Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 62

Frjáls verslun - 01.11.1967, Síða 62
62 FSÍJÁLS VERZLUN FRÁ RITSTJÖRN GENGISLÆKKUNIN Gengislækkun sterlingspundsins hafði þær afleiðingar í för með sér, að óhjákvæmi- legt reyndist fyrir Islendinga að lækka gengið og tryggja atvinnuvegunumrekstrargrund- völl. Hafa atvinnuvegimir staðið höllum fæti að undanförnu sökum verðfalls og afla- brests, og jók gengisfelling pundsins enn á erfiðleikana. Er því ráðstöfunm um 24,6% gengislækkun raunhæf og ætti að geta lagt nýjan grundvöll fyrir íslenzka atvinnuvegi, sem eiga við mikla örðugleika að etja. Gengislækkunin ætti því að hafa örvandi áhrif á atvinnulífið, en því aðeins, að kaupgjald og verðlag haldist niðri. En ef um það verður ekki að ræða, mun hún aðeins auka erfiðleikana í þjóðfélaginu. Það lilýtur þess vegna að vera hagsmunamál allra, að hún hafi raunhæft gildi. Því ber ekki að leyna, að gengisfellingin hefur margvíslega örðugleika í för með sér, og kemur misjafnlega niður. Fer það því eftir þeim hliðarráðstöfunum, sem gerðarverða, hvort hún fái staðizt. Afstaða verkalýðshreyfingarinnar til þessara efnahagsaðgerða á eftir að hafa úrslita- þýðingu. Verður hún að meta, hvort stefnt skuli aðþví aðskapa atvinnuvegunumstarfs- grundvöll og auka þannig þjóðartekjurnar og þar með bæta afkomu almennings eða hefja verkföll, sem gætu valdið enn meiri kjaraskerðingu þjóðarinnar. Hlýtur svar á- byrgar forustu að verða á þá leið að keppa að þvi að forða almennu atvinnuleysi og treysta sem bezt efnahag landsmanna. Gengislækkunin á að tryggja eðlilegan viðskiptajöfnuð við útlönd, en augljóst er, að hún kemur þungt niður á allri verzlun. Innflutningsverzlunin verður fyrir stórfelldu tjóni. Er hér um að ræða hæltkun á erlendum vörukaupaskuldum, svo og hækkun rekst- urskostnaðar. Mun þá sölumagn dragast saman, jafnframt því sem innflutningur hlýt- ur að minnka. Eins og komið hefur fram, er ákveðið að lækka prósentuálagningu verzl- unarinnar, og mun sú ákvörðun hafa enn frekari örðugleika í för með sér. Endumýjun vörubirgða eftir gengisfellinguna krefst meira fjármagns en áður, og ef vörur hafa verið seldar og eru seldar undir endurkaupsverði, þá rýrnar fjármagn verzl- unarinnar. Til þess að draga úr slíkri fjármagnsskerðingu er unnt að leyfa sölu á grund- velli endurkaupsverðs. Enn fremur væri æskilegt, að bankar eða ríkið tryggðu verzlun- inni aukin lán, sem bættu þeim fjármagnstapið. Hér eru því mikil vandamál, sem steðja að verzluninni, sem hefur að undanförnu átt við milda örðugleika að etja, m. a. sökum óskynsamlegra verðlagsliafta, þar sem, að því virðist, órökstuddar álagningarprósentur hafa gilt á nokkrum vörutegundum, sem innflytjendur hafa orðið að selja undir eðlilegum dreifingarkostnaði. Ensamkvæmtþeim lögum, sem nú gilda um verðlagsmál, skal álagning ákvörðuð ekki lægri, en að heiðarleg og vel rekin verzlun geti borið sig. Þessu ákvæði laganna hefur hingað til ekki verið fylgt. Er nauðsynlegt, að hin nýja verðlagsnefnd sjái svo um, að eftir þessu grundvallar- atriði verðlagslaganna verði farið. Að öðrum kosti hlýtur hinn almenni neytandi að verða að sæta versnandi verzlunarkjörum, þótt síðar verði. Er það skoðun Frjálsrar verzlunar, að óraunhæfar álagningarprósentur og böft hafi ekki nema skaðleg áhrif á verzlunina, sem á að sjá landsmönnum fyrir nægu vörufram- boði, sem er eðlileg forsenda fyrir heilbrigðri samkeppni og frjálsum viðskiptaháttum.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.