Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 36

Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 36
32 nokkuð lengi að átta sig á þessum breytingum og ollu bær bví mikl- um samdrætti í vínsölu Fríhafn- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Fram að þessum breytingum hafði áfengissalan numið allt að helm- ingi heildarsölunnar, en var svo ekki nema um 1/3 á s.l. ári. Nokk- ur breyting á þessu er þó merkj- anleg í ár. í fyrra voru framkvæmdar ýms- ar breytingar á flugstöðvarbygg- ingunni á Keflavikurflugvelli og fékk Fríhöfnin þá aukið lager- rými, einu afgreiðsluborði var bætt við í verzluninni og barinn, sem Fríhöfnin hefur rekið allt frá því í október 1959, var endurbætt- ur til muna. Nú starfa 18 manns í Frihöfn- inni á Keflavíkurflugvelli og á sumrin er bætt við aukafólki — í sumar sex manns. INNFLUTNINGUR. Fyrst í stað annaðist Áfengis- verzlun ríkisins öll innkaup fyrir Fríhöfnina, svo sem eðlilegt var, en árið 1965 hóf Fríhöfnin sjálf innflutning á nokkru af því áfengi, sem hún annaðist sölu á. Nú er svo komið, að hún flytur sjálf inn meginið af öllu áfengi og tóbaki, sem hún þarfnast til rekstursins. Aðrar vörur en áfengi og tóbak hefur Fríhöfnin alltaf flutt inn sjálf, nema einstaka vöru, sem hún þá kaupir úr tollvörugeymslu viðkomandi umboðs. ISLENZKA KRÓNAN EKKI GJALDGENG. fslenzka krónan hefur aldrei verið gjaldgengur miðill í Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu árin var þetta eðlilegt, en með gengisfellingunni 1960 var gengi íslenzku krónunnar loks rétt skráð gagnvart dollarnum og þá strax fóru forráðamenn Fríhafn- arinnar fram á það, að íslenzka krónan yrði viðurkennd sem gjald- miðill í Fríhöfninni. Leyfi ís- lenzkra gjaldeyrisyfirvalda fékkst ekki þá og hefur ekki enn fengizt, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Nokkur breyting til batnaðar fyrir erlenda ferðamenn er þó væntanleg, því að í bígerð er að koma upp banka í Fríhöfninni, FRJÁLS VERZLUN Vöruúrvalið í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli er nú með því bezta, sem þekkist annars staðar, og reynt er að halda vöruverðinu eins mikið niðri og frekast er unnt. >ar sem erlendir ferðamenn gætu Fríhafnarinnar, að gjaldeyristekj- skipt sínum íslenzku krónum. Hins vegar mun þessi banki á engan hátt leysa vandræði íslend- inga. Það er þó álit forráðamanna ur hennar myndu ekki rýrna, heldur þvert á móti aukast, ef leyft yrði að verzla þar fyrir ís- lenzka mynt, að minnsta kosti að einhverju ákveðnu marki, t. d.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.