykjavík og lauk það- anprófi úr 4. bekk árið 1916. Hon- um var þó ekki til setunnar boðið, því að lífsorkan er ótemjandi og ævintýri í framandi lödnum heill- uðu hann. Hann varð að sjá sig um í heiminum. Magnús sigldi vestur um haf með Lagarfossi árið 1917. Ferða- félagar hans voru þeir Einar Þor- grímsson og Árni Eggertsson, sem beztu kaur hagsýnna Orkumlkil en sérlega spar- neytín (6-7 |.) 4ra glra lipur gólfskipting. Glæsileg, traust, vönduö Tékkneska bifreiöaumboöiö h.f. Vonarstræfí 12, Siml 21981

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.