Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 37

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 37
FRJÁLS VERZLUN 37 nógu duglegt, og þá jafnvel gerst meðeigendur með því að kaupa hlutabréf. Ég er alls ekki viss um, að þetta sé óheppilegra. Aftur á móti, ef einhver kemur með nýja uppfinningu, eða eitthvað nýtt, sem væri mjög gróðavænlegt, opn- ast honum allar dyr. Nú eru margir íslendingar óánægðir með það, að Loftleiðir h.f. skuli ekki fá að auka flug til hinna Norðurlandanna, ekki sízí vegna þess, að á íímabilinu 1960 —1966 var vöruskiptajöfnuður ís- lands við þau óhagstæður um 2900 milljónir króna, og aukið flug gæti hjálpað til viðaðminnka þennan mun. Það hafa jafnvel verið uppi raddir um það, að minnka viðskiptin, og láta t. d. smíða fiskibáta annars staðar en í Noregi. — Hafa þessi mál verið rædd meðal verzlunarmanna í hinum Norðurlöndunum? Það held ég ekki, mér er a. m, k. ekki kunnugt um það. Þess ber að gæta, að þetta er mál, sem ríkisstjórnir landanna hafa haft til meðferðar, og það hefur ekki komið til þess, að við gripum fram í fyrir þeim eða hefðum af- skipti af málinu. Ef við snúum okkur að öðru, livernig er með Iánastofnanir í Svíþjóð og hvernig gengur fyrir- tækjum að fá lán í bönkum? Það er ekki erfitt. Það var dáiítið slæmt ástand í þessummál- um fyrir nokkrum árum, en það er nú alit komið í lag, og ef menn geta sýnt einhverja tryggingu fyr- ir því, að fénu sé vel varið, er mjög auðvelt að fá fyrirgreiðslu. Og hver er afstaða ykkar til erlends fjármagns? Ég held, að Svíar séu allra manna frjálslyndastir í þeim efn- um. Ef við getum sjálfir grætt á aðstöðu erlendra fyrirtækja í okk- ar landi, sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að veita þeim hana. Við erum líka nokkuð vel „varðir“, því að vinnulaun í Svíþjóð eru það há, að menn leggja ekki út í að setja þar upp fyrirtæki eða úti- bú fyrirtækja, nema það getiborg- að sig mjög vel. Og ef það borgar sig, þá geta allir verið ánægðir. LAIMOSBAIMKI ISLAIMDS AUSTURSTRÆTI II — REYKJAVÍK — SÍMI 17780 OTIBU í REYKIAVÍK: AUSTURBÆJARÚTIBÚ, Laugavegi 77, sími 21300. LANGHOLTSÚTIBÚ, Langholtsvegi 43, simi 38030. MÚLAÚTIBÚ, Lágmúla 9, Simi 83300. VEGAMÓTAÚTIBÚ, Laugavegi 15, sími 12258. VESTURBÆJARÚTIBÚ, Háskólabíói v/Hagatorg, sími 11624. ÚTIBU UTI A LANDI: Akranesi Akureyri Eskifirði Grindavík Húsavík Hvolsvelli ísafirði Sandgerði Selfossi AFGREIÐSLUR: Keflavík Raufarhöfn Þorlákshöfn Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan TIL ÁSKRIFENDA FRJÁLS VERZLUN sendir um þessar mundir út póstávís- anir til innheimtu áskriftagjalda. Er hœgt að greiða þessar póstávísanir á hvaða pósthúsi, sem er, og eru áskrifendur vinsamlega beðnir um að gera skil sem fyrst. Áskriftargjald Frjálsrar verzlunar er greitt tvisvar á ári og er 390,00 krónur hvort tímabil. Einnig eru áskrifendur vinsamlega beðnir að tilkynna breytingar á heimilisfangi með nokkrum fyrirvara, þannig að þeir fái blaðið skilvíslega sent. FRJALE3 VIERZLLJIM Óðinsgötu 4, sími 82300—02, box 1193.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.