Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 22
22
FRJÁLS VERZLUN
Umbúðir Ferrania eru mjög smekklegar.
VÖRUR — ÞJÓNUSTA
FERRANIA
F E R R A NI A-ljósmyndafiImur
hafa rutt sér talsvert til rúms
hérlendis að undanförnu, og fer
þeim áhugaljósmyndurum fjölg-
andi, sem reyna þessa filmuteg-
und, enda mun sala hennar aukast
stöðugt. Þykja t. d. litir Ferrania-
litfilmanna koma mjög vel fram á
myndum, og í frásögur erfærandi,
að Ferrania-röntgenfilmur urðu
fyrir valinu til notkunar í Borgar-
sjúkrahúsinu. Þjónusta Ferrania
við íslendinga þykir ágæt, en um-
boð fyrir þessar filmur hérlendis
hefur Austurbakki hf. Er litfilma,
sem póstsett er í Reykjavík til
framköllunar í Danmörku, undan-
tekningalítið komin til baka eftir
vikutíma og stundum nokkrum
dögum fyrr.
Fróðlegt er að rifja lítillega upp
sögu þessa ljósmyndafilmufyrir-
tækis, sem dregur nafn sitt af
ítölsku smáþorpi í norðurhluta
Ítalíu, enda þótt margir haldi,
að það sé þorpið, sem dragi nafn
sitt af fyrirtækinu.
Árið 1915 tóku SIPE-efnaverk-
smiðjurnar á Ítalíu þá ákvörðun
að setja á stofn sprengiefnaverk-
smiðju við þetta smáþorp, enda
er svæðið sérstaklega vel til þess
fallið. SIPE framleiddi þarna
,,Nitrocellulose“ sprengiefni, sem
mikið var notað. Og á þeim tim-
um, sem í hönd fóru þegar eftir
stofnun þessarar nýju verksmiðju,
gekk fyrirtækið mjög vel, enda
geisaði stríð og enginn verkefna-
skortur hjá sprengiefnaframleið-
endum.
Eftir styrjöldina fór fljótlega að
bera á örðugleikum, og gekk illa
að semja sig að friðsamlegri fram-
leiðslu, en tókst þó að lokum og
leiddi árið 1917 til samvinnu við
franska filmufyrirtækið PATHÉ
FRÉRES. í sameiningu fram-
leiddu fyrirtækin cellulose filmu,
sem ljósnæm húð var borin á, og
var framleiðslan þá orðin hæf til
ljósmyndagerðar. Árið 1923 kom
á markaðinn pósitíf filma, sem
fyrst var sýnd almenningi á
TURIN-sýningunni það ár. Tíu ár-
umsíðar hafði hið franska PATHÉ
fyrirtæki dregið sig út úr sam-
vinnunni, en nýr aðili komið í
staðinn, fyrirtæki, sem framleiddi
prentvörur í Mílanó, CAPPELLI.
Nú var nafninu breytt, og hét
samsteypan FILM CAPPELLI
FERRANIA. Upp úr þessu liófst
framleiðsla á miklu úrvali alls
kyns Ijósmyndavarnings, semseld-
ist vel. Fyrstu FERRANIA-litfilm-
urnar komu á markaðinn eftir
heimsstyrjöldina síðari árið 1949.
Síðan þá hefur FERRANIA stöð-
ugt verið að auka framleiðslu sína
og sölu um allan heim.
Mestu þáttaskil í sögu FER-
RANIA urðu svo í júlí árið 1964,
er 3M félagið keypti upp öll hluta-
bréfin og tók við öllum rekstri.
Fyrstu afleiðingar þessara kaupa,
sem almenningur tók eftir, var
bylting í útliti umbúða, og stóð
nú á þeim FERRANIA 3M. Engan
undrar þótt 3M hafi viljað fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð, því að kaup
þeirra á FERRANIA er stærsta
fjárfesting 3M félagsins í einu
lagi og á einum stað allt til þessa
dags. En 3M leiðtogar voru ekki
ánægðir með það eitt að breyta
umbúðum um ljósmyndafilmur.
Þeir bókstaflega ,,dældu“ fjár-
magni í tilrauna- og endurbóta-
starfsemi, sem neytendur njóta í
dag. Starfsaðferðir 3M félagsins
hafa ávallt verið þær að leggja
aðaláherzlu á vöruvöndun oggæði
og vera fyrst með nýjungar.
Ferrania, smáþorp í norðurhluta Ítalíu.