Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 53

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 53
FRJÁLS VERZLUN 53 Sljórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík. Sitjandi frá vinstri: Guðmund- ur Sigurðsson, ritari; Gunnar Magnússon, formaður; Dagur Sv. Jónsson, gjaldkeri. Stand- andi, talið frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson, meðstjórnandi og Geir U. Fenger, með- stjórnandi. og aðrar bækur félagsins eru rit- aðar á dönsku fyrstu 12 starfsár- in, og liklegt er, að umræður á fundum hafi einnig farið fram á dönsku fyrst framan af. (Á kápu afmælisritsins er prentuð mynd af fyrstu opnunni úr fundargerða- bók sjóðsins, þar sem einnig sjást eiginhandarundirskriftir allra stofnenda sjóðsins undir fyrstu lög hans). Á aðalfundi 1879 er fundargerð fyrst rituð á íslenzku, og lögum félagsins jafnframt snú- ið á íslenzku. Styrktar- ogsjúkrasjóðurinnhef- ur alltaf verið fremur fámennur félagsskapur, og komst félagatal- an ekki yfir 100 fyrr en árið 1902, eða 35 árum eftir stofnun hans. Alls hafa 1104 menn gengið í fé- lagið á þessum 100 árum, en nú eru félagsmenn 426, sem ekki get- ur talizt mikið, miðað við fjölda verzlunarmanna í borginni. Með stofnun sjúkrasamlaga og al- mannatrygginga ríkisins, ásamt lífeyrissjóðum hins opinbera, ým- issa stétta og fyrirtækja, hefur þörfin fyrir starfsemi einstakva styrktarsjóða orðið minni, og að sjálfsögðu hefur það orsakaðminni fjölgun í sjóðnum en ella hefði mátt búast við. Eins og nafn sjóðsins ber með sér, hefur það ávallt verið aðal- tilgangur hans og í rauninni eini tilgangur, að styrkja þurfandi verzlunarmenn, ekkjur beirra og börn. Styrkir, sem veittir haía verið fyrr á árum, virðast ekki há- ir að krónutölu miðað við núver- andi verðgildi peninga, en allt fram að fyrri heimsstyrjöldinm, hafa þeir áreiðanlega verið þeim, ssm styrkina hlutu, mikilsverð hjálp. Styrkur, sem gat numið allt að 200 kr. á einstakling, hefur samsvarað 4—5 mánaða launum verzlunarmanna þá, og þætti það ekki óverulegur styrkur, ef sjóð- urinn gæti nú veitt hverjum um- sækjanda 40 til 50 þúsund krónur sem árlegan styrk. En auðvitað er langt frá því, að það sé mögulegt nú hin síðari árin. Gegnir það furðu, að ekki fjölmennari félags- skapur hafi þó getað veitt slíka styrki, er oft námu samtals hærri upphæð en árstillag félagsmanna. Alls hafa styrkveitingar á þessum 100 árum orðið 1279, samtals að fjárhæð rúmlega 965 þúsund krón- ur. Tillög félagsmanna hafa numið alls tæpum 836 þúsundk rónum á 100 árum, vaxtatekjur sjóðsins hafa samtals orðið rúmlega 1.400 þúsund krónur, og nema eignir sjóðsins um síðustu áramót kr. 1.283.136.12. Núverandi stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðsins skipa þeir Gunnar Magnússon, skrifstofustjóri, for- maður, Dagur S. Jónsson, fram- kvæmdastjóri, gjaldkeri, Guð- mundur Sigurðsson, bankabókari, ritari, og meðstjórnendur eru Guðmundur Guðmundsson, for- stjóri, og Geir Fenger, verzlunar- maður.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.