Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 35

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 35
.FRJALS VERZLUN 35 isábyrgða. Strangari skilyrði fyrir veitingu ábyrgða og innheimta krafa, sem á ríkissjóð hafa fall- ið, eru bau meðöl, sem eiga að halda útgjöldunum í skefjum, og hefur það að miklu leyti tekizt. SÍÐAN 1961. Síðan lögin voru samþykktl961 og 1962, hefur þróun ríkisábyrgða verið sem hér segir: Árið 1963 voru veittar nýjar ábyrgðir, sem námu 201 millj. kr., sem skiptist þannig; Byggingarsamvinnufélög 85 millj. kr., hafnargerðir 47 millj. kr. fiskiðnaður 25 millj. og aðrar framkvæmdir 44 millj. kr. Nettó- greiðslur vegna vanskila námu 107 millj. kr. Árið áður höfðu þær náð hámarki í 129 millj. kr. í árs- lok 1963 námu ábyrgðir ríkissjóðs 2.949 milj. kr., en árið á undan höfðu þær numið 2.891 millj. kr. og því aukizt um aðeins 2%. Árið 1964 voru nýjar ábyrgðir 322millj.kr. vegna 146 lána. Bygg- ingarsamvinnufélög fengu ábyrgð- ir að fjárhæð 111 millj. kr., hafn- argerðir 47 millj. kr., fiskiðnaður 40 millj. kr. og aðrir að fjárhæð 124 millj. kr. Greiðslur vegna van- skila minnkuðu aftur og námu 109 milj. kr., en vanskilamönnum fjölgaði úr 110 1963, í 142 árið 1964. Allar ábyrgðir ríkissjóðs námu í árslokin að fjárhæð 3.180 millj. kr., sem er innan við 10% aukning frá árinu áður. Árið 1965 voru veittar ábyrgðir að fjárhæð 373 millj. kr. Greiðslur vegna vanskila minnkuðu enn og námu nú 49 millj. kr. Ábyrgðir ríkissjóðs námu alls 3.709 millj. í árslok og jukust því um rösk 20% á árinu. Á þessu ári hafa verið veittar nýjar ábyrgðir, sem nema 470 millj. kr. Þar af er 238millj. vegna flugvélakaupa Flugfélags íslands. Fjöldi ábyrgða er svipaður nú og var í fyrra, en hins vegar hefur verið greitt mun meira vegna van- skila, eða 22 millj. fyrstu 10 mán. ársins, á móti 12 millj. 1966. Þótt nokkuð hafi sortnað útlitið á þessu ári, er það þó smáræði á móti því ástandi, sem var, þegar greiðslur vegna vanskila jukust með risaskrefum á ári hverju. MISTCK. Til er sá þáttur í sögu ríkis- ábyrgðanna, sem sýnir hvernig farið getur, þegar ekki er athug- að nógu vel fyrirfram, hvernig að- stæður viðkomandi aðila eru, en það er þurrafúamálið. Veiting á- byrgða á lán vegna þurrafúa var einkennileg að því leyti, að fyrir- fram var búizt við, að þau myndu falla á ríkissjóð. Þurrafúinn kom mjög óvænt yfir eigendur bát- anna og olli þungum búsifjum. Erfitt var að fá lán til viðgerða og þá aðeins til stutts tíma og með því skilyrði, að ríkið gengi í á- byrgð. Alþingi samþykkti ábyrgð- arheimild, þrátt fyrir að vitað væri, að lántakar gætu ekki stað- ið í skilum vegna þess, hve láns- tíminn var stuttur, enda fór svo, að ríkissjóður varð að greiða út næstum allan höfuðstól lánanna. Því er þetta nefnt hér, að þetta er einmitt dæmi um, hvernig ekki á að vinna. Það er betra að fyrir- byggja í upphafi, að til vanskila komi, og alls ekki má gera ráð fyrir vanskilum fyrirfram, því að slíkt grefur undan öllu síðgæði í þessum málum sem öðrum. Ríkis- ábyrgðir eru ekki alltaf rétta lausnin, þegar svona vandamál koma upp. Beinn styrkur eða hag- kvæm lán eru heppilegri en greiðslur úr ríkissjóði vegna van- skila, sem síðan eru svo gefnar eftir, eins og gerðist með þurra- fúalánin. FRAMKVÆMDIN SKIPTIR MESTU MALI. Ríkisábyrgðir á lánum eruhugs- aðar sem aðstoð við þá, sem raun- verulega þurfa á þeim að halda við að koma upp þjóðnýtum fyrir- tækjum, sem ella verður tæplega komið upp. Með ábyrgð ríkisvalds- ins fyrir lánunum, sem ella fengj- ust ekki, er aðilum gert kleift að hefja framkvæmdir fyrr. Áður en ábyrgð er veitt, þarf að fara fram athugun á því, hvort viðkomandi fyrirtæki sé líklegt til að stand- ast samkeppni, þ. e. vera arðsamt. Aðilum ber að gera ljóst þegar í upphafi, ef svo er eklti, þá fái þeir enga ábyrgð. Ábyrgðir eiga að- eins að vera sem aðstoð til ör- yggis og tryggingar fyrir þann, sem hlýtur hana. Hér er um nokkurs konar skilyrðisbundnar skuldir ríkissjóðs að ræða og hafa þær sin takmörk. Það eru aðeins hin ófyrirsjáanlegu óhöpp, sem gera það eðlilegt, að ríkissjóður hlaupi í skarðið, en því miður hefur þetta ekki alltaf verið þann- ig. Tilgangur lagasetningarinnar 1961 og 1962 var samt að skapa eðlilegt ástand í þessum efnum, tryggja nauðsynlegt aðhald og hafa eftirlit með, að sömu aðilar komist ekki upp með endurtekin vanskil og fái nýjar ábyrgðir. Nokkur árangur hefur náðst, en málin eru flóknari en svo, að lausn fáist með lagasetningu einni saman. Framkvæmdin skiptir mestu máli, og vonandi verður ávallt farið með gætni í þessum málum.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.