Frjáls verslun - 01.11.1967, Blaðsíða 52
52
FFfjALB VERZLUN
Kæliskápar
Frystiskápar
Frystikistur
Kæliborð
Frystivélar
Einkaumboð
á íslandi
AKURFELL SF.
Skipholti 5, sími 24966
Póstbox 602
Styrktar- og sjúkrasjóður
verzlunarmanna í Reykjavík
IGO ára
Hinn 24. nóvember s.l. var lið-
in ein öld frá stofnun eins elzta fé-
lagsskapar hér á landi, sem enn
er starfandi, en það er Styrktar-og
sjúkrasjóður verzlunarmanna í
Reykjavík. Vegna þessa merka af-
mælis var gefið út heimildarrit um
sögu og starfsemi sjóðsins í 100
ár. Hafa allir núverandi félags-
menn fengið rit þetta sent, en
einnig er það til sölu í bókaverzl-
unum.
Afmælisrit þetta hefst á sögu
sjóðsins og starfsemi hans fyrstu
50 árin, eftir Ólaf Björnsson, rit-
stjóra, sem gefin var út á hálfrar
aldar afmæli sjóðsins árið 1917.
Þetta rit er nú fyrir löngu orðið
ófáanlegt, en með því að þar eru
rakin ítarlega helztu atriðin er að
stofnun sjóðsins lúta, og starfsem-
inni fram að þeim tíma, þótti
stjórn sjóðsins rétt að láta þetta
afmælisrit hefjast á því.
Árið 1942, er sjóðurinn varð 75
ára, gaf þáverandi stjórn sjóðsins
út afmælisrit, er Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri, samdi, er
jafnframt var „Þáttur úr verzlun-
arsögu“, þar sem gefin var glögg
mynd af því hvernig umhorfs var
í Reykjavík um það leyti, sem
sjóðurinn var stofnaður og nokk-
uð fram á þessa öld. Þetta rit er
einnig orðið fágætt, og eykur á
gildi þessa afmælisrits, svo að það
er nú birt á ný í því.
Lokaþáttinn í afmælisritinu, er
nefnist „hagur sjóðsins í hundr-
að ár“, hefur Eggert P.Briem, full-
trúi, tekið saman. Eru þar birtar
ýmsar tölur úr reikningum sjóðs-
ins í 100 ár, ásamt stjórnendatali
og endurskoðenda, svo og félaga-
tal frá árinu 1867 til þessa dags.
Fundargerðabækur sjóðsins og all-
ar sjóðbækur hafa varðveitzt fram
á þennan dag, og eru skýrslur og
skrár þessar unnar upp úr þeim.
— ° —
í afmælisritinu er, eins og áður
segir, gerð ítarleg grein fyrir
stofnun þessa félagsskapar. Kaup-
menn og verzlunarstjórar í Reykja-
vík, sem allflestir voru þá danskir
eða dansk-ættaðir, höfðu með sér
félagsskap, sem aðallega var eins-
konar skemmtiklúbbur og nefnd-
ist „Handelsforeningen“. Innanvé-
banda þessa félagsskapar var
„Styrktar- og sjúkrasjóður verzl-
unarsamkundunnar í Reykjavík“,
en svo nefndist sjóðurinn fyrstu
árin, en síðar var nafni hans
breytt í það, sem hann hefur verið
nefndur síðan, enda þótt félags-
skapurinn næði einnig til verzlun-
armanna búsettra í Hafnarfirði,
Keflavík, Akranesi og Búðum.
Ekki er vitað með vissu, hver
hefur verið aðalhvatamaður að
stofnun styrktarsjóðsins, en lík-
legast er talið, að það hafi verið
H. Th. Thomsen, kaupmaður, eig-
andi „Thomsens Magasin“, en
margir eldri Reykvíkingar muna
vel eftir þeirri verzlun, sem þá
var hin stærsta í Reykjavík, og
þar með á öllu landinu, en verzl-
unin lagðist niður snemma í fyrri
heimsstyrjöldinni. Þótt Thomsen
væri þá einna yngstur af stofnend-
um sjóðsins, eða 33 ára, var hann
kosinn fyrsti formaður hans, og
hélt því starfi þangað til hann
fluttist af landi burt til Kaup-
mannahafnar árið 1871.
Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu
með honum, þeir Hannes St. John-
sen, kaupmaður (sonur Steingríms
Jónssonar, biskups) og Hans A.
Sivertsen, verzlunarstjóri, (sonar-
sonur Bjarna riddara Sivertsen).
Alls voru stofnendur 18, en auk
þeirra gengu allflestir kaupmenn
og verzlunarmenn í Reykjavík í
þennan félagsskap þegar á fyrsta
starfsári hans, auk 8 úr Hafnar-
firði og 8 úr Keflavík, þannig að
í lok fyrsta starfsársins voru fé-
lagsmenn orðnir 63. íbúar Reykja-
víkur voru þá alls tæplega 1800
manns, en kaupmenn og verzlun-
armenn töldust 43. Fundargerðir