Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 39

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 39
FRJÁLS VERZLUN 39 Útflutningur íslands til Bretlands árið 1967. Jan./júní Millj. kr. IsaSur fiskur 65 Fryst síld 3.4 Djúpfrystur fiskur 18.1 Fryst flök 14.5 Frystur humar og rækja . . 5.4 Fryst hrogn 4.7 Niðursoðinn fiskur 2.1 Síldarlýsi 126.7 Hvallýsi 4.4 Fiskimjöl 13.2 Síldarmjöl 164.8 Hvalkjöt 9.3 Fryst kindakjöt 12.8 Fryst nautakjöt 5.1 Þurrmjólk 4.2 önnur matvæli 9 Alls: 463.0 Útflutningur Bretlands til fslands árið 1967. Jan./júní Millj.kr. Korn og h.a.l 20 Sykur og sykurafurðir .... 10 Kaffi, te, kakó o. fl 5 Dýrafóður 19 Drykkjarvörur 6 Olíur 35 Lyfjavörur o. fl 9 Ilmefni og snyrtivörur .... 9 Tilbúinn áburður 11 Plastvörur 9 Gúmmívörur 5 Pappírsvörur 5 Vefnaðarvörur 30 Námuvörur 7 Járn og stál 24 Aðrir málmar 8 Málmvörur 28 Vélar (ekki rafknúnar) .... 79 Rafknúnar vélar 32 Flutningatæki 49 Fatnaður 22 Skófatnaður 5 Vísindatæki 8 ímislegt 47 Alls: 482.0 ur bera mikinn hluta áhættunnar með Lundúnamarkaðinum. Tengsl- in eru sérstaklega náin í banka- starí'seminni, bæði hvað snertir ríki og bæ, milli íslands, sem er á sterlingssvæðinu, og miðborgar Lundúna. Fyrirhuguð stækkun hitaveitukerfisins í Reykjavík t. d., er að miklu leyti kostuð með lánum frá brezkum banka. BREZK TÆKNI. Hins vegar hefur hvorugur að- ilinn ástæðu til sjálfsvelþóknunar. Bretar eiga við jafnmikla efna- hagsörðugleika að stríða og ís- lendingar. Þar sem ísland kaupir venjulega minna af okkur en við af íslandi, viljum við auðvitað gjarnan auka okkar hluta í við- skiptunum með sölu nútíma sér- hæfðra tækja og með beinni þátt- töku í framkvæmdum þjóðarinn- ar. Við höfum nýlega veitt athygli þeirri ánægju, sem íslendingar létu í ljós, er þeir tóku við síldar- rannsóknarskipinu „Árna Frið- rikssyni“, sem Bretar smíðuðu. Við vildum gjarnan fylgja þessu eftir með pöntun á nokkrum síð- ustu skuttogurum okkar fyrir fisk- veiðiflotann, sem íslenzka ríkis- stjórnin hefur, samkvæmt yfirlýs- ingu, í hyggju að styrkja. Við von- um enn fremur, að einhverntíma verði Hovercraft kunnuglegur þáttur í flutningakerfi íslendinga. Við höfum einnig að bjóða strætis- vagna og vöruflutningabifreiðar, sem sannað hafa ágæti sitt í flest- um löndum heims. Hvað snertir meiriháttar framkvæmdir, svosem Búrfell, Straumsvík og Mývatn, hafa brezkir framleiðendur annað- hvort ekki tekið þátt í samkeppn- inni eða ekki haft heppnina með sér. Augljóst er, samt semáður, að á þessum gífurlega mikilvægu og margbreytilegu sviðum iðnaðarins getur brezk tæknifræði og reynsla lagt mikið af mörkum til fram- tíðarhagsældar íslands. HIN STÓRA SPURNING. Það er ef til vill ekki úr vegi í þessari grein, að minnast á ensk- íslenzk viðskipti í heimsverzlun- inni í heild. Kennedy-viðræðurnar innan ramma GATT, sem loks var lokið í sumar, munu verða íslend- ingum nokkur hjálp, og opna þeim ný svið. Þótt Bretar séu sjálfir óðfúsir að draga úr hinum mikla útflutningi síldarlýsis og mjöls með bví að þróa sinn eiginn iðnað, var ríkisstjórn hennar hátignar kleift, að samþykkja 50% tolla- lækkun á innflutning síldarlýsis frá íslandi. Allt er þetta í rétta átt, en þetta er aðeins hluti sögunnar. Örðugri vandamál eru framtíðar- tengsl íslands við EBE, og Fríverzl- unarbandalagið. Það, að ísland stendur utan EFTA, hefur valdið landinu örðugleikum á brezkum mörkuðum gagnstætt skandinav- ískum vinum þess. Takist Bret- landi að fá inngöngu í Efnahags- bandalagið, mun ísland mæta enn hærri tollum í brezka samveldinu. Hvort unnt er að leysa þetta vandamál, — sem til er í ýmsum myndum í viðskiptatengslum ís- lands við flest lönd V.-Evrópu — er hin stóra spurning næstu mán- aða. Hindranirnar eru illvígar, en ekki óyfirstíganlegar. Persónulega er ég bjartsýnn. Það verður mikið um erfiðar samningaviðræður og vafalaust verður enginn ánægður með lokaúrslitin, en lausnin mun finnast. Ég get ekki trúað því, að neitt land í V.-Evrópu, sízt af öllu Bretland, hafi efni á því, að leiða hjá sér sérstakar þarfir og erfið- leika íslendinga.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.