Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.05.1968, Qupperneq 37
FRJÁLS VERZLUN 33 Bariun nýtur ávallt vinsælda l)reyttra ferðalanga. Þetta hefur þó ekki dregið úr heildarveltu Fríhafnarinnar, sem hefur þvert á móti aukizt vegna aukins fjölda ferðamanna og svo vegna þess, að ferðamenn til Bandaríkjanna kaupa nú meira vín en áður. 1. júlí s.l. nam heild- arveltuaukningin 12000 Banda- ríkjadollurum miðað við s.l. ár. í HARÐRI SAM- KEPPNI. Aðalvandamálið í dag er geysi- hörð samkeppni. Um 80% af við- skiptavinum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli eru ,,transit“- farþegar, sem hafa átt þess kost að verzla í öðrum fríhöfnum, áður en þeir koma til Keflavíkurflug- vallar. Vegna þessa er mikið kapp lagt á sem mest og bezt vöruúrval og og að halda vöruverðinu niðri. Vöruúrvalið í Fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli er nú með því bezta, sem þekkist hjá hliðstæð- um verzlunum annars staðar, og t. d. er skozkt viskí og vindlingar ódýrari þar, en í fríhöfnum ná- grannalandanna. Þessar stað- reyndir eru svo auglýstar svo sem kostur er til að beina viðskiptum ferðamanna sem mest til Frí- hafnarinnar á Keflavikurflug- velli. fyrir sömu upphæð og nú má fara með úr landi, sem er 1500 krónur. GJALDEYRISHAGNAÐUR FRlH AFN ARINN AR. Fyrsía árið nam heildarvelta Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli á þriðju milljón króna. Árið 1967 var veltan tæpar 28 milljón- ir. Síðustu þrjú árin hefur gjald- eyrishagnaður Fríhafnarinnar ver- ið sem hér segir: AUKIN VELTA, ÞRÁTT FYRIR MINNI FJARRAÐ FERÐAMANNA. Það sem af er þesu ári hefur sala Fríhafnarinnar einkennzt af Ólafur Thordersen, forstjóri Fríhafnarinnar frá upphafi. samdrætti í sölu á dýrari varn- ingi, en aftur á móti hefur sala í smávöru, þar með talið áfengi, aukizt. Bendir þessi þróun til þess, að víðar en á íslandi hafi almenn- ingur nú minni fjárráð en áður. KAUPMENN, KAUPFÉLÖG Höíum ávallt fyrirliggjandi mildð úrval af: • postulíni • steinleir • glervörum til heimilisnota og gjafa. Verðið hvergi hagkvæmara. GUÐLAUGUR B. R. JÓNSSON, heildverzlun — £ími 15255

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.