Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 23
FRJÁLS VERZLUM 23 ÞJÓÐMÁL „TEL BRÝNA NAUÐSYN TIL, AÐ MÖRG OG ÖFLUG ALMENNINGSHLUTA- FÉLÖG RÍSI UPP/# — Viðtal við Eyjólf KonráS Jónsson, ritstjóra. F.V.: Nú ert þú kunnur dhuga- maSur um almenningshlutafélög, hvaða kosti telur þú, að það rekstrarform hafi fram yfir venju- leg hlutafélög? E.K.J.: Orðið almenningshluta- félag er hvergi að finna í löggjöf. Ég hygg, að það hafi orðið til í blaðagrein, sem ég ritaði fyrir ein- um áratug, þegar ég hóf skrif um nauðsyn þess, að upp risu öflug einkafyrirtæki, sem margir ein- staklingar tækju þátt í, til að vega upp á móti sósíalisma. Ekki skal ég leitast við að skilgreina hér, hvað almenningshlutafélag sé, slík skilgreining skiptir ekki meg- inmáli og verður kannski aldrei lögfest. Ljóst er þó, að enginn mundi tala um almenningshluta- félag, nema hluthafarnir væru talsvert margir. Og jafnframt mundi ég telja, að tryggilega yrði að vera búið um ýmis réttindi hluthafa, svo sem atkvæðisrétt og rétt til arðgreiðslna, ef um al- menningshlutafélag ætti að vera að ræða. Þannig hef ég ekki getað fallizt á, að t. d. Eimskipafélagið, Flugfélagið og Loftleiðir kölluðu sig almenningshlutafélög, þótt hluthafar séu þar margir, en hins vegar er t. d. Hagtrygging byggð upp með mjög frjálslegum sam- þykktum og tryggilega um hag hluthafa búið. En svo að ég svari beint spurn-

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.