Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 40

Frjáls verslun - 01.11.1967, Side 40
4D FRJÁLS VERZLUN Innflutningsverzlunin er rní frjáls 86.7% innfluttra vara eru á frílista. Stefna ríkisstjórnarinnar a3 skerða hann ekki Á undanfömum árum hefur rík- isstjómin unnið að því að gera innflutningsverzlunina frjálsa. Er nú svo komið, að 86.7% innfluttra vara eru á frílista. Nokkurs ótta gætir nú meðal innflytjenda við það, að frílistinn verði skertur vegnaóhagstæðrar þróunar ígjald- eyrismálum. En ríkisstjórnin hef- ur lýst því yfir, að það sé stefna hennar að skerða ekki frílistann. Hins vegar hefur ríkisstjórnin gert ýmsar aðrar ráðstafanir til þess að draga úr gjaldeyriseyðsl- unni. Settar hafa verið strangari reglur um gjaldeyrisyfirfærslur til duldi’a greiðslna, og nú nýlega hafa nýjar reglur verið ákveðnar um innborganir í banka við vöru- innflutning. AUKNING FRÍLISTANS. Þegar núverandi stjórnarflokk- ar mynduðu ríkisstjórn haustið 1959, lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún vildi vinna að því, að gera innflutningsverzlunina frj álsa. Var ákveðið að leggja Innflutnings- skrifstofuna niður og gjaldeyris- bönkunum og viðskiptaráðuneyt- inu falið að annast gjaldeyrisút- hlutun vegna vöruinnflutnings og duldra greiðslna. Hefur Gjaldeyr- isdeild bankanna í samráði við viðskiptaráðuneytið annast út- hlutun gjaldeyris- og innflutnings- leyfa frá því, að Innflutningsskrif- stofan var lögð niður. Fyrsta stóra skrefið í þá átt að gera innflutn- ingsverzlunina frjálsa var stigið 1960. En síðan hafa á hverju ári verið gerðar ráðstafanir til þess að auka við frílistann. Síðasta stóra breytingin á frílistanum var gerð í janúar 1966. Var þá bætt á frílistann vörutegundum, sem fluttar voru inn fyrir 395 miljónir króna árið 1964, eða sem svaraði 7 % heildarinnflutningsins á því ári. Meðal vara, sem þá voru sett- ar á frílista, vom timbur, jái'n og stál, nærfatnaður og skyrtur úr baðmull, karlmannasokkar, gúm- mískófatnaður og gólfteppi. Um síðustu áramót var frílistinn enn aukinn. Var þá bætt á frílist- ann vörum, sem fluttar voru inn fyrir 132.4 miljónir króna árið 1965, en það svaraði til 2.2% heildarinnflutningsins það ár. Jafnframt voru þá teknar af frí- lista vörur, sem fluttar voru inn fyrir í kringum 20 miljónir króna á áiúnu 1965, en það svaraði til 0.3% heildarinnflutningsins á því ári. Mikilvægasta vörutegundin, sem bættist á frílistann um síð- ustu áramót, var óbrennt kaffi, en það var flutt inn fyrir 81.2 milj- ónir króna árið 1965. Óbrennt kaffi hefur verið háð innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfum vegna viðskipta íslands við Brazilíu. En útflutningur íslendinga til Braz- ilíu hefur dregizt stórlega saman undanfarin ár og verið mun minni en innflutningur okkar þaðan. Þótti því ekki ástæða til að binda kaffiviðskiptin áfram eingöngu við Brazilíu. Um síðustu áramót var einnig bætt á frílista þessum vörum: Krossviði og spónlögðum trjáviði, einföldu gleri, rafhreyfl- um og klíði. Tekin voru af frílista í janúar síðast liðnum botnvörpu- net úr polyethylen og polypropyl- en, svo og botnvörpugarn úr þessu samaefni til viðgerða ábotnvörpu- netum. Var þessi ráðstöfun gerðtil Björgvin Guðmundsson. verndar innlendum veiðarfæraiðn- aði. En á miðju þessu ári voi'u þessar vörur settar aftur á frí- lista. HRÁEFNI TIL IÐNAÐAR — NEYZLUV ÖRUR. í sambandi við aukningu frí- listans hefur þeirri stefnu verið fylgt að setja fyrst á frílista mik- ilvæg hráefni til iðnaðarins svo og mikilvægar neyzluvörur, sem ekki eru framleiddar í landinu sjálfu. Jafnframt hefur þess verið gætt að vernda viðskiptin við Austur-Evrópu eftir því, sem fært hefur verið talið á hverjum tíma. Skipta má vörum þeim, sern nú eru háðar innflutnings- og gjald- eyrisleyfum í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða vörur, sem eru á innflutningskvótum, en hins vegar er um að ræða vörur, sem eingöngu er leyfður innflutn- ingur á frá Austur-Evrópu. í fyrri flokknum eru vörur, sem inn- flutningur er takmarkaður á frá frjálsgjaldeyrislöndum vegna við- skipta okkar við Austur-Evrópu og vegna innlends iðnaðar. í síðari flokknum eru olíur og benzín, sem fluttar voru inn fyrir 406 miljónir króna árið 1965, en þá nam sá inn- flutningur 6.9% heildarinnflutn- ingsins. Innflutningur á olíum og benzíni, öðru en flugbenzíni, hef- ur verið bundinn við Austur- Evrópuríkin. Hefur aðeins í sér- stökum undantekningartilfellum verið leyfður innflutningur á olí- um og benzíni frá frjálsgjaldeyris- löndum. VÖRUR A KVÓTA. Helztu vörutegundir, sem eru

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.