Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 49

Frjáls verslun - 01.11.1967, Page 49
FRJÁLS VERZLUN 49 mVC Húsnæðisskortur er enn eitt af mestu vandamálum Sovétríkjanna, þótt stórfellt átak hafi verið gert í bygg- ingariðnaðinum. aðarútgjöldin um 15% og lækkar herskyldualdurinn niður í 18 ár. MÖRG VANDAMÁL ÓLEYST. En þótt þessum markmiðum verði náð, eru mörg vandamál enn þá óleyst. Útgjöld til hernaðar og geimrannsókna eru enn of mikill hluti af útgjöldum Sovétríkjanna til að þau geti i nægilega ríkum mæli snúið sér að ýmsum verk- efnum, sem óunnin eru. Ringul- reiðin í skipulagningu framleiðsl- unnar er of mikil. Skipuleggjend- ur stórra og smárra þátta fram- leiðslunnar skipta þúsundum. Þeim er gjörsamlega ómögu- legt að afla sér þess yfiriits yfir sovézkt efnahagslíf, sem þeir þó þyrftu. Það hefur raunar ver- ið sagt, að það þyrfti eina milljón rafmagnsheila, sem geta gert 30 þúsund útreikninga á sekúndu, til að svara árlegum fræðilegum vandamálum skipuleggjaranna til fullnustu. Afturhaldssamir skipu- leggjendur og stjórnendur eru alltof margir að dómi Sovétmanna sjálfra. Tilhneigingin til að standa á móti nýjungum er of rík. Á einu sviði hefur náðst árang- ur á síðustu árum, en það er í land- búnaði. Auknu fjármagni hefur verið veitt til landbúnaðar með þeim árangri, að metuppskera fékkst í kornræktinni, 170 milljón tonn á s.l. ári. Laun bænda hækk- uð þannig, að nú borgar sig ekki jafnvel og áður að stunda eigin garða, en það hafa þeir löngum gert á kostnað samyrkjubúanna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.