Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 15

Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 15
FRJÁLS verzluk 15 EINMENNINCSKJÖRDÆMI Breyting á kjördœmaskipulaginu orðin nauðsynleg til þess að leiðrétta óréttlœtanlegan aðstöðumun kjósenda. Að vonum hefur mönnum orðið tíðrætt um úrslit forsetakosning- anna. Hinn mikli sigur dr. Kristj- áns Eldjárns kom á óvænt og bendir ákveðið til þess, að þessar kosningar hafi ekki eingöngu snú- izt um menn, heldur einnig um málefni. Á yfirborðinu voru þessar kosn- ingar ópólitískar. Hins vegar vissu þeir, sem gleggst fylgdust með kosningaundirbúningnum, að stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu mikið upp úr sigri dr. Kristjáns og beittu flokksvélum sínum ó- spart. Eftir kosningarnar er svo sigur dr. Kristjáns túlkaður sem áminning til stjórnarflokkanna, og þó einkum og sér í lagi til Sjálfstæðisflokksins. Úrslit kosninganna eru óneitan- lega áminning til íslenzkra stjórn- málamanna. Og í gleði sinni mega stjórnarandstæðingar ekki gleyma því, að sú áminning nær einnig til þeirra. Þegar illa árar og álög- ur þyngjast, grípur um sig leiði og oft andúð á stjórnmálamönn- KÆLI- og FRYSTIKERFI UPPSETNINGAR OG VIÐHALD. VIÐGERÐIR Á ÖLLUM TEGUNDUM AF KÆLI- og FRYSTITÆKJUM. KÆLIIMG S.F. SÍMAR 21686 - 33838 um. Þeim er kennt um, hvernig komið er. Þess varð dr. Gunnar Thoroddsen nú að gjalda. Það er hættuleg þróun, þegar allur almenningur er að missa áhuga á stjórnmálum, og jafnvel að fá andúð á þeim. Stjórnmálin eru örlagaþræðir þjóðarinnar og það er fyrst og fremst að þakka afburða stjórnmálamönnum, að íslendingar eru frjálsir og full- valda. Fengu að ganga að kjör- borðinu og velja sér þjóðhöfð- ingja. Annað mál er spurningin um það, hvort íslenzkir stjórnmála- flokkar séu ekki um of staðnaðir. Því miður hefur ekki stefnt í rétta átt á undanförnum árum. Almenningur hefur æ minna áhrifavald í flokkunum, en þröng- ur hópur forystumanna ræður öll- um gerðum flokkanna. Hér eiga allir jafnan hlut að máli, og ekki sízt kommúnistar, svo sem átök í flokki þeirra við síðustu Alþingis- kosningar bezt sanna. Flokksræðið skal ríkja. fslenzkir stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því, að nú er breytinga þörf. Ungt fólk er að verða fráhverft afskiptum af stjórnmálum og áhugi eldra fólks fer einnig stöðugt minnkandi. Flokkarnir verða að draga úr áhrifamætti forystumanna sinna og færa hann meira til fólksins. Beinast liggur við að gera það með breytingu á kjördæmaskipu- laginu. Koma á einmenningskjör- dæmum að nýju. Því verður ekki á móti mælt, að kjördæmabreytingin 1959 leið- rétti mikið óréttlætanlegan að- stöðumun kjósenda. En aftur hef- ur sótt í sama farið. Nú er svo komið, að t. d. kjósendur í Norð- urlandskjördæmi vestra og Vest- fjarðakjördæmi hafa nær fjórfalt meiri áhrifamátt við Alþingis- kosningar en íbúar Reykjavíkur. Slíkt óréttlæti er engum til góðs og þarf nauðsynlega að leið- rétta það, fyrr en síðar. Leið að slíkri leiðréttingu er tvímæla- laust að koma á einmenningskjör- dæmum að nýju. Með því fyrir- komulagi ríður meira en áður á fyrir flokkana, að til framboðs veljist menn, sem séu kunnugir atvinnuháttum og héraðshögum á viðkomandi stöðum. Eins og mál- um er nú háttað, eru efstu menn listanna oft á tíðum konungar í ríki sínu, sem ekkert þurfa fyrir sinni kosningu að hafa, né heldur fyrir því að halda þingsæti sínu. Ekki er við því að búast, að unnt verði að koma á tveggja flokka kerfi á íslandi í náinni framtíð, enda spurning, hvort það sé það heppilegasta. Ef landinu yrði öllu deilt í einmenningskjör- dæmi, er því hætt við, að atkvæði Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins mundu meira og minna falla dauð. Fyrir það þyrfti að byggja og eru þar til margar leið- ir. Það er flestra vilji, að kjör- dæmaskipulaginu verði breytt í áðurnefnda átt. Reynsla annara þjóða bendir einnig ákveðið til þess, að einmenningskjördæma- skipulagið gefist betur. Að þess- um atriðum verða íslenzkir stjórn- málamenn allra flokka að gefa gaum. Það er þeirra hlutverk að gera þessa nauðsynlegu og aðkall- andi breytingu.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.