Frjáls verslun - 01.05.1968, Side 24
24
FRJÁLS VERZLUN
.. — Velgengni í framtíðinni grundvallast á nýjum og öflugum iðngreinum".
ingunni, þá vil ég fyrst taka skýrt
fram, að það er langt frá því, að
ég hafi eitthvað á móti „venjuleg-
um hlutafélögum“ og telji, að al-
menningshlutafélög eigi að koma
í þeirra stað. Fjölskyldu- og kunn-
ingjafélög eiga fullan rétt á sér,
og oft hefur það sýnt sig, að
nokkrir samstilltir menn geta
miklu áorkað. Hins vegar er
reyndin sú, að slík félög endast
sjaldnast mjög lengi; oft er gott
talið, ef þau komast yfir annan
ættlið, því að gæta vill sundrung-
ar og hvers kyns erfiðleika, þegar
stofnendurnir falla frá. Þessir
ágallar eru ekki eða eiga að
minnsta kosti ekki að vera fyrir
hendi í almenningshlutafélögum,
því að fjöldi hluthafanna er það
mikill og þeir hafa arðssjónarmið-
ið að leiðarljósi og velja þess
vegna menn óháð því, hvort þeir
hafa áður verið í tengslum við
félagið. Þess vegna eiga slík félög
að geta þróazt, hvort sem einstakir
menn lifa lengur eða skemur.
En meginástæðan fyrir því, að
ég hef barizt fyrir almennings-
hlutafélögum, er að sjálfsögðu sú,
að hér í okkar landi eru engir
auðmenn, sem ráðið geta við meiri-
háttar fyrirtæki af eigin ramm-
leik, hvort sem mönnum líkar það
betur eða verr. Nútíma atvinnu-
hættir krefjast þess hins vegar,
að á ýmsum sviðum séu fyrirtæk-
in stór og hafi yfir að ráða miklu
fjármagni. Ef menn ekki samein-
ast um stofnun og rekstur öflugra
atvinnufyrirtækja, þá hlýtur end-
irinn að verða sá, að ríkið seilist
inn á stöðugt fleiri svið atvinnu-
lífs, og það teldi ég sannarlega
illa farið.
Þegar ég byrjaði að tala um al-
menningshlutafélög árið 1958,
fannst mér sem íslenzkir atvinnu-
rekendur væru að sligast undan
fargi vinstri stjórnarinnar, skatt-
þján og hvers kyns höftum. Engu
var þá líkara en að opinber rekst-
ur og samvinnurekstur mundi
leggja einkareksturinn í rúst. Ég
sá því ekki aðra leið til bjargar,
en að einkarekstursmenn leituðust
við að sameinast, en þeir hafa ver-
ið furðulega sljóir og úrræðalaus-
ir í því efni, þótt þeir hafi sýnt
ótvíræða hæfileika til að reka sín
eigin fyrirtæki. Síðan birti nokk-
uð yfir, og einkarekstur efldist á
ný, en engu að síður tel ég brýna
nauðsyn til, að mörg og öflug al-
menningshlutafélög rísi upp, og
um stofnun þeirra eiga athafna-
menn með reynslu og þekkingu á
viðskiptasviðinu að hafa for-
göngu.
F.V.: Eru ekki verðbréfavið-
skiptin nauðsynlegur grundvöllur
fyrir almenningshlutafélög, og af
hvaða ástœðu er ekki til verð-
bréfamarkaður hérlendis?
E.K.J.: Til þess að menn hafi
áhuga á kaupum á hlutabréfum
þurfa þeir auðvitað að telja, að
þeir muni hagnast á þeim. Þrennt
skiptir þá meginmáli. í fyrsta lagi,
að menn geri sér vonir um rífleg-
an arð, og það eiga þeir að geta
gert í vel reknum hlutafélögum,
því að 10% arður er skattfrjáls
hjá hlutafélögunum, þótt auðvitað
þurfi að vinna að því, að einhver
arður, sem hluthafar fá, sé líka
skattfrjáls hjá þeim, þar sem
vextir af sparifé eru skattfrjálsir.
í öðru lagi vilja menn tryggja
eign sína gegn verðlækkun af
völdum verðbólgu, og í skattalög-
unum eru nú ákvæði um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa, sem á að
tryggja þetta. En í þriðja lagi
vilja menn eðlilega, að sparifé
þeirra geti verið handbært, ef þeir
þurfa á því að halda til ýmis kon-
ar þarfa, og í þeim tilgangi er
verðbréfamarkaður mjög nauðsyn-
legur, auk þess sem á honum
myndast gangverð á hlutabréfun-
um.
f lögum um Seðlabanka íslands
er honum gert að vinna að því, að
verðbréfaviðskipti aukist og heim-
ilað að setja á stofn verðbréfa-
markað. Forráðamenn bankans
hafa svarað því til, þegar gagn-
rýnt hefur verið, að verðbréfa-
markaður skyldi ekki settur á
stofn, að engin bréf væru til að
verzla með á slíkum markaði. Al-
menningshlutafélögin yrðu að rísa
upp fyrst, en markaðurinn síðan
að koma á eftir. Við, sem berj-
umst fyrir stofnun almennings-
hlutafélaga, höfum krafizt þess,
að verðbréfamarkaður yrði settur
á stofn, því að ógerlegt væri að
vekja áhuga almennings fyrir
hlutabréfakaupum, án verðbréfa-
markaðs. Þessi togstreyta er auð-
vitað brosleg, en ég hygg, að nú
séu menn að átta sig á því, að
hvort tveggja þurfi að rísa í senn,
verðbréfamarkaður og ný, opin
hlutafélög. Held ég að treysta
megi því, að Seðlabankinn komi
skjótt á stofn vísi að verðbréfa-
markaði.
F.V.: Telur þú, að sala ríkis-
sjóðs á verðtryggðum skuldabréf-
um hafi dregið úr áhuga almenn-
ings að kaupa hlutabréf?
E. K. J.: Lítið hefur verið um
það, að hlutabréf í opnum hluta-
félögum væru á markaði. Þó eru
þess dæmi og salan hefur gengið
erfiðlega af ástæðum, sem ég skal
ekki rekja hér. En ég held ekki, að
sala spariskírteinanna hafi haft
þar mikil áhrif, og úr því að við
erum farnir að ræða um ríkis-
skuldabréf, vil ég gjarnan skjóta
því hér inn í, að ég tel að ríki og
sveitarfélög eigi að gera miklu
meira af því, en hingað til hefur
verið gert, að afla sér fjár til
nauðsynlegra framkvæmda með
útgáfu skuldabréfa, sem síðan