Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 26

Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 26
26 FRJALS VERZLUNÍ Eyjólfur Konráð Jónsson. „MeginástœSan fyrir því, að ég hef barizt fyrir al- menningshlutafélögum, er a3 siálfsögðu sú, að hér í okkar landi eru engir auð- menn, sem ráðið geta við meiriháttiar fyrirtœki af eig- in rammleik, — hvort sem mönnum líkar þaðbetureða verr. Nútima atvinnuhœttir krefjast þess hins vegar, að á ýmsum sviðum séu 'fyrir- tœkin stór og hafi yíir að ráða miklu fjármagni. Ef menn ekki sameinast um stofnun og rekstur öflugra atvinnuÍYrirtœkja, þá hlýtur endirinn að verða sá, að ríkið seilist inn á stöðugt fleiri svið atvinnulífs, og það teldi ég sannarlega illa farið". aðar, svo sem til framleiðslu úr áli, þátttaka í stofnun og rekstri slíkra fyrirtækja, iðnaður, fram- leiðslustarfsemi og annar skyld- ur atvinnurekstur, svo og rekst- ur fasteigna og lánastarfsemi. Annars hef ég fyrir tveim árum ritað greinargerð um stofnun framkvæmdafélags eða fjárfest- ingarbanka, sem hefði það þrí- þætta hlutverk að gangast fyrir stofnun nýrra atvinnufyrirtækja eða endurskipuleggja eldri félög, kaupa hlutabréf í slíkum fyrir- tækjum og lána fjárfestingarlán. Gerði ég grein fyrir þessum hug- myndum á nýafstaðinni iðnþróun- arráðstefnu Sjálfstæðismanna og skal ekki fara lengra út í þá sálma. Athuganir standa nú yfir á því, hvort arðvænlegt verður talið að ráðast í byggingu þess fyrirtækis, sem um er spurt, og skal ég engu spá um niðurstöður þeirrar athug- unar á þessu stigi, en ég hygg, að allir séu sammála um, að almenn- ingshlutafélag verði stofnað í ein- hverju formi um rekstur slíks fyr- irtækis, ef af framkvæmdum verð- ur. F.V.: Það vakti athygli, þegar þú á Alþingi í vetur beittir þér gegn því, að ríkissjóður fengi heimild til að kaupa upp hluta- bréf Áburðarverksmiðjunnar h/f, hvað réði þessari afstöðu þinni? E.K.J.: Ég hafði mjög gaman af að detta inn á Alþingi, þegar það mál var til umræðu, og vera einn með hendi á lofti á móti þjóðnýt- ingu áburðarverksmiðjunnar (þótt forseti úrskurðaði atkvæðin tvö; hann var Sigurður Bjarnason og stóð með mér). Ég viðurkenni að vísu, að Áburðarverksmiðjan er og hefur alltaf verið vandræða- fyrirtæki í flestum tilfellum, en ég taldi það vera að fara úr ösk- unni í eldinn að breyta því rekstr- arformi, sem á henni hefur verið og gera hana að algjöru ríkisfyrir- tæki. Ég taldi, að gera ætti Áburð- arverksmiðjuna að almennings- hlutafélagi, með þátttöku bænda og annarra þeirra, sem fyrirtækið vildu eiga, enda þekkist það víða erlendis, að ríkið beinlínis beiti sér fyrir því að koma á fót at- vinnufyrirtækjum, en selji þau síðar hlutafélögum, þótt menn hér geti ekki skilið — eða a.m.k. vilji ekki skilja — að slíkt er eðlileg stefna, og beiti sér jafnvel fyrir gagnstæðri þróun. F.V.: Oft er rœtt um nauðsyn þess, að Islendingar auki fjöl- breytni atvinnuvega sinna. Hvaða leiðir telur þú, að helzt komi til greina í þeim málum? E. K. J.: Það er auðvitað um fjöl- margt að ræða. Að sjálfsögðu má auka fjölbreytni fiskiðnaðarins, hvers kyns minniháttar iðnrekst- urs, samgangna — og raunar líka landbúnaðar, t. d. með holda- nautarækt og gróðurhúsarekstri, að ógleymdri minkaræktinni, en afstaða meirihluta Alþingis til þess máls er svo brosleg, að engin leið er að hlægja að henni. En fyrst og fremst eru það þó auð- vitað nýjar og öflugar iðngreinar, sem hér þurfa að rísa, og fyrst og fremst verður að athuga til hins ýtrasta, hvort ekki er unnt að koma á fót efnaiðnaði, en grund- völlur hans yrði bygging sjóefna- verksmiðju og olíuhreinsunar- stöðvar. Áliðnaðinn þarf að auka og hraða sem mest virkjunar- framkvæmdum, því að orka fall- vatnanna kann að verða einskis virði innan fárra ára, vegna hag- nýtingar kjarnorkunnar. F. V.: Telur þú ekki að nauð- synlegt sé að endurskoSa hluta- félagalöggjöfina og koma í veg fyrir tvísköttun hlutafiár? E. K.J.: Hlutafjárlöggjöfin frá 1921 er ekki fullkomin, en hins vegar eru ákvæði hennar svo rúm, að unnt er að stofna heilbrigð og traust almenningshlutafélög innan ramma hennar, ef vel og skyn- samlega er frá samþykktum félag- anna gengið, gagnstætt því, serri lengst af hefur verið hér á landi. Ég gat þess áðan, að vegna skattfrelsis sparifjár væri mjög nauðsynlegt að fá ákvæði um það, að ákveðin hlutafjáreign og arður af hlutafé væri skattfrjáls hjá hluthöfunum. Er þetta brýntverk- efni, sem þyrfti að komast í fram- kvæmd þegar á næsta Alþingi, og mun ég reyna að beita mér fyrir því að svo verði, ef ég sit þar eitthvað. F. V.: Telur þú rétt, að reynt verði að Laða erlend stórfyrirtœki til að koma upp atvinnurekstri hérlendis? Vœri hugsanlegt að bjóða hagstœðari raforkusölu en til Alusuiss, ef það opnaði mögu-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.